Síða 1 af 1

val á vél í patrol

Posted: 04.aug 2014, 12:43
frá ofur patti
sælt veri fólkið svo fór að vélin í patrolinum gaf upp öndina þetta er 3 litra vélin billinn er sjálfsskiptur hvað á að gera passar 4.2 vélin við skiptinguna veit einhver það fyrir vist eða er eitthvað annað í boði sem hægt er að mixa í þetta sem er innan skynsemismarka endilega ausið úr visku brunni ykkar

Re: val á vél í patrol

Posted: 04.aug 2014, 13:08
frá biturk
turbo cruiser hefur reinst mjög vel, eiginlega það sem hefur verið notað í patrol til að gera hann að bílnum sem honum langaði alltaf að verða :)

Re: val á vél í patrol

Posted: 04.aug 2014, 13:33
frá Izan
Daginn

Ég stóð frammi fyrir sömu spurningu fyrir nokkrum árum síðan og mín upplifun var sú að það er ekkert eitt rétt svar. Það eru margar vélar sem fara þessum bíl ágætlega, 4.2 patrol, 4.2 LC, 4.0 LC, 3.0 LC, 5.9 cummins, 6.2 og 6.5 chevy og jafnvel 6.6 duramax. Mér finnst þetta ekki vera bílar sem passar að setja bensínvél við en ef menn eru á þeim buxunum eru þær líka margar til. Þetta eru vélar sem ég veit að hafa farið í Patrola.

Hver og ein þessara véla hafa sína kosti og galla og mér finnst réttast að horfa til afls og þyngdar. Það er mjög misjafnt á milli mótoranna en þegar upp var staðið í mínu tilfelli var það kostnaðurinn sem fékk að ráða ansi miklu.

Málið snýst m.a. um það hvort bíllinn meigi verða grófari, traktorslegri o.s.frv. eða á hann að verða amk. eins og var. Ég setti 6.2 chevy og 4.2 patrol gírkassa í 92 bíl. Engin smíðavinna fyrir aftan kúplingsþræl, ódýr mótor, varahlutir og allt frekar einfalt, hentaði mér mjög vel. Ég vann að því að hann yrði ekki mjög grófur og leiðinlegur og það heppnaðist bærilega, svosum varla meira en það. Y61 pattinn er sennilega mun betur hljóðeinangraður en Y60 svo að kannski er þetta minna vandamál í honum.

Í dag myndi ég frekar skoða cummins mótor eða skipta línunni út fyrir cruiser s.s. vél, skiptingu og millikassa en í öllu falli væri veskið mælikvarði á það sem ég myndi velja.

http://dellowconversions.com.au/

http://www.marks4wd.com/

Þessar síður selja allskonar dót til að skipta mótorum út fyrir alvöru mótor.

Kv Jón Garðar