biodisel
Posted: 31.maí 2014, 23:05
frá Heiðar Brodda
sælir getið þið frætt mig um biodisel er þetta eldneyti sem má fara óblandað á tankinn eð er best að blanda þetta veit reyndar um einn nýuppgerðan gipsy sem setti þenna eðalvökva óblandaðan á tankinn og hann fór bara ekki í gang ... með von um góð svör kv Heiðar Brodda
Re: biodisel
Posted: 01.jún 2014, 02:09
frá Stebbi
Nýuppgerður Austin Gipsy ætti að fara í gang á BioDiesel. Annað hvort var eitthvað ekki í lagi eða vökvinn hreinlega ekki BioDiesel heldur bara síuð steikingarfeiti sem menn sem vita ekki betur kalla oft BioDiesel. Nánast allir díselbílar með gamaldags olíuverki, bæði IDI og DI ganga fínt á þessu. Eina sem þarf að passa að gamlar olíuslöngur gætu farið að leysast upp á Biodiesel og stíflað hráolíusíuna eða olíverkið.
Ef að menn eru eitthvað hræddir við þetta þá er bara að byrja að blanda 50/50 við dísel eða steinolíu og þynna það svo út í 100% BioDiesel eða þangað til að bíllinn segir hingað og ekki lengra.