Sælir spjallverjar.
Vildi bara koma því á framfæri eftir spjall við ljónin, að það virðist vera kengur í mælaborðsmælinum fyrir skiptinguna í fordunum, en á ekki við um alla bíla. Lenti nefnilega í því að hitamælirinn fyrir skiptinguna var alltaf eðlilegur, en samt brann olían á skiptingunni. Síðan þegar að ég fór að fylgjast með hitanum á skiptingunni í displayinu á tölvukubbnum, þá var sá mælir að sýna allt önnur gildi og þau virtust rétt miðað við ástand á olíu og hegðun skiptingar. Og það furðulegasta við þetta, var að þegar mælirinn í kubbnum stökk uppí 114°C, þá hreyfðist ekki hitamælirinn í mælaborðinu. Samt er ekki annar nemi fyrir kubbinn.
Hitamælir f. skiptingu í F350
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Hitamælir f. skiptingu í F350
Já þessir mælar eru bara uppá punt... nuna er eg buin að kaupa mer stóran auka kælir og mæla og dypri panna á leiðinni áður enn hann fer á 46"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Hitamælir f. skiptingu í F350
Fordinn wrote:Já þessir mælar eru bara uppá punt... nuna er eg buin að kaupa mer stóran auka kælir og mæla og dypri panna á leiðinni áður enn hann fer á 46"
Já, þetta virðist vera skraut í sumum bílum.
Get ekki séð að ég þurfi stærri kælir fyrir skiftinguna, þar sem að hann er með sama flatarmál og vatnkassinn. Held að hann sé ekki vandamálið í mínu tilfelli, en það er allt í lagi að hafa það á bakvið eyrað. Þetta með dýpri pönnu er allt í lagi að skoða frekar, en held að það sé ekki vandamál hér á klakanum, þó svo að kaninn vilji þetta vegna hitans hjá þeim. Það er náttúrulega allt annar lofthiti hér. En vissulega er betra að hafa meira olíumagn á skiftingunni. Mér lýst vel á það, að auka olíumagnið á skiftingunni. Þessir kælar virðast vera eitthvað mismunandi eftir bílum með 7.3L vélinni. Eða kannski bara búið að uppfæra suma bíla.
Fer það á þrjóskunni
Re: Hitamælir f. skiptingu í F350
ég snaraði mér í skúrinn og athugaði með olíuna á skiptingunni en hún var fagur ljós-rauð og engin lykt.
Hinsvegar er það þannig hjá mér að mælirinn í mælaborðinu hefur svo til aldrei risið. Man eftir einu skipti þar sem hann var byrjaður að skríða yfir miðju og þá sló ég af.
Næsta vetur set ég hinsvegar SCT í mælaborðið og fylgist með þessu 1-2 ferðir til að sjá hvort mælaborðið sé að gera sitt eða ekki.
Hinsvegar er það þannig hjá mér að mælirinn í mælaborðinu hefur svo til aldrei risið. Man eftir einu skipti þar sem hann var byrjaður að skríða yfir miðju og þá sló ég af.
Næsta vetur set ég hinsvegar SCT í mælaborðið og fylgist með þessu 1-2 ferðir til að sjá hvort mælaborðið sé að gera sitt eða ekki.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Hitamælir f. skiptingu í F350
Enda á þetta ekki við um alla bíla, en ég hafði orð á þessu við ljónin og þeir höfðu orðið varir við þetta hjá mönnum.
Fer það á þrjóskunni
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur