Land Cruiser 90 GX/LX munur á þeim?


Höfundur þráðar
s17
Innlegg: 5
Skráður: 16.apr 2013, 22:50
Fullt nafn: Sigurður Þráinn Unnarsson

Land Cruiser 90 GX/LX munur á þeim?

Postfrá s17 » 18.júl 2014, 01:08

Góða kvöldið,
Nú er ég í miklum pælingum að fara að kaupa ferða/veiðijeppa og hef augastað á 2 bílum. Rak hins vegar augun í það að það er ekki sama týpa af bíl, því er mér spurn ef einhver vildi vera svo góður að segja mér hver er munurinn á þessu?
Er þetta aðallega útlitslega séð eða býr eitthvað meira að baki varðandi aukabúnað og svoleiðis? Þetta eru sem sagt báðir 1999 árgerð af 90 bílnum, annar LX og hinn GX :)




Höfundur þráðar
s17
Innlegg: 5
Skráður: 16.apr 2013, 22:50
Fullt nafn: Sigurður Þráinn Unnarsson

Re: Land Cruiser 90 GX/LX munur á þeim?

Postfrá s17 » 18.júl 2014, 01:11

Og auðvitað ef einhver er í hugleiðingum um að selja svona bíl óbreyttan, eða 33" breyttan má hann/hún alveg prófa að senda mér skilaboð.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Land Cruiser 90 GX/LX munur á þeim?

Postfrá grimur » 18.júl 2014, 01:50

Þetta var aðallega innréttinga/raftækja gadget munur, og eitthvað held ég að plöstin hafi verið mismunandi á þeim.

Minn er 2002 módel, VX bensín.
Þar er leður og rafmagn í flestu, og plöst sem líkjast 33" köntunum á fyrri árgerðum ótrúlega mikið, en klæða hliðarnar alveg lengdina á bílnum.
Cruise control, þakbogar(svona langsum dæmi) og sjálfsagt eitthvað fleira smálegt.
Einhver sagði að það hefðu verið tausæti í þeim öllum(líka VX) fram til 1999 eða 2000, ég sel það alls ekki dýrar en ég keypti það, en það passar samt ef maður skoðar VX bíla frá 96-98 á bilasolur.is, að þeir eru ekki með leðursæti.

kv
Grímur

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Land Cruiser 90 GX/LX munur á þeim?

Postfrá jongud » 18.júl 2014, 09:07

Sjá hérna fyrir 2002 árgerð;
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/704697/
" Staðalbúnaður í LX er m.a. sex diska geislaspilari með níu hátölurum, sex loftpúðar, skriðstilling, viðarinnrétting og leðurklætt stýri...
Í GX bætist að auki við 17 tommu álfelgur, handvirk loftkæling, brettakantar og varadekkið er komið undir bílinn...
Í flaggskipinu VX er síðan að auki leðuráklæði, þrjár sætaraðir fyrir átta manns, tvöföld sjálfvirk loftkæling og TEMS-fjöðrunarbúnaður.
Hann fæst eingöngu sjálfskiptur "


EDIT
Hérna er eitthvað um 1999 módelið;
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/489365/


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Land Cruiser 90 GX/LX munur á þeim?

Postfrá olafur f johannsson » 18.júl 2014, 10:45

það er aðalega munur á að gx er með kastar framan rafmagn í speglum og rafmagns loftnet álfelgur og orginalbretakanta og toppboga
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Land Cruiser 90 GX/LX munur á þeim?

Postfrá grimur » 18.júl 2014, 12:38

Þarna er verið að rugla saman 90 og 120 bílnum (mbl greinin, bíllinn var kynntur sem nýr 90 cruiser).
Það er töluvert meira hlaðið í 120 bílinn.


Elítan
Innlegg: 38
Skráður: 11.feb 2014, 19:18
Fullt nafn: Hlynur St Þorvaldsson
Bíltegund: Land Cruser

Re: Land Cruiser 90 GX/LX munur á þeim?

Postfrá Elítan » 19.júl 2014, 15:52

Þeger þeir komu nýjir voru lx ekki með samlituðum stuðurum og ekki með þokuljósum í stuðurunum, þá var ekki hægt að fá auka sætinn í LX en var aukabúnaður í GX. síðan voru helingur af aukahlutum sem voru í boði fyrir gx og vx en ekki lx.

en margir hafa síðn orðir sér út um þessa hluti í lx enda er sama rafkerfið í þeim ōllum þarft bara að nenna smà leit stundum til að finna rétta skottið.


Siggi_F
Innlegg: 65
Skráður: 18.jan 2012, 11:02
Fullt nafn: Sigurður Freysson

Re: Land Cruiser 90 GX/LX munur á þeim?

Postfrá Siggi_F » 21.júl 2014, 14:48

Mig minnir að LX hafi ekki verið með ABS í fyrstu árgerðunum


einsik
Innlegg: 116
Skráður: 24.jún 2011, 19:15
Fullt nafn: Einar S. Kristjánsson

Re: Land Cruiser 90 GX/LX munur á þeim?

Postfrá einsik » 21.júl 2014, 17:07

Lx er ekki með ABS Í 99 módel amk. Þeir komu alveg kanntalausir og gott ef þeir voru ekki á öðrum hlutföllum en Gx/Vx.
Einar Kristjánsson
R 4048


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir