Fellihýsi stærri felgur


Höfundur þráðar
jonmundur
Innlegg: 15
Skráður: 25.aug 2011, 18:09
Fullt nafn: Jónmundur Gunnar Guðmundsson

Fellihýsi stærri felgur

Postfrá jonmundur » 17.júl 2014, 11:27

Ég er með Fleetwood Santa Fe fellihýsi sem búið er að hækka upp en er enn á orginal felgum dekkjum 13".
Vitið þið hvort maður geti fengið felgur fyrir stærri dekk 15-17" með gatadeilingu sem gengur upp?

Kv.
Jonni




ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Fellihýsi stærri felgur

Postfrá ivar » 17.júl 2014, 12:58

Finnst það mjög líklegt. Gætir sennilega fengið mun fleiri svör ef þú mælir gatadeilinguna.


halldorrj
Innlegg: 61
Skráður: 01.maí 2011, 21:58
Fullt nafn: Halldór Rúnar Júlíusson

Re: Fellihýsi stærri felgur

Postfrá halldorrj » 18.júl 2014, 18:32

það er alveg fáránleg gata deiling á þeim, minnir að það sé 5*67-68


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Fellihýsi stærri felgur

Postfrá grimur » 18.júl 2014, 19:29

2 5/8" kannski....það er ansi fáránlegt já.

Kannski hjálpar þetta við að koma þér á sporið með hvað þetta er:
http://www.etrailer.com/Tires-and-Wheels/Americana/AM20232.html

kv
Grímur

User avatar

dragonking
Innlegg: 165
Skráður: 12.des 2010, 15:42
Fullt nafn: Davíð Freyr Jónsson

Re: Fellihýsi stærri felgur

Postfrá dragonking » 20.júl 2014, 22:41

Þú verður að hafa eitt gat á milli þegar þú mælir 5 gata felgu,,,, :) þannig að þetta er örugglega nær 5*100 eða 5*114,3
Davíð Freyr

Jeep Grand Cherokee ZJ '98 5.9L 46"
VW Golf '99 1.6L
Yamaha WR450F 2004
Subaru Impreza 2.0L SELDUR!!!
GMC Sierra 2500 6.0L vortec SELDUR!!!
Nissan Patrol Y60 2.8L 38" SELDUR!!!
Trans Am '98 LS1 5.7L Grár SELDUR!!!

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Fellihýsi stærri felgur

Postfrá Stebbi » 21.júl 2014, 02:17

Mörg af þessum fellihýsum eru með litlu 5 gata deilinguna, felgur undan Cherokee hafa verið vinsælar í svona lagað.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


silli525
Innlegg: 109
Skráður: 27.okt 2011, 08:54
Fullt nafn: Sigvaldi Þ Emilsson

Re: Fellihýsi stærri felgur

Postfrá silli525 » 21.júl 2014, 10:14

Ég á svona Santa Fe og lét mæla gatadeilinguna þegar ég keypti dekk undir það um daginn og var mér sagt að þetta væri litla deilingin eða 5 x 114.3


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir