Síða 1 af 1

Núllstilla vélatölvu

Posted: 24.júl 2014, 15:19
frá Sira
sælir
Græðir maður eitthvað að núllstilla vélatölvu t.d eins og hjá mér í Trooper
það er ekkert að .
Var að lesa þetta á áströlskum þráð í sambandi við aflaukningu þar er skrifað
að taka geymasambönd af yfir eina nótt og núllstilla tölvuna í bílnum
hvort eitthvað breytist

http://forum.australia4wd.com/index.php ... itted-one/

hvert er álit manna
k.v
S.L

Re: Núllstilla vélatölvu

Posted: 24.júl 2014, 16:53
frá Sævar Örn
Til hvers að gera það ef ekkert er að, oft núllstillir maður tölvu ef vélarljós logar til að fullvissa um að villa sé til staðar eða hvort hún sé föst í minni tölvunnar. Þetta er þó ekki hægt á allra nýlegustu bílum en líklega á bíl eins og þínum

Re: Núllstilla vélatölvu

Posted: 24.júl 2014, 18:21
frá jongud
Það sem þú gætir grætt á því er að vélartölvan mun líklega eftir núllstillinguna mæla alla stuðla upp á nýtt og "læra" að stilla vélina eftir því hvað skynjararnir segja. En ég held reyndar að flestar nýrri tölvur geri það stöðugt hvort eð er.

Re: Núllstilla vélatölvu

Posted: 24.júl 2014, 23:50
frá grimur
Þeir bílar sem ég hef átt láta oftast mjög asnalega, prumpa og koka, strax eftir svona núllstillingu.
Eftir smá rúnt er tölvan búin að laga það helsta en er að fínstilla sig næstu daga í notkun.
Tölvan í 2002 toyotunni minni er alltaf að laga til LongTermFuelTrim eftir eldsneyti, ástandi á loftfilter o.s.frv.

Á ekki von á að núllstilling lagi neitt sem er ekki bilað.
Undantekningin gæti verið Range Rover, en það er víst nauðsynlegt að rífa geymasamböndin reglulega af í þeim eðalvögnum.

kv
G