Það getur vel verið að þetta sé óviðeigandi hjá mér, en þetta er bara OF grunsamlegt. Sá auglýsta tölvu á barnalandi, IBM Thinkpad 390x á ram standi (kúlan úr bílnum ekki með), í henni er gps forrit og henni fylgja engar snúrur!!! Ég er ekki að segja að þetta sé stolið (ef þetta er allt heiðarlegt þá bið ég löglegan eiganda afsökunar) en þetta virðist bara of grunsamlegt og of lítið af EÐLILEGUM fylgihlutum ss. snúrur til að vera satt.
Ef einhver saknar tölvunnar sinnar úr bílnum þá er þetta athugandi.
Ég leyfi hugsanlega lögmætum seljanda að njóta vafans með því að pósta ekki linknum hérna inn, en það er einfalt að leita á barnalandi.
Látið mig vita ef ykkur finnst þetta out of line, stjórnendur geta eytt þessu mér að meinalausu.
Fartölva
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Fartölva
.
Síðast breytt af birgthor þann 16.jan 2022, 16:37, breytt 1 sinni samtals.
Kveðja, Birgir
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Fartölva
já þetta er pínu spúkí spurning hvort seljandi geti skýrt hvaðan hluturinn sé, þ.e. hvort hann sé jeppaeigandi sjálfur
persónulega held ég að jeppamenn séu ekki að stela af jeppamönnum, eða tel það ótrúlegt.
en þekki svosem engann sem hefur týnt fartölvu úr bíl hjá sér, né hef séð auglýst eftir slíku.
persónulega held ég að jeppamenn séu ekki að stela af jeppamönnum, eða tel það ótrúlegt.
en þekki svosem engann sem hefur týnt fartölvu úr bíl hjá sér, né hef séð auglýst eftir slíku.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Fartölva
Mér finnst þú fara ljómandi vel með þetta og seljand hlýtur að skilja það, innbrott í bíla eru vandamál og rafmagns búnaður sem er seldur án venjulegra fylgihluta þarfnast útskýringa, sem aftur á móti geta verið fullkomlega eðlilegir en það þarf að koma frá seljanda
KV PI
KV PI
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur