Síða 1 af 1

38" dekk 17 eða 18 tommu felgur

Posted: 14.júl 2014, 21:24
frá Óttar
Hefur einhver keyrt á 38" dekkjum fyrir 17" eða jafnvel 18" felgur? Ætli þetta skipti miklu máli þegar loftið er orðið lítið í dekkjunum VS 15" dekk?

Re: 38" dekk 17 eða 18 tommu felgur

Posted: 14.júl 2014, 21:49
frá Andri M.
verður gaman að sjá hvað spekingarnir segja, hef sjálfur verið að pæla í því sama þar sem maður sér að 17" felgunum fer ört fjölgandi á breyttum bílum í dag,

persónulega finnst mer ekki flott að sjá 35-38" bíl á 17 og eða 18" felgum

Re: 38" dekk 17 eða 18 tommu felgur

Posted: 14.júl 2014, 21:57
frá Óttar
Nei svo er það útlitið:) ég nefninlega kem ekki minna en 17 hugsanlega 16,5 er ekki viss nema breyta bremsum

Re: 38" dekk 17 eða 18 tommu felgur

Posted: 14.júl 2014, 23:27
frá svarti sambo
Þetta er bara eins og að keyra á low-profile dekkjum, varðandi stöðuleika. Persónulega held ég að það sé ekki sniðugt að setja minni dekk, en 38-39" dekk á svoleiðis felgu. En mér var bent á það, þegar að ég var að láta gera fyrir mig aðrar felgur, að 15" dekkin færu að detta út bráðum, þar sem að felgurnar undir bílum í dag, væru alltaf að stækka. Er á F350 og ég finn ekkert að þessu, enda myndi ég nota stærri dekk til að fara á fjöll og til að vera í einhverjum úrhleypingum. Þetta fer líka allt eftir stærð bíla og þyngdar. Virkar fínt hérna neðanjarðar. Ef að þú ert á einum af þessum stóru fordum eða sambærilegum bíl, þannig bíll byrjar ekki að samsvara sér á minni dekkjum, en 38", þar sem að menn eru að spá í lúkkið.

Re: 38" dekk 17 eða 18 tommu felgur

Posted: 15.júl 2014, 00:36
frá Kiddi
Hef ekki prófað, en á 38" hefði ég áhyggjur af því að reka grjót upp í felguna í vetrarferðum (nógu auðvelt er það á 15" felgum!)

Re: 38" dekk 17 eða 18 tommu felgur

Posted: 15.júl 2014, 11:11
frá Freyr
Hef ekki prófað þetta en svona stór felga í ekki stærra dekki en 38" skerðir belginn umtalsvert sem gerir dekkið stífara og dregur úr snertifletinum sem það býður upp á við úrhleypingu. Undir alhliða ferðabíl sem stundum er notaður eitthvað í snjó þætti mér þetta e.t.v. sleppa til en ef það á að nota hann að ráði í snjó færi ég ekki þessa leið. Undir hvernig bíl er þetta annars?

Re: 38" dekk 17 eða 18 tommu felgur

Posted: 15.júl 2014, 13:04
frá Óttar
Vona að ég verði ekki skotinn í kaf en þetta er undir VW Touareg

Re: 38" dekk 17 eða 18 tommu felgur

Posted: 15.júl 2014, 13:10
frá svarti sambo
Mikið hlýtur þú að vera efnaður, að geta rekið Touareg. Miðað við það sem ég sé og upplifi, varðandi þessa bíla.

Re: 38" dekk 17 eða 18 tommu felgur

Posted: 15.júl 2014, 15:57
frá Freyr
Óttar wrote:Vona að ég verði ekki skotinn í kaf en þetta er undir VW Touareg


Alls ekki skotinn í kaf, það er frábært að menn skuli fara óhefðbundnar leiðir í þessu jeppasporti!

Re: 38" dekk 17 eða 18 tommu felgur

Posted: 15.júl 2014, 16:22
frá joisnaer
Óttar wrote:Vona að ég verði ekki skotinn í kaf en þetta er undir VW Touareg


það væri nú gaman að sjá mynd af svona bíl breyttum. hef allavega aldrei séð þannig

Re: 38" dekk 17 eða 18 tommu felgur

Posted: 15.júl 2014, 20:26
frá Óttar
Hann er á 33" í dag en langar að fara lengra með hann. Þessi jeppadella fer svona með mann :)

Re: 38" dekk 17 eða 18 tommu felgur

Posted: 15.júl 2014, 22:50
frá grimur
Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá Cayenne "jeppann" var hvernig hann kæmi út á 38".
Enn hefur ekki verið farið í það svo ég viti...sjáum til.