Síða 1 af 1

Súrefniskynjara vandamál í Hilux

Posted: 17.nóv 2010, 20:50
frá steiniberg
Er með Toyota Hilux 94 bensín 22RE með flækjum. Hvað getur orsakað það að ég hef þurft að skipta um súrefnisskynjara tvisvar á þessu ári vegna þess að vélarljósið kveiknar með meldingu um að súrefnisskynjarinn sé ónýtur.

Re: Súrefniskynjara vandamál í Hilux

Posted: 17.nóv 2010, 21:56
frá stebbi1
ertu viss um að skynjarinn sé ónýtur? það er oft hægt að mæla þá, maður þarf bara að vita hvernig á að mæla það , sjálfsagt mismunandi eftir bílium.
Þegar ég var í svipuðu brasi með mína súkku rakst ég á það í einhverri grein á netinu að súrefnisskynjarar þyldu illa allt silicone. þessa vegna á maður að varast að nota kítti eða pakkningar lím með silcon allstaðar í vélarsalnum.
Annars hef ég ekki hundsvit á þessu, heyrði að maður gæti þrifið þessa skynjara með bremsuhreinsi, veit ekki meira um það.

Re: Súrefniskynjara vandamál í Hilux

Posted: 17.nóv 2010, 21:59
frá Sævar Örn
Líklega er skynjarinn að kafna í sóti úr pústinu, og þykk bensínblanda. eða mikið keyrt stuttar vegalengdir...

Re: Súrefniskynjara vandamál í Hilux

Posted: 17.nóv 2010, 22:53
frá Hlynurh
Hvar er hann staddu í pústkerfinu er hann þar sem hann er orginal ????

hann kemur nánast alltaf með eitthverjar villur að það sé of veik blanda eða hann bilaður .... nóg að hann pústi smá út eða mótorinn eitthvað vanstilltur hvað er hann mikið keyrður þessi mótor ??? eins er búið að taka egr meingunarvarnar draslið af ???

Kv Hlynur

Re: Súrefniskynjara vandamál í Hilux

Posted: 18.nóv 2010, 09:20
frá steiniberg
Takk fyrir góðar ábendingar. Þessi bíll er ekinn 170 þús km og skynjarinn er bara á orginal staðnum.