Fartölva
Posted: 21.nóv 2010, 23:30
Það getur vel verið að þetta sé óviðeigandi hjá mér, en þetta er bara OF grunsamlegt. Sá auglýsta tölvu á barnalandi, IBM Thinkpad 390x á ram standi (kúlan úr bílnum ekki með), í henni er gps forrit og henni fylgja engar snúrur!!! Ég er ekki að segja að þetta sé stolið (ef þetta er allt heiðarlegt þá bið ég löglegan eiganda afsökunar) en þetta virðist bara of grunsamlegt og of lítið af EÐLILEGUM fylgihlutum ss. snúrur til að vera satt.
Ef einhver saknar tölvunnar sinnar úr bílnum þá er þetta athugandi.
Ég leyfi hugsanlega lögmætum seljanda að njóta vafans með því að pósta ekki linknum hérna inn, en það er einfalt að leita á barnalandi.
Látið mig vita ef ykkur finnst þetta out of line, stjórnendur geta eytt þessu mér að meinalausu.
Ef einhver saknar tölvunnar sinnar úr bílnum þá er þetta athugandi.
Ég leyfi hugsanlega lögmætum seljanda að njóta vafans með því að pósta ekki linknum hérna inn, en það er einfalt að leita á barnalandi.
Látið mig vita ef ykkur finnst þetta out of line, stjórnendur geta eytt þessu mér að meinalausu.