Síða 1 af 1

bensin á disel bil

Posted: 08.jún 2014, 10:24
frá solemio
Ef sett er bensin á turbo disel bil og keyrt af stað.,kemur mikill reykur og billinn verður máttlaus?
Hvernig verður reykurinn á litinn?

Re: bensin á disel bil

Posted: 08.jún 2014, 10:46
frá villi58
solemio wrote:Ef sett er bensin á turbo disel bil og keyrt af stað.,kemur mikill reykur og billinn verður máttlaus?
Hvernig verður reykurinn á litinn?

Áttu þá við að það sé eitthvað af disel fyrir á tanknum ?, eingöngu bensín þá gengur mótor ekki.

Re: bensin á disel bil

Posted: 08.jún 2014, 11:04
frá solemio
Eflaust var einhver olia á bilnum.

Re: bensin á disel bil

Posted: 08.jún 2014, 11:08
frá solemio
Hann segir að það hafi allt i einu komið mikill svartur reykur.billinn orðið mátlaus og svo svolitið seinna farið að glamra i honum.
Var örugglega nylega kominn af bensinstoð
Þetta er bill sem eg seldi i topplagi en er nú bilaður hjá nýjum eiganda
Patrol með 2.8

Re: bensin á disel bil

Posted: 08.jún 2014, 11:11
frá Stebbi
Auðveldast að þefa upp úr tankinum, það fer ekkert á milli mála ef það hefur farið einhver slatti af bensíni á hann.

Re: bensin á disel bil

Posted: 08.jún 2014, 12:58
frá villi58
Ef bensín hefur farið á bílinn þá losna við það og keyra, erfitt að svara hvort eða hvernig reykur kemur mjög mismunandi eftir vélum. Vantar upplýsingar um magn bensíns í disel og hvað mótorinn er gamall, sumir geta þambað eitthvað magn af bensíni sem aðrir gera ekki. Hef heyrt sögur af LandRover með c.a. 50% 50% og keyrt um 50 km. en var eitthvað pirraður með blönduna, misti afl.

Re: bensin á disel bil

Posted: 08.jún 2014, 13:11
frá solemio
Þetta er 2.8..2000 árg af mótor.ek.274þús en 18þús á hedd.kominn með mekaniskt oliuverk.
Myndi veðja á minnsta kosti 3/4 af tanki.
Þetta er samt bara hugmynd því eg er að reyna að láta mér detta eitthvað i hug.hann er buinn að keyra einhverja 500km frá því hann keypti bilinn og þá var hann i toppstandi.
Leiðindi framundan.
Það ernað pirra mig þetta með reykinn þvi hann var alveg kolsvartur sagði hann

Re: bensin á disel bil

Posted: 08.jún 2014, 13:27
frá Stebbi
kolsvartur reykur þýðir að hlutfall af lofti og olíu er vitlaust, of mikil olía á móti lofti. Gæti verið að túrbínan sé að stimpla sig út, stíflaður lofthreinsari eða magnskrúfan á olíuverkinu hefur ekki verið fest almennilega ef það var skrúfað upp í því.

Re: bensin á disel bil

Posted: 08.jún 2014, 14:33
frá Fordinn
Madur á ekki að segja frá svona... enn ég klaufaðist til að dæla halfan tank af bensini á 7,3 powerstroke. fyllti hann strax upp með disel og setti einn brúsa af tvigengis oliu á hann.... hann glamraði örlitið meira enn vanalega.... gekk fint á þessu missti engann kraft og madur þurfti bara rétt að snerta lykilinn svo hann færi i gang =)


keyrði hann svo nokkra tanka og skipti um hrá oliu siu og ohætt að segja að bensinið hreinsaði vel út =)

Re: bensin á disel bil

Posted: 08.jún 2014, 17:17
frá StefánDal
Ég þekki dæmi um Hilux 2006 sem fékk bensín í staðinn fyrir diesel. Gúmmí hringirnir í hráolíusíunni tognuðu all verulega og það fór allt að mígleka.

Re: bensin á disel bil

Posted: 08.jún 2014, 17:31
frá Heiðar Brodda
hef lent í þessu man nú ekki þetta með reykinn en tvígengisolía útí og fylla svo uppí með dísel er minnkar á tankanum en þetta eru hans mistök mundi ég halda frekar erfitt að kaupa bíl í þessu tilfelli dísel setja sjálfur á hann bensín og væla svo bara en þetta er einvörðungu mín skoðun kv Heiðar

Re: bensin á disel bil

Posted: 08.jún 2014, 19:01
frá solemio
Það er nefnilega ekki öruggt að hann hafi sett bensin á hann.er að reyna að ímynda mér hvað gerðist því billinn var i topplagi þegar hann fekk hann.rann meira að segja i gegnum skoðun hjá honum eftir að hann keypti

Re: bensin á disel bil

Posted: 08.jún 2014, 19:14
frá solemio
Fyrsta sem mér datt i hug var intercooler hosa.hann neitar að svo se

Re: bensin á disel bil

Posted: 09.jún 2014, 00:46
frá th.
það kemur ekki svartur reykur, heldur grár allt að því hvítur allavega á ML 320 CDI fyllti hann eitt sinn af bensíni ca. 80 ltr það er varla hægt að segja að hann hafi gengið á þessu

Re: bensin á disel bil

Posted: 09.jún 2014, 14:47
frá S.G.Sveinsson
Svartur reykur getur bara komið að dísel eða sumolíu ekki bensíni. Ef bíllin mökreykir og er mátlaus þá er afgasblásari líklegasta bilunin. Annar möguleiki eru lekir spísar eða ónýtar ventlaþéttingar. En bensín bara sem eldsneyti gefur afar lítið sót af sér en þyngri olíu svo sem dísel eða smurolía myndar sót.

Re: bensin á disel bil

Posted: 09.jún 2014, 15:51
frá jeepcj7
Það getur reyndar alveg komið góður slatti af svörtum reyk af bensíni og er bara algengt að sjá úr blöndungs jeppum í hamagangi.
En í þessum patrol var nokkuð verið að fikta í vacum slöngum/stýringum fyrir boost og olíu control ?
Ég víxlaði þessu einhvern tímann í samsetningu og þá var allt í fína með gangsetningu reyndar en svo alveg ævintýralegur reykur og læti þegar keyrt var af stað.

Re: bensin á disel bil

Posted: 09.jún 2014, 19:10
frá solemio
Allavega var ég ekkert buinn að fikta í svoleiðis.billinn var bara þrælgóður þegar ég seldi hann

Re: bensin á disel bil

Posted: 09.jún 2014, 22:02
frá Izan
Daginn

Túrbínur eru eitt af þessum hlutum sem geta bilað fyrirvaralaust og gæti mjög auðveldlega valdið svörtum reyk og máttleysi. Er nokkuð annað að gera en fá bilanagreiningu hjá fagmanni og glíma við það sem upp kemur.

Kv Jón Garðar

Re: bensin á disel bil

Posted: 09.jún 2014, 22:29
frá solemio
Hann er bara með stæla og.skellti á mig
Ætla ekkert að vorkenna honum
Bauð honum að billinn færi á verkstæði í bilanagreiningu.fékk bara skítkast í staðinn

Re: bensin á disel bil

Posted: 25.jún 2014, 20:46
frá Óttar
Hljómar eins og hann viti upp á sig skömmina úr því hann vill ekki láta líta á bílinn