Síða 1 af 1

er að spá í Patrol 2004-2006

Posted: 24.júl 2014, 15:23
frá Númi
Góðan daginn,
Er að velta fyrir mér Patrol 2004-2006 óbreyttum. Þekki þessa bíla ekki neitt, en hef átt Pajero, D-Max og Toyota Tacoma. Er eitthvað sérstakt sem þarf að hafa í huga varðandi vél eða annað? Ég er búinn að fara í gegnum ansi mikið af þráðum og leita að eyðslutölum fyrir 3.0 sjálfskiptan en það virðist flest eiga við breytta bíla. Miðað við stærð bílsins þætti mér líklegt að eyðslan væri ca 12-14 í blönduðum akstri en það er kannski vægt áætlað.
kv.
Númi

Re: er að spá í Patrol 2004-2006

Posted: 25.júl 2014, 09:25
frá jongud
Það voru einhverjar innkallanir vegna spíssa á fyrstu árunum eftir að 3ja lítra common-rail vélin kom í Patrol. En þeir ættu að hafa verið búnir að komast fyrir svoleiðis barnasjúkdóma 2004. Spurning um að leita á netinu að "recall" tilfellum eða hafa samband við umboðið eða verkstæði.

Re: er að spá í Patrol 2004-2006

Posted: 25.júl 2014, 09:46
frá Númi
takk fyrir það.

Re: er að spá í Patrol 2004-2006

Posted: 25.júl 2014, 21:42
frá Magni
Tengdaforeldrar mínir áttu svona bíl. 12l í blönduðum er bjartsýn tala því miður. Það er frekar 14-16l

Re: er að spá í Patrol 2004-2006

Posted: 26.júl 2014, 01:18
frá smaris
Áður en keyptur er Patrol af þessum árgerðum er mjög gott að fá staðfest að búið sé að athuga með boltana sem halda olíudælunni. Þeir hafa átt það til að losna í yngri bílunum með tilheyrandi tjóni á vél.