Brotinn stýrislás
Posted: 30.jún 2014, 07:54
Vona að mér fyrirgefist smá fólksbíla spurning (2008 toyota prius) þar sem það var nú jeppi sem átti sök á þessu.
Lenti í smá óhappi í heimreiðinni. Explorerinn tók ekkert eftir netta Priusnum svo þeir nudduðust aðeins saman þegar verið var að bakka jeppanum út. Tekur varla að minnast á smá nudd á hliðinni á Priusnum en það sem virðist hafa gerst er að framdekkið bílstjórameginn stóð aðeins út þegar Jeppinn rakst á það og fór í fulla beygju. Ekkert að finna að stýrisgangi, ekkert slag, hljóð eða neitt og bíllinn keyrir beint nema stýrislásinn er brotinn, sem sagt hægt að beygja honum í fulla beygju án þess að það sé svissað á.
Hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því að bílnum sé stolið en er að velta því fyrir mér hvort það sé eitthvað fleira tengt þessum brotna stýrislási sem þarf að hafa áhyggjur af?
Lenti í smá óhappi í heimreiðinni. Explorerinn tók ekkert eftir netta Priusnum svo þeir nudduðust aðeins saman þegar verið var að bakka jeppanum út. Tekur varla að minnast á smá nudd á hliðinni á Priusnum en það sem virðist hafa gerst er að framdekkið bílstjórameginn stóð aðeins út þegar Jeppinn rakst á það og fór í fulla beygju. Ekkert að finna að stýrisgangi, ekkert slag, hljóð eða neitt og bíllinn keyrir beint nema stýrislásinn er brotinn, sem sagt hægt að beygja honum í fulla beygju án þess að það sé svissað á.
Hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því að bílnum sé stolið en er að velta því fyrir mér hvort það sé eitthvað fleira tengt þessum brotna stýrislási sem þarf að hafa áhyggjur af?