Ballancera drifsköft
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Ballancera drifsköft
Hverjir ballancera drifsköft aðrir en stál og stansar? Mig langar að gera verðsamanburð.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Ballancera drifsköft
Bara heyrt um Stál og Stansa, það kemur þá fljótt hér inn ef einhverjir aðrir gera þetta.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Ballancera drifsköft
Hef grun um að Framtak geti gert það, voru með ballanceringabekk fyrir stór túrbínuhjól úr frökturum, þegar að ég var að vinna hjá þeim, árið 2000.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Ballancera drifsköft
Ég heyrði umræðu um þetta í vetur, þá var niðurstaðan sú að stál og stansar og framtak væru þeir einu sem ættu vélarnar í þetta, eins og var bent á hér að ofan. En hvorugur ætti forritið sem þyrfti til að fara í samkeppni við hinn, en ég tek fram að þessar upplýsingar koma ekki frá fyrstu hendi
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Ballancera drifsköft
Startarinn wrote:En hvorugur ætti forritið sem þyrfti til að fara í samkeppni við hinn
Hvað áttu við með því?
Mér finnst tæpur 15 þúsund kall svolítið mikið fyrir að ballancera eitt skaft.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Ballancera drifsköft
Er þetta ekki bara taxtinn. 7500/per klst. fyrir manninn og 7500/per klst. fyrir bekkinn. aldrei skrifað sjálfsagt minna en ein klst.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Ballancera drifsköft
elliofur wrote:Startarinn wrote:En hvorugur ætti forritið sem þyrfti til að fara í samkeppni við hinn
Hvað áttu við með því?
Mér finnst tæpur 15 þúsund kall svolítið mikið fyrir að ballancera eitt skaft.
Eins og mér var sagt þetta eru vélarnar sem slíkar allt að því eins, en sitthvort forritið notað eftir því hvað á að nota vélarnar í. Framtak ætti ekki það forrit sem þarf í sköftin og Stál og Stansar ekki það sem þarf í túrbínurnar.
En ég tek einga ábyrgð á þessum upplýsingum þar sem ég fékk þær ekki frá starfsmanni
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 66
- Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
- Fullt nafn: Ari G Gislason
- Staðsetning: USA
Re: Ballancera drifsköft
Ljónstaðir voru í þessu líka
Re: Ballancera drifsköft
Svo er bara spurning um að smíða þetta sæmilega rétt, þá verður þetta sjaldnast neitt mál. Ég hef mixað kross í skaft sem var ekki réttur þannig séð, of stór miðja og passaði ekki á dýptina miðað við splittin, en með skíðmálið að vopni, slípirokk og rafsuðu fór þetta þannig saman að það var ekki hægt að finna vott af titringi.
Sama með sköft sem ég hef breytt, bara spurning um að renna stýringar á réttan hátt, pressa saman og svo sjóða þannig að þetta geti ekki dregið sig í drasl.
Skakkt skaft hef ég líka rétt með gastækjum í rennibekk. Það er ekki mikið mál heldur, hita punkt eða geira á blá-bungunni á skekkju, kæla svo með vatni á meðan snúið er þangað til skaftið er kastlaust.
Þetta kann að hljóma amatöralegt, en hefur allavega virkað hjá mér.
Svo er önnur saga með þvermál/stífni versus lengd drifskafta sem er nánast efni í annan þráð.
Kv
Grímur
Sama með sköft sem ég hef breytt, bara spurning um að renna stýringar á réttan hátt, pressa saman og svo sjóða þannig að þetta geti ekki dregið sig í drasl.
Skakkt skaft hef ég líka rétt með gastækjum í rennibekk. Það er ekki mikið mál heldur, hita punkt eða geira á blá-bungunni á skekkju, kæla svo með vatni á meðan snúið er þangað til skaftið er kastlaust.
Þetta kann að hljóma amatöralegt, en hefur allavega virkað hjá mér.
Svo er önnur saga með þvermál/stífni versus lengd drifskafta sem er nánast efni í annan þráð.
Kv
Grímur
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Ballancera drifsköft
Á nýjum sköftum þá hef ég oftast séð ásoðinn klossa og það er ekkert af ástæðulausu, hægt að gera þetta hárrétt í góðum rennibekk en saumurinn í rörunum er aukaþyngd sem þarf að rétta af.
Vegna þess mæli ég með að menn láti ballensera sköftin, misþyngd veldur auknu sliti í drifrásinni og þar með kosnaði fyrir rest sem er best að þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Vélin er ballenseruð og driflínan aftur úr og ekki af ástæðulausu og borgar sig að halda því þannig, borgar í raun ekki svo mikið miða við hvað sparnaður getur verið með því að hafa þetta í lagi.
Vegna þess mæli ég með að menn láti ballensera sköftin, misþyngd veldur auknu sliti í drifrásinni og þar með kosnaði fyrir rest sem er best að þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Vélin er ballenseruð og driflínan aftur úr og ekki af ástæðulausu og borgar sig að halda því þannig, borgar í raun ekki svo mikið miða við hvað sparnaður getur verið með því að hafa þetta í lagi.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Ballancera drifsköft
villi58 wrote:Á nýjum sköftum þá hef ég oftast séð ásoðinn klossa og það er ekkert af ástæðulausu, hægt að gera þetta hárrétt í góðum rennibekk en saumurinn í rörunum er aukaþyngd sem þarf að rétta af.
Vegna þess mæli ég með að menn láti ballensera sköftin, misþyngd veldur auknu sliti í drifrásinni og þar með kosnaði fyrir rest sem er best að þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Vélin er ballenseruð og driflínan aftur úr og ekki af ástæðulausu og borgar sig að halda því þannig, borgar í raun ekki svo mikið miða við hvað sparnaður getur verið með því að hafa þetta í lagi.
Vel mælt!
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Ballancera drifsköft
Pabbi hefur smíðað fyrir mig mörg sköft og þau þarf aldrei að ballansera afþví að það er gert rétt og af mikilli nákvæmni.
Ég er hinsvegar að fást við gamalt skaft sem einhver annar hefur smíðað og er í subbanum hjá mér núna. Það er talsverður víbringur ef maður fer eitthvað yfir 100, sleppur á 90 en finnst samt og mig svíður í drifrásina með þetta svona. Ég ætla að láta ballansera, engin spurning, langaði bara að athuga hvort þið vissuð um einhverja fleiri sem gætu gert þetta til að ég gæti athugað með verð þar.
Flott umræða samt :)
Ég er hinsvegar að fást við gamalt skaft sem einhver annar hefur smíðað og er í subbanum hjá mér núna. Það er talsverður víbringur ef maður fer eitthvað yfir 100, sleppur á 90 en finnst samt og mig svíður í drifrásina með þetta svona. Ég ætla að láta ballansera, engin spurning, langaði bara að athuga hvort þið vissuð um einhverja fleiri sem gætu gert þetta til að ég gæti athugað með verð þar.
Flott umræða samt :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Ballancera drifsköft
elliofur wrote:Pabbi hefur smíðað fyrir mig mörg sköft og þau þarf aldrei að ballansera afþví að það er gert rétt og af mikilli nákvæmni.
Pabbi þinn er örugglega vandvirkur og hefur sköftin rétt, það er saumur í þessum rörum sem veldur misþyngd sem þarf að leiðrétta og það er gert með balleseringu. Öll aukaþyngd saumur, smurkoppar sem valda misþyngd er bara slæmt til lengri tíma litið. Til að fara sem best með drifrásina þarf að ballensera, einfallt lögmál sem allir ættu að huga að.
Re: Ballancera drifsköft
Ég er nú hræddur um að saumur í röri sé breyta sem litlu máli skipti í þessu samhengi. Hvað þá smurkoppar.
Það sem fer mikið verr með til dæmis framsköft, og svo í framhaldinu allt annað í kring, er að þau snúast ekki þegar lokurnar eru ekki á og misslíta dragliðnum undir víbringnum af fjöðruninni.
Vitlaus geometría þar sem ójafnvægi á snúning vegna brots á krossum hefur að mínu viti líka langtum meira að segja, og það er nokkuð sem gjarna finnst ekki endilega í akstri en leiðir samt um alla drifrásina á mjög slæman hátt.
Auðvitað er best að hafa þetta jafnvægisstillt í drasl og alveg uppá brot úr grammi, ekki misskilja mig, en það sem ég er að reyna að benda á er að það kann mikið betri lukku að stýra að fyrirbyggja titring(gera hlutina rétt) heldur en að reyna að plástra eftirá með t.d. ballanseringu.
Einhver dekkjakall sagðist geta ballanserað ferkantað dekk alveg fullkomlega, en það þýddi ekki að það væri gott að keyra á því.... (ekki kannski alveg sambærileg líking en svolítið skondið samt)
kv
G
Það sem fer mikið verr með til dæmis framsköft, og svo í framhaldinu allt annað í kring, er að þau snúast ekki þegar lokurnar eru ekki á og misslíta dragliðnum undir víbringnum af fjöðruninni.
Vitlaus geometría þar sem ójafnvægi á snúning vegna brots á krossum hefur að mínu viti líka langtum meira að segja, og það er nokkuð sem gjarna finnst ekki endilega í akstri en leiðir samt um alla drifrásina á mjög slæman hátt.
Auðvitað er best að hafa þetta jafnvægisstillt í drasl og alveg uppá brot úr grammi, ekki misskilja mig, en það sem ég er að reyna að benda á er að það kann mikið betri lukku að stýra að fyrirbyggja titring(gera hlutina rétt) heldur en að reyna að plástra eftirá með t.d. ballanseringu.
Einhver dekkjakall sagðist geta ballanserað ferkantað dekk alveg fullkomlega, en það þýddi ekki að það væri gott að keyra á því.... (ekki kannski alveg sambærileg líking en svolítið skondið samt)
kv
G
-
- Innlegg: 66
- Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
- Fullt nafn: Ari G Gislason
- Staðsetning: USA
Re: Ballancera drifsköft
Brot úr grammi skipta engu þetta er ekki svo náhvæmt á drifsköptum og er það ekki heldur á sveifarásum
Hvar misþyngdin er mun hafi meira áhrif og svo drifskaptshraðinn en það er hægt að balancera þau fyrir mismunandi snúningshraða en stundum eru þau bogin og undin(ál sköpt) og borgar sig ekki að reyna að eiga við þetta,rétta og balancera,svo er einnig munur á löngu og stuttu skapti
Ef það snýst er hægt að balancera það og það borgar sig alltaf til langtima
Hvar misþyngdin er mun hafi meira áhrif og svo drifskaptshraðinn en það er hægt að balancera þau fyrir mismunandi snúningshraða en stundum eru þau bogin og undin(ál sköpt) og borgar sig ekki að reyna að eiga við þetta,rétta og balancera,svo er einnig munur á löngu og stuttu skapti
Ef það snýst er hægt að balancera það og það borgar sig alltaf til langtima
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Ballancera drifsköft
Heddportun wrote:Brot úr grammi skipta engu þetta er ekki svo náhvæmt á drifsköptum og er það ekki heldur á sveifarásum
Hvar misþyngdin er mun hafi meira áhrif og svo drifskaptshraðinn en það er hægt að balancera þau fyrir mismunandi snúningshraða en stundum eru þau bogin og undin(ál sköpt) og borgar sig ekki að reyna að eiga við þetta,rétta og balancera,svo er einnig munur á löngu og stuttu skapti
Ef það snýst er hægt að balancera það og það borgar sig alltaf til langtima
Í löngu skapti er meira en brot úr grammi. Það hefur sýnt sig með sveifarása að víbringur frá mótor getur valdið sliti jafnvel í sköftum og fl. Mín skoðun er að hafa þetta í góðu lagi og þá kemst þú lengra, jafnvel sparað mönnum vinnu og pening.
Sumir eru bara þannig að hugsun þeirra nær ekki lengra en nefið og sést það gjarna á bílunum þeirra.
-
- Innlegg: 66
- Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
- Fullt nafn: Ari G Gislason
- Staðsetning: USA
Re: Ballancera drifsköft
villi58 wrote:Í löngu skapti er meira en brot úr grammi. Það hefur sýnt sig með sveifarása að víbringur frá mótor getur valdið sliti jafnvel í sköftum og fl. Mín skoðun er að hafa þetta í góðu lagi og þá kemst þú lengra, jafnvel sparað mönnum vinnu og pening.
Sumir eru bara þannig að hugsun þeirra nær ekki lengra en nefið og sést það gjarna á bílunum þeirra.
Frá ónýtum mótor og ssk púðum já en ekki vibring í sveifarás hann slítur ekki drifsköptum án þess að stúta mótornum sjálfum sem og ssk/kassanum sem er fyrir framan,það er fjöðrunar geometrian sem er off þar sem slagið á henni hefur bein áhrif á balancinn þar sem krossinn er að hraða og hægja á ser eftir hornstöðu
1gramm undir eða yfir skiptir engu þetta er ekki svo náhvæmt enda hefa menn gert þetta eins og að ofan er nefnt á rennibekk og verið til friðs en gott má bæta,stundum snúa þeim og allur víbringur er farinn
-
- Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Ballancera drifsköft
Héðinn á bekk til að ballancera en höfum ekki verið í sköftum, en held að klukkutími sé vel sloppið. En veit einhver hvort það geti myndast drunur en ekki titringur frá sköftum ef það þarf að ballancera þau?
Re: Ballancera drifsköft
Það er eitt að athuga í þessu, það er að misþyngd eða skekkja á rörinu veldur því að það svignar undan miðsóknarkraftinum og balansinn verður breytilegur eftir snúningshraða. Slíkan óbalans er ekki hægt að balansa í burtu með því að sjóða lóð á endana á skaftinu en hann er þó aðallega vandamál á meiri hraða. Af þessari ástæðu er óráðlegt að lengja drifsköft mikið nema nota sverara (stífara) rör eða skipta skaftinu niður í tvö eða fleiri stutt sköft með upphengjum á milli.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Ballancera drifsköft
Mín skilgreining, varðandi ástæður ballanceringar, er að eyða út framleiðslugalla rörsins og misþyngdar í suðu, ásamt því að auka líftíma krossa, vegna fína víbringsins, sem myndast út af þessu og sá víbringur finna menn ekki. Það er ekkert rör alveg kringlótt, þó svo að það virðist vera það. Ef rör er sett í rennibekk, þá sést það. Og þessa misþyngd er verið að eyða út með ballanceringu. Ballancering hefur ekkert með skekkju að gera, hana þarf að fjarlægja. Til að tékka af skaft, er oddur settur í patrónu og skaftið sett á milli odda (án krossa og búið að hreinsa það) og það svo klukkað í bekknum, á ca: þremur stöðum. Mig minnir að mesta kast, megi ekki fara yfir 30/100, vegna hraða skaftana. Það er alltaf einhvað kast á öllum öxlum og sköftum sem snúast, Vegna miðflóttaraflsins og þau hafa tilhneigingu til að fara í banana, bara spurning hversu mikið og hvort að það sé innan leyfilegra marka. En það sem að menn þurfa að passa sérstaklega vel, er afstaðan á milli jókana. Ef þeir eru ekki í línu, þá er alltaf víbringur í skafti, alveg sama hvað menn reyna til að ná honum úr. Því þá myndast þvingun í brotin á skaftinu (krossunum). Það er heldur ekki sama hvernig menn skifta um krossa. Það þarf alltaf að pressa björgina til baka, eftir að splitti hefur verið sett í, annars er ekki víst að krossinn sé í centrumi, og það myndar líka víbring.
Fer það á þrjóskunni
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur