Síða 1 af 1
fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 14.jún 2014, 22:26
frá biturk
Nú setti ég blokk í ferozuna mína sem var búinn að standa talsvert en var í lagi áður
Bíllinn þjappar fínt á öllum en brennir olíu eins og skepna og ég tel olíuhringina fasta
Hvernig get ég losað um þá án þess að tætta allt í sundur, það er dýrt að fylla olíu oftar en bensín
Bûim að skipta um hedd og er viss um að hann brennir þesau upp um cylender
Eru ekki til undraefni eða trikk sem geta hjálpað mér
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 14.jún 2014, 22:39
frá Navigatoramadeus
það er til efni frá Wynn´s (sem ég man ekki hvað heitir) en það virkaði amk um daginn á Polo en þá þjappaði sá 210, 210 og 150psi, helltum þessu inn um kertagatið og létum liggja yfir nótt, startað nokkrar sekúndur með opin kertagöt og svo afgangurinn sogaður (gegnum afætuna/PCV) á meðan vélin gekk (leiðbeiningum fylgt) og þjappan á þriðja fór í rúm 180psi strax og svo var farið að keyra og veit svosem ekki hvort þetta dugði alla leið en amk batnaði gangurinn talsvert við þetta.
þetta efni er í dós og fylgir nál og slanga fyrir soghlutann.
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 14.jún 2014, 23:29
frá Billi
Bremsuvökvi á að virka líka með sömu aðferð og lýst er að ofan
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 14.jún 2014, 23:48
frá biturk
Hvar fæ eg þetta efni
Hann nefnilega þjappar fínt á öllum en brennir alveg hroðalega
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 14.jún 2014, 23:55
frá ellisnorra
Ertu viss um að það séu ekki ventlaþéttingar? Það er það sem fer í corollunum, ventlaþéttingar harðna og olían hverfur. Það er ekkert sem segir að ventlaþéttingar séu eitthvað skárri í hinu heddinu sem þú settir á.
Ég átti einusinni corollu sem brenndi mikilli olíu og ég var rosa spenntur að prófa að breyta einu kerti í þannig að ég geti sett fullt trukk af lofti inná cylinderinn í þeirri von um að ná ventlagorminum af til að skipta um þéttingar án þess að taka heddið af. Í versta falli hefði það þá farið þannig að ég hefði þurfti að rífa heddið af sem hefði hvort eð er þurft, en þetta hefði verið gaman að prófa, kom því aldrei í verk, seldi svo bílinn.
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 14.jún 2014, 23:58
frá biturk
Jamm það hedd er af motor sem eg var að taka ur þvi það var onyt sveifaraspakkdos og lelegri typa af innspytingu og fleira
Astandið batnaði sma en samt voða litið
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 15.jún 2014, 00:02
frá Aparass
Ekkert sem losar svona hluti betur en sjálfskiptivökvi.
Getur látið liggja ofan í cylendrum yfir nótt eða haldið bílnum á góðum snúning og látið renna mjóa bunu inn í soggreinina svo hann sjúgi það og brenni því, það er ekki til sótarða í sprengirýminu eftir svoleiðis aðgerð en ekki gott að gera það inni og helst að hafa góða vindátt svo þetta fjúki burt.
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 15.jún 2014, 01:29
frá StefánDal
Hella Redex ofan í kertagötin og láta liggja yfir nótt. Setja svo í gang daginn eftir og botnstanda allt í drasl í 1-2 mínútur. Virkaði á AMC 360 hjá mér fyrir nokkrum árum :) Það hverfur allt í reyk, þannig að ég mæli ekki með þessari aðferð í þéttbýli.

Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 15.jún 2014, 10:12
frá Robert
Eg er sammala Aspass, og ef að eru ventla þettingar þa er hann finn a hægagangi en svo þegar þu gefur inn kemur blar reykur.
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 15.jún 2014, 12:49
frá villi58
Prolong svo á mótorinn, gerir gott fyrir ventlaþéttingarnar og fl.
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 15.jún 2014, 13:23
frá Startarinn
Þad sem stefándal sagđi
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 15.jún 2014, 13:40
frá svarti sambo
Aparass wrote:Ekkert sem losar svona hluti betur en sjálfskiptivökvi.
Getur látið liggja ofan í cylendrum yfir nótt eða haldið bílnum á góðum snúning og látið renna mjóa bunu inn í soggreinina svo hann sjúgi það og brenni því, það er ekki til sótarða í sprengirýminu eftir svoleiðis aðgerð en ekki gott að gera það inni og helst að hafa góða vindátt svo þetta fjúki burt.
Sammála aparass.
Svo var það oft gert við boxerinn í gamla daga, að það var settur sjálfskiptivökvi í smurolíuna og látið ganga í smá stund ( man ekki hlutfallið ), þegar að hún var farin að glamra á undirliftunum ( sem var veiki í þeim ) og svo var skipt um smurolíu.
Hef meiri trú á að þetta séu ventlaþéttingarnar, og hugmyndin hans ellaofur er góð, ef hún virkar. Það eiga líka að vera til einhver undra efni sem mýkja upp pakkdósir og ventlaþéttingar og er sett saman við smurolíuna. hef aldrei notað svoleiðis efni, skifti bara um þéttingar.
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 15.jún 2014, 14:07
frá biturk
Fynnst það mjog oliklegt að ventlaþettingarnar fari a heddi sem var virkt aður en þessi motor for i og var verið að setja a, tekið upp fyrir 4000km síðan og heddið sem var á var keirt 500km frá upptekt
Nokkuð öruggur um að það séu fastir eða farnir olíuhringir á mótornum
Hvar fæst reddex efnið
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 15.jún 2014, 14:29
frá villi58
t.d. Olís
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 15.jún 2014, 21:45
frá Þráinn
Taka soggreinina af og athuga hvort að ventlarnir eru löðrandi í olíu til að vera viss um að það sé ekki að hrjá hann,.
mæla, sanna og laga
ekki giska, laga, og bölva :)
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 15.jún 2014, 21:52
frá biturk
Lesa þráðinn, ég er búinn að því ;)
Ég veit að hringirnir eru problemið, og það olíuhringirnir, ég er bara ekki hundrað hvort þeir séu fastir eða farnir
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 16.jún 2014, 19:01
frá Navigatoramadeus
Combustion chamber cleaner frá Wynn´s
það var efnið sem virkaði á Polo.
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 16.jún 2014, 19:22
frá biturk
Hvar er það keipt a islandi
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 16.jún 2014, 19:40
frá Navigatoramadeus
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 17.jún 2014, 17:40
frá Startarinn
Þú gætir líka veriđ međ lakkhúđ í sílendrunum ef þú hefur sett militec á vélina. Í skipavélum var stundum hægt ađ fjarlægja húđina međ ediki, hellt innum spíssagat og vélinni snúiđ rólega. Ég hef reyndar aldrei prófađ þetta sjálfur
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 18.jún 2014, 12:21
frá lecter
þetta efni virkar og virðist gera upp vélar ,, sem eru slappar já þetta kemur frá Póllandi við erum búnir að prufa þetta á nokkrum vélum lika motorhjól
CERAMIZER AUTO-REPAIR
https://www.youtube.com/watch?v=I4RZ0E4b8pYAdam 8649184 þessi er að selja þetta efni
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 18.jún 2014, 18:48
frá biturk
prófaði reddex, get ekki séð að það hafi haft tilætlaðann árangur
ætli það séu ekki bara farnir blessaðir hringirnir hjá manni, kominn tími á að kaupa sér heddpakkningu og setja næstu blokk í!
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 18.jún 2014, 19:24
frá Startarinn
Prófađu edikiđ. Þú hefur engu ađ tapa
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 18.jún 2014, 19:31
frá biturk
bara venjulegt borðedik?
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 19.jún 2014, 11:27
frá Startarinn
Mér skilst þađ, þetta var oft gert viđ skipavélar þegar þær fóru ađ brenna olíu. Þegar húđin myndast verđur strokkurinn spegilfægđur og olíuhringirnir hætta ađ geta skafiđ alla olíuna burt
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 19.jún 2014, 14:06
frá Heiðar Brodda
Hef heyrt af því að menn tappi mótorolíunni af og setji sjálfskiptiolíu í staðinn leyfir svo mótornum að hitna og þá tappar þú öllu af og setur mótorolíu og nýja síu í kv Heiðar Brodda
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 19.jún 2014, 15:13
frá olei
biturk wrote:Nú setti ég blokk í ferozuna mína sem var búinn að standa talsvert en var í lagi áður
Bíllinn þjappar fínt á öllum en brennir olíu eins og skepna og ég tel olíuhringina fasta
Hvernig get ég losað um þá án þess að tætta allt í sundur, það er dýrt að fylla olíu oftar en bensín
Bûim að skipta um hedd og er viss um að hann brennir þesau upp um cylender
Eru ekki til undraefni eða trikk sem geta hjálpað mér
#1 Blokkin var í lagi
#2 Þjappar fínt á öllum
#3 #2 Styður við þá vitneskju að blokkin hafi verið í lagi og bendir til að þjapphringirnir séu lausir og virkir
#4 Það sem festir hringi við langa stöðu er að sót bólgnar út og/eða vegna tæringar milli hringja/stimpla/strokkveggja
#5 Fyrst #4 gerðist ekki við þjapphringina - er þá ekki frekar ólíklegt að olíuhringirnir séu fastir?
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 19.jún 2014, 16:15
frá biturk
Alls ekki, eg hef tekið i sundur motor sem var með fasta oliuhringi en hinir lausir, sa kom ur corollu
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 19.jún 2014, 16:28
frá olei
biturk wrote:Alls ekki, eg hef tekið i sundur motor sem var með fasta oliuhringi en hinir lausir, sa kom ur corollu
Uppfyllti sú vél skilyrði #1 og #2 hér að ofan?
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 19.jún 2014, 19:08
frá villi58
Það var ráð sem ég veit að var notað á nokkrar dráttavélar, láta diselolíu inn á stimpla og láta hana vera eins lengi og þú hefur tíma til. Væntanlega þarft þú að redda þessu fljótt þannig að þetta dugar sennilega ekki fyrir þig.
Það er þá helst Redex, sjálskiptiolía eða eitthvað það efni sem er framleitt til að leysa upp sót, lýst betur á eitthvað svoleiðis þar sem það á ekki að skemma neitt.
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 21.jún 2014, 00:15
frá Aparass
Og þegar allt þrýtur þá tekur þú alla smurolíuna af vélinni, fyllir hana síðan upp á max á kvarðanum með steinolíu og setur í gang.
Passar þig að gefa henni ekki neitt heldur bara malla lausaganginn og fylgjast með olíuþrýsing á mæli eða horfa á smurolíuljósið í borðinu og svo lofarðu vélinni að malla sér upp í normal vinnsluhita, drepur á og tekur alla steinolíuna af vélinni og skiptir um síu.
Fyllir upp með smurolíu og ferð út að keyra.
Steinolían smyr ágætlega en hún nær ekki að halda smurfilmu í legum ef það verður eitthvað álag, þess vegna máttu ekki gefa henni inn á meðan á þessu stendur.
Hef gert þetta við nokkra mótora og þetta hefur losað hringi, hreinsað stífluð olíugöng og viðbjóð úr vélum og komið undirlyftum af stað aftur.
Get samt alveg fullyrt að þú finnur þetta ekki í neinum viðgerðarhandbókum......
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 21.jún 2014, 00:26
frá Heiðar Brodda
Sæll er sammál Guðna hef séð þetta gert og það virkaði kv Heiðar
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 21.jún 2014, 01:34
frá biturk
Prófa þetta og ef það klikkar þá skipti ég um blokk, þakka kærlega allar ráðleggingarnar drengir
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 21.jún 2014, 17:01
frá Stebbi
Getur líka ef að þú hefur tíma tæmt olíuna af, fyllt upp í hedd af dísel, snúið nokkra hringi eða sett í gang í smá stund og látið standa yfir nótt eða tvær. Tappar svo af og notar ódýra olíu í ca 500km til að skola út skítnum.
Til að fullvissa þig um að hringirnir séu fastir þá geturðu prufað að keyra bílinn upp í 5 gír á þokkalegum hraða og setja svo í 4 og láta vélina bremsa bílinn niður, þá ætti hann að blása bláu eða hvítu út um pústið. Ventlafóðringar láta vita af sér þegar er gefið í eftir hægagang eins og einhver bennti á hérna áður.
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 27.jún 2014, 22:57
frá ellisnorra
Jæja hvað er að frétta hér?
Ég þarf að gera svipað með söbbann, hann blæs of miklu út um öndunina. Redex eða ATF?
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 27.jún 2014, 23:02
frá villi58
Prolong
Re: fastir olíuhringir, hvernig á að losa
Posted: 28.jún 2014, 12:34
frá Grímur Gísla
Ég hef notað smurolíu ætlaða fyrir skipavélar sem brenna svartolíu, TARO 30 DP 30. ford excort druslan mín var farin að eyða 4 l af smurolíu á 700 km, eftir að hada staðið ókeyrð í 3 mánuði. Ég bætti Taro á bílinn og snattaði í bænum og þegar ég ætlaði að bæta smurolíu á bílinn eftir 200 km þá var ekki þörf á því og mormal olíu bruni eftir það.