Síða 1 af 1

ABSið sleppir bremsun

Posted: 23.jún 2014, 01:31
frá emmibe
Í fyrradag þurfti ég að bremsa aðeins fastar en eðlilega á gatnamótum og ABSið sleppti bremsunum og ég stoppaði á station Colollu sem stakk sér framfyrir mig :-) ágætis refsing það.... Er ekki alveg að fatta hvað veldur þessu nú dró hann ekki hjól, einhver með hugmynd hvað gæti valdið þessu? Pillaði öryggið úr fyrir ABSið og núna ræð ég sjálfur hvar ég stoppa......eða á hverju :-)
Kv. Elmar

Re: ABSið sleppir bremsun

Posted: 23.jún 2014, 01:58
frá Játi
Rið og drulla Í ABS hringonum getur valdið því að absið fari aða. Sérstaklega ef hringirnir eru fíntenntir. Mér hefur hinnsvegar fundist best að afteingja þetta drasl með því að taka öryggi úr eða relay og keira um vitandi það að ég get bremsað sjálfur eins og mér hentar án þess að eiga á hættu um að eithver tölva "viti" betur.

Re: ABSið sleppir bremsun

Posted: 23.jún 2014, 09:43
frá Óskar - Einfari
Þetta gerðist hjá mér fyrir 5-6 árum síðan. Ég snar stoppaði bílinn, hoppaði út opnaði húddið og tók ABS tölvuna úr sambandi. Þannig hefur þetta verið síðan þá. Ég var einmitt mjög hræddur um að ég myndi lenda nákvæmlega í því sem þú lentir :) (Reyndar var síðan nokkrum árum seinna sett líka önnur háins sem er ekki með ABS)

Ég hef ekki neina sérstaka tillögu um hvað gæti verið að hjá þér.... kanski laust ABS hjól eða skítugt ABS hjól eins og Játi talar um :)

Re: ABSið sleppir bremsun

Posted: 24.jún 2014, 01:45
frá grimur
Þetta er rosalega óþægilegt. Yarisinn fór að láta svona hjá mér fyrir nokkrum mánuðum.
Ég gerði einmitt það sem reddarar gera í svona: tók öryggið úr fyrir ABSið, það er lítið öryggi inni í bíl fyrir ABS tölvuna í þessum bíl, sem er reyndar merkt einhverju furðulegu...ECU eitthvað en ekki ABS. Þjónustuverið í TOYOTA hjálpaði við að finna út úr því. Hrós fyrir þá.
Það er næstum öruggt að annar skynjarinn að framan er ekki að telja allar tennurnar, amk ekki alltaf. Virtist skána þegar diskurinn hitnaði en fór svo að gera þetta alltaf.
Á eftir að skoða þetta nánar, grunar drullu og/eða ryð. Ég þarf hvort sem er að endurnýja diskana að framan fljótlega þannig að það er upplagt að koma þessu í lag þá.
Annars þarf ég voðalega lítið á þessu systemi að halda finnst mér. Vil geta dregið hjól til að ná niður úr vatni/krapa/möl ef mér hentar svo.

kv
G

Re: ABSið sleppir bremsun

Posted: 24.jún 2014, 15:24
frá emmibe
Já, þetta öryggi fer ekkert í aftur á ekki eftir að treysta þessum búnaði eftir þetta. Ef ég rekst á hvað er að þessu fær þetta að vera ótengt þó svo það eigi að heita í lagi.......finnst reyndar atlhyglivert að þetta geti gerst án alltar viðvörunnarljósa og svoleis?
Kv. Elmar