Síða 1 af 1
Blý filliefni
Posted: 19.maí 2014, 23:12
frá Gunnar00
Sælir
Ég rakst á þetta hérna á veraldarvefnum.
notar einhvern þessa aðferð hérna á klakanum eða eru allir í plastinu?
https://www.youtube.com/watch?v=SD98LDc0GAI
Re: Blý filliefni
Posted: 19.maí 2014, 23:42
frá villi58
Ég held að sumir geri þetta svona enn, mín fyrstu hurðarbotnaskipti var svona og nánast ekkert sparsl.
Re: Blý filliefni
Posted: 20.maí 2014, 00:23
frá Gunnar00
mig langar svolítið að prufa þetta, sjá hvernig gengur... veistu hvar er hægt að fá stangir í þetta?
Re: Blý filliefni
Posted: 20.maí 2014, 00:31
frá biturk
bílanaust hafa átt svona stangir, svo er líka hægt að nota hvaða blý sem er, getur oft keipt blý til að bræða ádekkja verkstæðum
Re: Blý filliefni
Posted: 20.maí 2014, 01:01
frá villi58
biturk wrote:bílanaust hafa átt svona stangir, svo er líka hægt að nota hvaða blý sem er, getur oft keipt blý til að bræða ádekkja verkstæðum
Ég skildi myndbandið þannig að þetta væri blanda af blýi og tini, leiðréttið ef það er rangt.
Re: Blý filliefni
Posted: 20.maí 2014, 01:20
frá biturk
villi58 wrote:biturk wrote:bílanaust hafa átt svona stangir, svo er líka hægt að nota hvaða blý sem er, getur oft keipt blý til að bræða ádekkja verkstæðum
Ég skildi myndbandið þannig að þetta væri blanda af blýi og tini, leiðréttið ef það er rangt.
þá hef ég misskilið
annars á ég svona massíva tin stöng, spurning hvort það sé eitthvað svipað dæmi? allavega alveg djöfullegt að bræða það ogvarla að gas brennarinn minn ráði við það!
Re: Blý filliefni
Posted: 20.maí 2014, 06:20
frá snöfli
Það sem við köllum lóðningartin er eutetísk blanda af tini og blýi sem hefur þann eiginleika að bræðslumark blöndunar er lægra en af hvoru fyrir sig. Til í stöngum líka. l.
Re: Blý filliefni
Posted: 20.maí 2014, 08:22
frá jongud
Svona tinstangir hafa fengist í byggingavöruverslunum og eru oft í pípulagnadeildunum.
Re: Blý filliefni
Posted: 20.maí 2014, 12:39
frá BrynjarHróarsson
Þetta er til í Poulsen