Kaupa bílalakk á netinu
Posted: 21.jún 2014, 10:25
frá Bjarni Ben
Hafið þið snillingar einhverjir prófað að kaupa ykkur bílalakk á netinu og látið senda ykkur?
Eru kannski einhverjar hamlandi reglur í kring um það?
Re: Kaupa bílalakk á netinu
Posted: 21.jún 2014, 16:45
frá jongud
Það eru ansi margar hindranir á því. Mörg póstfyrirtæki leyfa ekki efnavörur í sendingum, oft er það vegna þess að efnin eru ekki leyfði í flugi. Ég hef rekist á reglur sem kallast "overseas restrictions" í USA. Þá er ekki leyfilegt að senda efnavörur yfir hafið.
En það sakar ekki að reyna, innanlands hef ég fengið olíuvörur og trefjaplastresín með póstinum, en það er auðvitað ekki með flugi. Það er þó vissara að lesa allt smáaletrið á innkaupasíðunum.