Síða 1 af 1

Musso disel KG

Posted: 10.jún 2014, 21:33
frá Robert
Veit einhver hvað Musso turbo disel vél in er þung??
Get fengið ein oltinn á grín verði og er að velta fyrir mér hvort þetta séu einhverjir hlunkar.

Kv. Róbert

Re: Musso disel KG

Posted: 11.jún 2014, 08:30
frá jongud
Það er ekkert að finna um þetta á netinu í fljótu bragði, en hún er varla mikið þyngri en aðrar díselvélar af svipaðri stærð.
Ef maður flettir upp skráðri þyngd á Musso dísel og bensín þá er allavega ekki neinn þyngdarmunur, þó að það sé kannski ekki alltaf að marka svoleiðis tölur frá umferðarstofu.

Re: Musso disel KG

Posted: 11.jún 2014, 13:52
frá Robert
ja eg er akkurat buinn að vera að reyna að googla þetta en hef ekkert fundið er reyndar soldið heftur i þeym malum.

Re: Musso disel KG

Posted: 11.jún 2014, 19:54
frá snöfli
Ekki þung vél. 250kg er það eins Sem ég fann

Re: Musso disel KG

Posted: 11.jún 2014, 20:22
frá Grímur Gísla
5cyl er 200 kg túrbínulaus.... 4 cyl er 160 kg túrbínulaus. Samkvæmt eigandahandbók sem fylgir Músso

Re: Musso disel KG

Posted: 11.jún 2014, 22:23
frá Robert
takk það er ekki slæmt þarf nuna að fara að prufu keyra einn og fa tlfinningu fyrir kraftinum eða leysinu og sja hvort eg geti sætt mig við kraftinn. Enn maður verður að sætta sig við margt i harðindum.[code][/code]

Re: Musso disel KG

Posted: 12.jún 2014, 09:25
frá jongud
Þessu tengt, það var einn Jeep CJ7 í stóru ferðinni hjá F4X4 með Mussó díselvél og eldri gerðinni af sjálfskiptingunni (þessari sem er 1:1 í 4. gír). Hann hélt alveg í við hina og átti víst nóg eldsneyti eftir þegar komið var niður í Skagafjörðinn.

Re: Musso disel KG

Posted: 12.jún 2014, 14:49
frá Robert
er einhver staðar þraður eða myndir til af þeim bil?

Re: Musso disel KG

Posted: 12.jún 2014, 15:02
frá jongud
Robert wrote:er einhver staðar þraður eða myndir til af þeim bil?


Hef ekki fundið það, en ef ég man rétt er þetta rauður CJ7 með hvítu fíberhúsi og á 44" Dick Cepec

Re: Musso disel KG

Posted: 13.jún 2014, 14:26
frá baldur
Þegar þær eru í lagi og rétt stilltar er vinnslan á þessum vélum með því betra sem gerist í díselvélum í þessum stærðarflokki frá síðustu öld. Aflið er hinsvegar allt á snúningi, ekki mikið að gerast undir 2500RPM, enda hannaðar sem naturally aspirated vélar sem þurfa að snúast í 4000RPM til að skila hámark afli og túrbínan eitthvað sem er seinni tíma viðbót.