Síða 1 af 1
USA safn sendingar
Posted: 30.júl 2014, 18:54
frá Jonasj
Veit einhver um trausta aðila sem taka að sér að taka við sendingum í Bandaríkjunum og áfram senda heim saman í einum pakka til landsins? Svona til að spara sendingar kostnað. Hef notað shopusa en það virkar ekki í safn sendingum.
Re: USA safn sendingar
Posted: 30.júl 2014, 19:09
frá ellisnorra
Vantar akkúrat svipað. Vantar varahluti að utan og sendingargjöld eru RUGL, frítt innan USA hjá þeim sem ég "ætlaði" að kaupa frá en mjög dýrt þar utan. Væri snilld ef það væri einhver í þessu mánaðarlega eða svo.
Re: USA safn sendingar
Posted: 30.júl 2014, 19:33
frá olei
Ég hef ekki notað þetta fyrirtæki, en þjónustan lítur vel út fyrir þá sem kaupa slatta frá US.
http://www.shipito.com/
Re: USA safn sendingar
Posted: 30.júl 2014, 19:46
frá Polarbear
ég er með addressu í USA þar sem maður getur safnað saman dóti og tekið safnsendingar heim. Gallinn er að þeir senda bara í hraðpósti sem getur verið dáldið dýrt. Þetta er samt mjög þægilegt kerfi.
til að kaupa þarna úti lét ég setja heimilisfangnið mitt úti sem auka-addressu á vísakortið og það virkar í svona 99% tilfella. Ég gat líka sett þessa auka-addressu á Paypal-reikninginn minn sem er ótrúlega þægilegt.
ég nota þetta helvítis helling, en árgjaldið þarna er um 60 dollarar á ári fyrir medium-account.
síðan heitir
www.myus.com og þeir eru líka með innkaupaþjónustu.
Re: USA safn sendingar
Posted: 30.júl 2014, 19:52
frá stjanib
Sælir
Ég er akkurat að standa í þessu núna og get mælt með Ice Global igl.is, mjög sanngjarnir i verði og topp þjónusta. Mun hiklaust nota þá aftur, hef einu sinni notað shopusa og mun aldrei nota þá aftur.
Re: USA safn sendingar
Posted: 31.júl 2014, 12:25
frá dabbigj
https://www.viabox.com/getið svo fengið ð senda þyngri hluti í sjófrakt og sparað ykkur tugi þúsunda eða hundruði þúsunda jafnvel
Re: USA safn sendingar
Posted: 31.júl 2014, 13:40
frá Jonasj
Hefur einhver hér reynslu af viabox.com? Þeir eru amk án þessara stofngjalda sem td myus.com rukka. Viabox taka þetta í gegnum sendingarkostnað.
Re: USA safn sendingar
Posted: 31.júl 2014, 16:00
frá Polarbear
dabbigj, hefurðu fengið þá til að senda í sjófrakt sjálfur? ég gat ekki séð að það væri möguleiki með því að skoða heimasíðuna þeirra......
Re: USA safn sendingar
Posted: 06.aug 2014, 10:27
frá Arsaell
Vinnufélagi minn hefur notað
http://www.shipito.com/ með góðum árangri og mælir með því.
Re: USA safn sendingar
Posted: 06.aug 2014, 10:34
frá Henning
Þessi dama er mjög sanngjörn
eva.atlanta@live.com