Síða 1 af 1

Útvarp ??????

Posted: 23.maí 2014, 13:03
frá hrollur
Hvar fær maður Bílaútvarp með Langbilgju og möguleika firir Minnislikil ????
Það má alveg vera FM líka.

Re: Útvarp ??????

Posted: 23.maí 2014, 15:18
frá Bokabill
Mörg tæki eru með LW þótt það sé tekið fram að þau séu einungis FM/MW.
Þá tekur langbylgjan við miðbylgjunni þegar hún hefur skrollað á enda.
Held að Pioneer tækin séu þannig t.d.

Re: Útvarp ??????

Posted: 23.maí 2014, 20:17
frá jeepson
Pioneer eru líka alvöru tæki :) Og fást á skikkanlegu verði.

Re: Útvarp ??????

Posted: 24.maí 2014, 17:31
frá Stebbi
Flest ný tæki í bílum í dag eru bara MW á AM ekki LW. Þetta er sjálfsagt einhver markaðssvæða munur hvort AM nái neðar en 600khz. En það er gjörsamlega ömurlegt að ná ekki Gufuskálum þegar maður er kominn á hálendið, maður verður bara þunglyndur á því að heyra ekki snarkið í viðtækinu.

Re: Útvarp ??????

Posted: 28.jan 2016, 10:58
frá svarti sambo
Hér er eitt. rakst á þetta fyrir tilviljun.

http://isfell.is/vorulisti/#266/z

Re: Útvarp ??????

Posted: 28.jan 2016, 11:05
frá Þorsteinn
Ég á nýtt pioneer tæki fyrir þig á 25 þúsund krónur.
Er með bluetooth og usb og flr

Heitir pioneer deh-x5800bt

822-8639

Re: Útvarp ??????

Posted: 28.jan 2016, 20:06
frá StefánDal
svarti sambo wrote:Hér er eitt. rakst á þetta fyrir tilviljun.

http://isfell.is/vorulisti/#266/z


Þetta er virkilega áhugavert tæki. Ertu búinn að athuga verðið?

Re: Útvarp ??????

Posted: 28.jan 2016, 21:11
frá svarti sambo
StefánDal wrote:
svarti sambo wrote:Hér er eitt. rakst á þetta fyrir tilviljun.

http://isfell.is/vorulisti/#266/z


Þetta er virkilega áhugavert tæki. Ertu búinn að athuga verðið?


Nei, En fannst rétt að láta menn vita af þessu, þar sem að það var einhver umræða um langbylgju útvarp og þess háttar. Hér á spjallinu.

Re: Útvarp ??????

Posted: 29.jan 2016, 03:33
frá halli7
það var svona í bíl hjá mér og það er langbylgja á því.
http://www.nesradio.is/255-ute-81r.html
hér eru nánari upplýsingar:
http://www.alpine-electronics.se/p/Prod ... 60/ute-81r
"Tuner
Memory Presets: Preset Stations (FM:18, MW:6, LW:6)"

Re: Útvarp ??????

Posted: 29.jan 2016, 08:10
frá jongud
Ég keypti Pioneer í Ormsson í fyrra sem er með langbylgju, geislaspilara og USB port. Það heyrist ekkert í langbylgjunni í bílnum en það getur verið af því að loftnetið hjá mér er eitthvað í drasli.

Re: Útvarp ??????

Posted: 19.aug 2016, 13:20
frá lara
Ég held þetta hljóti að vera loftnetstengt vandamál Pioner er þekkt fyrir næma góða og skýra móttöku tunerinn eða viðtakan í þeim er verulega góð Ég er til dæmis með Pioner og hef náð Eiðum á 207 khz í Reykjavík semsagt yfir allt heila landið það náðist alveg ágætlega þrátt fyrir að steinsteypt húsin í byggðinni hafi ábyggilega veikt signalið eins veit ég af fólki sem nær RUV alveg glimrandi vel á Pioner bíltæki í Færeyjum. Verulega hæfur tæknimaður lagði hart að mér að nota Pioner tæki í trillu sem ég var að græja

Re: Útvarp ??????

Posted: 19.aug 2016, 13:27
frá lara
Það sakar ekki að nefna að það er hægt að nota ferðatæki með langbylgju sem staðsetningartæki í neyð það er svokallað ferrit loftnet í þeim sem virka þannig að það dregur hættir að heyrast í þeim ef maður snýr hliðinni á tækinu að sendinum (Nema að maður sé mjög nálægt) þannig er hægt að snúa tækinu þegar ekkert heyrist veit maður að önnur hvor hliðin snýr að sendimastrinu ..þá er reyndar um tvær áttir að ræða að sendistöðinni en þetta getur hjálpað ef menn eru alveg lost

Þetta virkar bara svona á LW ekki FM

Re: Útvarp ??????

Posted: 19.aug 2016, 13:30
frá lara
Það sakar ekki að nefna að það er hægt að nota ferðatæki með langbylgju sem staðsetningartæki í neyð það er svokallað ferritt loftnet í þeim sem virka þannig að það dregur úr móttökustyrk og hættir að heyrast í þeim þegar hliðin á tækinu snýr að sendinum (Nema að maður sé mjög nálægt) móttökustyrkurinn eykst ef tækið snýr þvert á sendistöðina. þannig er hægt að snúa tækinu og þegar ekkert heyrist veit maður að önnur hvor hliðin snýr að sendimastrinu..þá er reyndar um tvær áttir að ræða að sendistöðinni en þetta getur hjálpað ef menn eru alveg lost

Þetta virkar bara svona á LW ekki FM

Re: Útvarp ??????

Posted: 19.aug 2016, 21:32
frá sukkaturbo
sæll félagi Þórir ég er hrifin af orginal Toyota hilux útvörpunum þar er allt sem þarf og fm m og m og Langbylgja og svo er rifa fyrir kassettu líka þú getur sett usb dótið í gatið fyrir spóluna og sungið hástöfum með