Síða 1 af 1
Týpunúmer á 800kg púða
Posted: 21.júl 2014, 22:49
frá grimur
Sælir spjallverjar
Ég er búinn að gúggla mig alveg gráhærðan og ekkert gengur að finna týpunúmerið á 800kg Firestone púðanum sem hefur verið notaður töluvert hérna.
Dæmi um Firestone númer:
W01-358-5311
Styttri númer geta átt við t.d. bara gúmmíbelginn, en þetta 10 stafa númer inniheldur upplýsingar um botnana líka.
Ef einhver er með svona púða tiltækan og getur smellt þessu inn, þá væri það alger snilld :-)
kv
Grímur
Re: Týpunúmer á 800kg púða
Posted: 21.júl 2014, 23:14
frá Totimagg
var að skifta um ein á honum stóð W01-358-9327
þeir eru til hjá landvélum
kv Tóti
Re: Týpunúmer á 800kg púða
Posted: 21.júl 2014, 23:49
frá grimur
Takk fyrir þetta, mér hefur einmitt blöskrað verðið á þessu, hvar sem það hefur verið.
Var búinn að finna öðruvísi púða, 3ja blöðru convoluted, sem mér leist bærilega á með 10" slaglengd á innan við $100 stykkið.
Fann þessa gömlu góðu á $211/stykkið í USA. Það er skömminni skárra en hér.
Það er eitthvað djúpt á datasheet fyrir þá samt, allavega gengur mér ekkert að gúggla það. Virðist vera sjaldgæf týpa.
kv
G
Re: Týpunúmer á 800kg púða
Posted: 22.júl 2014, 02:24
frá svarti sambo
Re: Týpunúmer á 800kg púða
Posted: 22.júl 2014, 21:07
frá grimur
Neibb. Datasheet er til fyrir næstum alla aðra púða. En ekki þennan.
Re: Týpunúmer á 800kg púða
Posted: 22.júl 2014, 22:52
frá svarti sambo
Re: Týpunúmer á 800kg púða
Posted: 23.júl 2014, 00:58
frá grimur
Númerið er komið hérna fyrir ofan, en datasheet er það sem ég var í raun að leita að.
Vantaði númerið til að finna datasheet, en þar sem þetta er einhverskonar einhyrningurliggur það ekki alveg á lausu...
kv
G
Re: Týpunúmer á 800kg púða
Posted: 23.júl 2014, 04:30
frá svarti sambo
Þetta er það sem ég komst næst því.
http://www.bizrate.com/automotive-parts ... Bcode.htmlFann svo sem helling, en veit ekki með það. En ég hef grun um að það sé komið annað númer á þessa púða.
Re: Týpunúmer á 800kg púða
Posted: 23.júl 2014, 23:12
frá grimur
Já það gæti hugsast.
Fann þetta einmitt á rétt rúma $200 á tveimur stöðum.
Það er ekki slæmt, var að spá í að maður gæti rakið sig að nýja númerinu með því að leita eftir spekkunum á þeim gömlu...
...og það sem væri enn fróðlegra, að finna púða sem eru framleiddir annars staðar en hjá Firestone en í sama form faktor og spekkur.
Re: Týpunúmer á 800kg púða
Posted: 24.júl 2014, 03:46
frá svarti sambo
Fæ ekki betur séð en að númerið sem um ræðir, sé orðið þetta: FIRESTONE W01 D08 9310
Hér er svo eitthvað um hann, ásamt fleiri framleiðandum:
http://www.yoyoparts.com/oem/5437331/fi ... pplicationHér er eitthvað góðgæti:
http://airsprings.cd-inc.co.uk/en/downloads/3.pdfHér er svo eitthvað meira um hann:
http://www.pirate4x4.com/forum/land-rov ... -90-a.html
Re: Týpunúmer á 800kg púða
Posted: 24.júl 2014, 08:10
frá grimur
Geggjað, takk fyrir þetta!
Flott infó, þá er bara að finna svona púða á flottu verði :-)