Síða 1 af 1

Greiðsla bifreiðagjalda innlagðra númera

Posted: 02.jún 2014, 10:53
frá Tómas Þröstur
Hvernig er það hjá þeim sem leggja inn númer í einhvern tíma. Þarf að greiða bifreiðagjöld innlagnartíman ? Ef ekki þarf að greiða gjöldin innlagnartíman reiknast lægri endurútreikningur bifreiðagjalda sjálfvirkt hjá sýslumanni eða eitthvað vesen ?

Re: Greiðsla bifreiðagjalda innlagðra númera

Posted: 02.jún 2014, 12:15
frá gambri4x4
Það á ekki að þurfa þess,,og ef þau hafa verið greidd þá áttu að eiga innistæðu hja ríkinu,,,ekki það að ríkið láti mann vita af því,,,,þetta á að vera mjög einfalt en hinsvegar þarf svo að borga eftirstöðvar af gjöldunum þegar maður tekur númerin út

Re: Greiðsla bifreiðagjalda innlagðra númera

Posted: 02.jún 2014, 17:12
frá Fordinn
Er ekki búið að breyta þessu.... númerinn þurfa að liggja inni svo stóran hluta ársins til að þau lækki... ætla ekki að sverja það af mer enn pabbi var að segja mer þetta um daginn..

Re: Greiðsla bifreiðagjalda innlagðra númera

Posted: 24.jún 2014, 08:44
frá haffiamp
borgar ekki gjöld meða númer liggja inni, ég er með 3 bíla og borgaði 25 þús af jeppanum, lagði svo inn númerin ca 2-3 vikum seinna og sá þá fljótlega að bifreiðagjöldin hurfu af einum fólksbíl og lækkuðu vel á hinum, gerðist allt sjálfkrafa.

Hef líka lagt in númer á bíl þegar gjöldin hafa verið komin inní heimabankann... nokkrum dögum síðar fór sá bíll úr heimabankanum

Re: Greiðsla bifreiðagjalda innlagðra númera

Posted: 24.jún 2014, 10:56
frá Rangur
Það þarf náttúrlega að borga geymslugjald þegar númerin eru lögð inn, þess vegna borgar sig ekki að henda þeim inn og taka út oft á mánuði.

Re: Greiðsla bifreiðagjalda innlagðra númera

Posted: 25.jún 2014, 15:04
frá ivar
Fordinn wrote:Er ekki búið að breyta þessu.... númerinn þurfa að liggja inni svo stóran hluta ársins til að þau lækki... ætla ekki að sverja það af mer enn pabbi var að segja mer þetta um daginn..


Þetta gildir í flestum tilfellum gagnvart tryggingafélögum, en er að einhverju marki umsemjanlegt eins og flest annað. Man ekki hvort mér var sagt einn eða þrír mánuðir þegar ég spurði um þetta síðast, sem er ansi langt síðan.