Fellihýsi


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Fellihýsi

Postfrá ivar » 14.júl 2014, 11:14

Sælir allir.

Mig langaði að fá hjá ykkur ráð varðandi fellihýsi. Fjölgar alltaf hjá manni smábörnunum svo eh þarf ég að gera til að halda í ferðalögin. Ég er að verða kominn inná fellihýsi þar sem hjólhýsi er ekki hentugt utan vega (að ég held) og finnst tjaldvagn ekki nægilega mikill þægindaauki m.v. að vera hvort sem er með eh dinglandi aftan í mér. Á ferðalögum erum við á F350 á 41/46" dekkjum svo þyngd og stærð hefur lítil áhrif. Vorum búin að kíkja á Rockwood utanvegahús og fleetwood E3 en er pínu hræddur við þetta allt.

Þar sem við ferðumst mest utan þjóðvegar og er gjarnan ekki á tjaldstæði þyrfti svona vagn að vera nokkuð óháður 220v rafmagni og þarf að þola malarvegaskrölt ásamt hóflegum ám.

Eru yfir höfuð einhverjir vagnar sem þola þetta og munar á milli hvort þeir séu off-road eða ekki?
Get alveg tekið mig til og stækkað dekk og sett gorma/púða og annað smálegt ef þarf.

Þá hafa sölumenn verið að sannfæra mig um að tegundir séu mis góðar og mis vandaðar. Er eh til í þessu og hverjar þeirra eru skárstar? Rockwood, Starcraft, fleetwood o.s.fv.

Hvað þarf að passa til að upplifunin mín af þessum skuldahölum verði bærileg :)
Miðstöð, galvaniseruð grind, undirvagn, tegund og árgerðir o.s.fv.

Hlakka til að fá ráð og reynslusögur... og boð um vagna til kaups ef því er að skipta :)



User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Fellihýsi

Postfrá Magni » 14.júl 2014, 11:43

Mér lýst vel á Rockwood. Með þessu helsta sem maður þarf. : http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=3
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Fellihýsi

Postfrá svarti sambo » 14.júl 2014, 12:00

Ég hef aldrei átt neitt annað en coleman-Fleedwood, ástæðan fyrir því er tjaldið í vagninum. Mér skyldist á sínum tíma að þetta væru einu vagnarnir sem myndu ekki sagga að innan, vegna efnisins í tjaldinu. Færi í E3, ef ég væri að hugsa um svona í dag. Man ekki hvort að grindin í þeim sé galvinseruð, en myndi þá bara láta ryðverja hana í staðinn. Einnig hefur mér fundist þau halda sér betur, miðað við árg. Er farinn úr tuskuhúsunum og er kominn með sígaunahreysi í dag ( hjólhýsi ).
Fer það á þrjóskunni


andrifsig
Innlegg: 8
Skráður: 11.jan 2013, 11:36
Fullt nafn: Andri Freyr Sigurðsson

Re: Fellihýsi

Postfrá andrifsig » 14.júl 2014, 15:08

Mæli með því að sleppa því að fá sér aftanívagn Ef þú ert á F350 þá er bara að skella sér í ekki of stóran camper og hafa svo kúlutjald fyrir börnin.

Hægt er að setja fortjald á camperinn og stækka þannig rýmið svo um munar.

Svo ef krakkarnir eru í sértjaldi, þá býður það uppá meira prívat fyrir þá fullorðnu...;)

kv,
Andri Freyr


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Fellihýsi

Postfrá ivar » 14.júl 2014, 19:19

Já, það var búið að benda mér á þetta og ég hugsa aðeins um þessa lausn.
Hún hefur tvo mjög stóra galla sem draga mig frá þessari lausn.
Hún hentar aðalega fyrir 2 en þegar aftursætin eru notuð fyrir smábörn er ekkert pláss neinstaðar fyrir allan farangurinn og tala nú ekki um barnavagn.
Hitt atriðið er að þegar þú vilt keyra gróft og hratt eða í vondum aðstæðum getur þú tekið vagnin aftanúr eða geymt hann á tjaldstæði en ég væri alltaf fastur með pallhýsið.

Þegar börnin ná 5-10 ára aldri færi ég mig bara aftur í stóra tjaldið sem við keyptum í fyrra.
http://www.youtube.com/watch?v=dieBlkvMLVE


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Fellihýsi

Postfrá Sæfinnur » 15.júl 2014, 07:11

Ég hef verið í svipuðum spádómum og sá áhugaverða lausn nýlega, það er Fleetwood Prowler 21 Feta fifth wheel hjólhýsi. Þetta er á tveim hásingum.hátt undir það og stutt fyrir aftan hjól, þú yrðir sjálfsagt að hækka það enn meira fyrir upphækkaðann bíl. Þetta er ótrúlega lítið fyrir "fifth wheel" hýsi (hvað á maður að kalla fifth wheel vagn á íslensku). Að öllum líkindum gott að draga það þar sem verulegur hluti af því liggur á bílnum og lítur út fyrir að það ætti að vera hægt að fara með þetta á alla venjulega fjallvegi a.m.k. Það sem ég veit ekki er hvað tengið við stólinn á pallinum tekur mikið brot þegar verið er að klöngrast upp einhverja bakka o.þ.h. Eins veit maður ekki hvað innréttingarnar þola að hristast með þetta á vondum vegum. Það sem ég veit þó af reynslunni er að það fer mikklu mun betur um það sem er á aftanívagni á tveim hásingum heldur en einni. og ég er búinn að þvælast með kamper á pallinum um öll öræfin síðustu 10 árin og hann hangir enn saman. Það væri gaman að heyra ef einhver hefði reynslu af að draga svona vagn.
Með bestu kveðjum Stefán Gunnarsson


andrifsig
Innlegg: 8
Skráður: 11.jan 2013, 11:36
Fullt nafn: Andri Freyr Sigurðsson

Re: Fellihýsi

Postfrá andrifsig » 15.júl 2014, 09:33

Hvað með svona lausn?

http://www.livinlite.com/camper-overview.php

Vonandi að tengillinn virki...

Fer væntanlega ekkert fyrir þessu. Spurning þó um að skipta tjaldinu út fyrir eitthvað annað efni sem þolir íslenska veðráttu betur.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Fellihýsi

Postfrá Freyr » 15.júl 2014, 11:57

Sæll vinur

Hér eru nokkrar góðar hugmyndir fyrir þig m.v. núverandi þróun í þessum málum hjá þér ;-)

Image

Image

Kv. Freyr


stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Fellihýsi

Postfrá stjanib » 16.júl 2014, 01:39

Ég hef átt 2 rockwood 2006 og svo 2011 og mæli hiklaust með þeim, ef ég fæ mér annað þá verður það aftur rockwood. 2011 hýsið hafði galv grind og betri miðstöð sem var með heitu vatni. Eitt annað sem rockwoodinn hefur er að það hiti í dýnum sem að mig minnir að hin hafa ekki.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Fellihýsi

Postfrá ivar » 16.júl 2014, 09:34

Já, ég var búinn að skoða svona Rockwood og sölumaðurinn talaði með því. Sagði þau vandaðri en eh tvær tegundir sem ég man nú ekki hverjar voru.
Held að galvaniseruð grind sé mjög gagnlegt í utanvegahýsi sem er alltaf grjótbarið.


Unnar
Innlegg: 56
Skráður: 07.mar 2010, 21:44
Fullt nafn: Unnar Steinn Jónsson

Re: Fellihýsi

Postfrá Unnar » 16.júl 2014, 12:46

Hér er eitt sem er með flestum þægindum og er upphækkað til geta farið af þjóðvegi 1 lika.

viewtopic.php?f=33&t=25570


gunnlaugurs
Innlegg: 24
Skráður: 14.maí 2013, 21:45
Fullt nafn: Gunnlaugur Sigurjónsson

Re: Fellihýsi

Postfrá gunnlaugurs » 17.júl 2014, 12:44

Ég er með Rockwood 2011 off road hýsi og er mjög ánægður með það. Valdi það framyfir Fleetwood vegna þess að kunningi minn sem átti slíkt seldi það og fékk sér Rockwood þar sem Fleetwood hýsið fylltist allt af ryki á vegunum. Rockwood hýsið er með galvaniseraðri grind. Stuðningsfætur og trappa eru einnig galvaniseruð en þar er farið að sjá í ryðbletti, hvergi sér þó á ryð á grindinni. Góð miðstöð og heitt vatn. Ef þú ert í rafmagni þá er hiti í dýnum sem er mjög þægilegt. Ég byrjaði á því þegar það var nýtt að láta setja undir það loftpúða, treysti ekki stuttu orginalfjöðrunum í fjallvegaakstur. Setti einnig á það grjótgrind svo það yrði ekki allt grjótbarið. Dró það í byrjun á LC90 á 38 tommu dekkjum en í sumar á Ford F350 á 42 tommum. Fordinn hefur mun minna fyrir drættinum, Cruiser þurfti oft að erfiða í brekkum. Þegar ég hef keyrt það á fjallvegum hef ég farið hægt yfir, held að innréttingar þoli ekki mikinn hristing. Ekkert hefur gefið sig hingað til. Hef reyndar ekki farið mikið á fjallvegi með það, vel frekar að setja það upp í útkannti hálendis og fara í dagstúra. Hvað ár vaðar þá hefur ekkert vandamál verið að fara inn í Þórsmörk, í Bása, með það. Vandamálið með fellihýsi er að þau eru ekki sérlega skemmtileg í roki. Ég er því dálítið spenntur fyrir að fara í camper nú þegar ég er kominn á pallbíl.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Fellihýsi

Postfrá ivar » 17.júl 2014, 12:56

Þetta er með mikilvægari svörunum þar sem ég hef verið að detta inná þessa línu. Rockwood off-road með kassa framaná ef hægt er.

Hvernig gekstu frá loftpúðum og er loftkerfið alveg til friðs? boltaðir þú bara stífur í grindina?
Hef spáð líka í gormum þar sem þeir leka ekki lofti og setja kannski örlítið belgmeiri dekk og keyra bara með þau lin á mölinni.

Síðan talar þú um að þau séu leiðinleg í roki. Hvað er það sem er leiðinlegt við þau og hversu mikið rok þarf til að þau séu orðin leiðinleg.

Lokaatriðið er svo hvort það sé einhver munur á off-road húsum og venjulegum frá rockwood annað en undirvagninn. Gæti ég ekki tekið 12feta rockwood og sett púða og verið með fínt off-road hús?


gunnlaugurs
Innlegg: 24
Skráður: 14.maí 2013, 21:45
Fullt nafn: Gunnlaugur Sigurjónsson

Re: Fellihýsi

Postfrá gunnlaugurs » 17.júl 2014, 14:27

Er með Rockwood off road með geymslunni framaná. Loftpúðarnir voru settir undir hjá Breyti þar sem ég er ekki liðtækur í málmsmíði. Þar sem grindin er galvaniseruð voru smíðuð brachet sem voru boltuð á grindina. Það hefur ekki lekið lofti nema þegar það hefur staðið óhreyft allan veturinn. Loftpúðar eru snilld undir fellihýsi, mikilvægt er að þau standi sem mest í lóð þegar tjaldað er, með loftpúðnum hækkar maður eða lækkar þar til það stendur hnífjafnt, þá er ekkert vandamál með að setja hurðina í. Án púða þarf maður helst að vera með einhverjar skábrautir til að keyra það upp á til að jafna halla. Fékk mér ekki stærri dekk þar sem off road dekkin eru ágætlega belgmikil. Hef hleypt úr þeim þegar grófir vegir eru keyrðir. Það liggur mjög vel á loftpúðunum og tekur allar ójöfnur vel.
Varðandi rok þá finnst mér alltaf leiðindasláttur í því þegar vindur er komin í svona 6 m/s eða svo. Hef lent í 12-15 m/s í því og þá verður manni ekki svefnsamt, að minnsta kosti sef ég þá ekki vel. Eftir síðustu slíka nótt setti ég augu á hornin á því til að geta spennt það niður í roki. Vandamálið við það er hins vegar að þá kemur átak niður á þakið sem hangir uppi á einum vír þannig að það er sennilega ekki skynsamlegt að staga það í jörðina. Þyfti helst að staga það í eitthvað sem er jafnhátt hýsinu, tré eða bíl.
Varðandi off road eða ekki off road sem settir eru púðar undir þá þekki ég það ekki nógu vel. Galli við off road hýsin er þyngdin í grindinni. Hvort grindin í hinum sé nægjanlega sterk þá veit ég það ekki. Eins veit ég ekki hvort það er einhver munur á styrkleika innréttinga og kassans sjálfs milli gerðanna. Að minnsta kosti myndi ég í dag alveg hiklaust velta þeim möguleika fyrir mér að fá mér venjulegt hús og byggja undir það góða fjöðrun, sparar þá einhverja tugi eða hundruða kílóa.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Fellihýsi

Postfrá ivar » 17.júl 2014, 15:34

Já, ég sé að "eins" hús muna 150-200kg hvort þau eru offroad eða ekki. Ætli það liggi ekki allt í undirvagninum?
Síðan er spurning hvort það sé ekki betra að hafa þetta öflugt ef það á að hnoðast með þetta á annað borð.
Kannski maður hætti að skoða 12fet og fari bara í 10feta offroad rockwood. Það er svona stefnan núna.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Fellihýsi

Postfrá grimur » 18.júl 2014, 02:12

Ég er að endursmíða Palomino fellihýsi sem ég fékk fyrir ekki neitt....það var annað hvort að keyra það í Furu eða taka það í gegn.
Nískan hafði vinninginn.
Í stuttu máli sagt þá er alveg með ólíkindum að þetta skuli lafa saman eins og þessu er hrækt saman.
Kínversk húsgögn úr Rúmfatalagernum eru að mörgu leyti sambærileg og á köflum listasmíð miðað við þetta.

Ég þekki ekki grindur í öðrum hýsum, en þessi sem ég er með er ekki galvaniseruð og eiginlega alveg liðónýt, lagði lágmarks vinnu í hana vegna þess að ég mun smíða almennilega grind undir það(sem er tiltölulega lítið mál þar sem það er bara boltað á með 16 8mm borðaboltum) ef ég verð ánægður með allt hitt. Sjáum til með það.
Sæmileg grind er ekki mikið þyngri en þetta orginal skran, bara sett saman úr prófílum og burðurinn hannaður þannig að það myndist ekki óþarfa álagspunktar.

Mig grunar að þetta hjálpi svosem ekki neitt, en skoðaðu allavega að finna hýsi með galvaniseraðri grind, þá er ryð allavega ekki að veikja hana...ryð myndast einmitt fyrst á álagspunktunum útaf spennum í efninu og hreyfingu.

kv
Grímur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 69 gestir