Síða 1 af 1

Að ná tjöruhreinsislykt úr gólfmottum?

Posted: 20.júl 2014, 11:47
frá aggibeip
Sælir meistarar.

Ég var að þrífa bílinn og þreif motturnar (sem eru bara gúmmí mottur) með tjöruhreinsi og háþrýsti skolaði svo á eftir. En lyktin af tjöruhreinsinum er búin að festa sig í mottunum. Ég prufaði að skrúbba þær upp úr uppþvottalegi en lyktin fór ekki..

Nú kem ég til ykkar og spyr: Hafið þið einhver góð ráð til að ná þessari lykt úr mottunum?

Mbk.
Agnar Sæmundsson

Re: Að ná tjöruhreinsislykt úr gólfmottum?

Posted: 22.júl 2014, 22:41
frá grimur
Ætli einn dagur í brakandi sól nái ekki að eima mesta fnykinn úr þeim....

Re: Að ná tjöruhreinsislykt úr gólfmottum?

Posted: 22.júl 2014, 23:34
frá olei
Gætir fengið þér hund:
viewtopic.php?f=2&t=25949


Annars kann ég ekkert ráð við þessu. Þvoði teppi í bíl með olíuhreinsi og háþrýstidælu og lyktin var í bílnum mánuðum saman. Ekkert að því margt verra en smá olíuhreinsir.

Re: Að ná tjöruhreinsislykt úr gólfmottum?

Posted: 23.júl 2014, 00:55
frá grimur
Það er helvítis fnykurinn af white spirit sem hvarfast einhvern veginn við vatn sem er óþolandi.
Svona eins og kemur af white spirit-blautum tuskum sem lenda í vatni.
Mismunandi eftir "olíuhreinsum"(hmmm þetta er nú líklega ekki orð) hvort þetta kemur af þeim eða ekki.

kv
Grímur

Re: Að ná tjöruhreinsislykt úr gólfmottum?

Posted: 23.júl 2014, 22:06
frá lilli
Ég myndi prófa að þvo þær aftur með Undra, það er ansi góður hreinsir (og lyktar betur) sem er líka mun vatnsleysanlegri en þessi White Spirit olíuhreinsar sem ég btw hætti að nota fyrir mörgum árum eftir að hafa prófað Undrann! =)