Síða 1 af 1

Centerforce kúplingar

Posted: 09.júl 2014, 18:05
frá AGun
Góðan dag.

Hefur einhver hér reynslu af Centerforce kúplingum í jeppa? Mér skilst að þær haldi vel en geti verið dálítið þungar/stífar að stíga á. Eins skilst mér að þær hafi verið til í a.m.k. 3 mismunandi "stífleikum" eða "styrkleikum". Því stífari/þyngri að stíga á því betur héldu þær hef ég heyrt. Er hundleiðinlegt að kúpla þessum stífari kúplingum? Kostir/gallar?
Eru kannski aftermarket kúplingar (t.d. frá AB) nógu góðar fyrir gamlan 38" jeppa sem er lítið notaður við erfiðar aðstæður?

Takk, takk.
Axel

Re: Centerforce kúplingar

Posted: 09.júl 2014, 19:02
frá villi58
Ég er með Centerforce í Hilux sem er 30% stífari en orginal, fann lítinn mun á þyngt að stíga á kúplingu.
Það fer eftir afli í mótor hvaða kúpling hentar, valdi 30% stífari eftir að túrbínan fór í hjá mér.

Re: Centerforce kúplingar

Posted: 09.júl 2014, 19:28
frá AGun
Ég get kannski fengið eina sem á að vera 60% stífari en orginal en svo á að vera til enn stífari að ég held. Sú sem ég get fengið er sem sagt í miðjunni af stífleikunum þremur eins og ég skil þetta, held að þær séu 30, 60 og 90%.
Þetta er bara 2,4 bensín bíll sem ég er með svo hún er kannski óþarflega stíf/sterk fyrir hann eða hvað?

Re: Centerforce kúplingar

Posted: 09.júl 2014, 20:55
frá villi58
AGun wrote:Ég get kannski fengið eina sem á að vera 60% stífari en orginal en svo á að vera til enn stífari að ég held. Sú sem ég get fengið er sem sagt í miðjunni af stífleikunum þremur eins og ég skil þetta, held að þær séu 30, 60 og 90%.
Þetta er bara 2,4 bensín bíll sem ég er með svo hún er kannski óþarflega stíf/sterk fyrir hann eða hvað?

Mundi taka 30% stífari, held að þú hafir ekkert með 60% stífari.
En auðvitað fer eftir hvernig notkunnin hjá þér hvað þú sættir þig við.
Kanski hægt að skipta um þrælinn, fá einhvern hraustari.

Re: Centerforce kúplingar

Posted: 09.júl 2014, 22:11
frá AGun
Takk fyrir svörin. Málið er að ég get líklega bara fengið 60% stífari en ekki 30% sem ég hefði annars tekið. Er því að spá í hvort 60% sé orðin leiðinlega stíf eða ekki og eins hvort ég ætti alveg eins að fara í eitthvert aftermarket dót í svona gamlan og lítið notaðan bíl.

Re: Centerforce kúplingar

Posted: 10.júl 2014, 11:16
frá olei
Hafa verið einhver kúplingsvandræði í þessum bíl sem benda til að stífari pressa sé gagnleg?
Er búið að breyta vélinni þannig að hún skilar meira togi, eða togi ofar á snúningssviðinu, en original?

Ef ekki þá sé ég ekki ástæðu til að spá í centerforce.

Re: Centerforce kúplingar

Posted: 10.júl 2014, 11:32
frá AGun
Engin vandræði önnur en að kúplingin er bara búin og kominn tími á að skipta. Orginal kúplingin er svo dýr, þess vegna er ég að leita að einhverju öðru ódýrara sem virkar. Veit ekki til annars en að vélin sé bara óbreytt svo ég þarf enga trukkakúplingu, bara einhverja "góða miðað við verð". Þess vegna er ég að spá í hvort menn hafi reynslu af þeim og eins aftermarket kúplingum, t.d. frá AB (einn af fáum sem eiga hana til).

Re: Centerforce kúplingar

Posted: 10.júl 2014, 12:53
frá olei
Ég væri ekki hræddur við aftermarket kúplingu, mundi samt fá að skoða í pakkann áður en ég tæki hana til að sjá hvernig skepnan lítur út.