Millikassar í LC90


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Millikassar í LC90

Postfrá grimur » 05.júl 2014, 23:47

Veit einhver hérna hvað millikassarnir heita í LC90 sem voru seldir hérna, og hvort það er munur á beinskipta og sjálfskipta?
Ég er búinn að gúggla þetta slatta og fæ ekki concrete niðurstöðu í þetta.
Það sem ég er að spá í er hvort R150F gírkassinn úr 4Runner passi í báða enda(veit að hann passar beint á vélina).
Og svo líka með lengd...ætli það þurfi ekki að skipta út sköftum eða breyta þeim sem eru....
Ég er sumsé með sjálfskiptingu(A340F) og V6 3.4 vélina, sem er hinn skemmtilegasti gripur, en mig grunar að bíllinn yrði enn skemmtilegri með R150F kassanum(hann kom allavega mjög vel út í 4Runner, góð hlutföll í honum og virkilega gott að skipta honum).
Þessir bensínbílar eru ekki algengir beinskiptir, man eftir að hafa séð einn á sölu á Akureyri.

kv
Grímur



Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur