Bílaleiga


Höfundur þráðar
asbjörn1959
Innlegg: 22
Skráður: 11.jún 2013, 21:18
Fullt nafn: Ásbjörn Einar Ásgeirsson

Bílaleiga

Postfrá asbjörn1959 » 16.maí 2014, 21:33

Hafið þið tekið á leigu bíla frá Cheap Jeep?



User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Bílaleiga

Postfrá svarti sambo » 16.maí 2014, 23:29

Nei.
En voru þeir ekki í fréttunum í fyrra, fyrir einhvern riský bussness.
Fer það á þrjóskunni


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Bílaleiga

Postfrá juddi » 17.maí 2014, 09:56

Það var nú sorpblaðamenska á háu stigi voru að velta sér uppúr númerslausum bílum sem löggan væri að leyta að, það eiga allar bílaleigur númerslausa bíla á áhveðnum tímum ársins og lögreglan hefur ekkert útá númerslausa bíla að setja sem standa og bíða eftir því að komast í notkun.
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Dreki
Innlegg: 80
Skráður: 06.apr 2010, 20:24
Fullt nafn: Smári Einarsson

Re: Bílaleiga

Postfrá Dreki » 17.maí 2014, 10:01

Já átti viðskipti við hann fyrir 3 árum og ekkert upp á hann að klaga
gekk eins og átti að gera
Smári Einarsson
Audi Q7
Dodge Ram 2500 38"
Blazer 1979 44"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Bílaleiga

Postfrá Freyr » 17.maí 2014, 16:21

Sjálfsagt í lagi að nota bíla frá þeim í almenna notkun en færi ekki á jeppa frá þeim á fjöll, a.m.k. alls ekki einbíla eða í krefjandi ferðir. Var í ferð í vetur þar sem með í för var jeppi frá þeim. Hann var á gatslitnum dekkjum á felgum sem þau tolldu illa á, um leið og farið var undir 5 psi safnaðist snjór á felgubrúnir sem endaði með loftleysi og jafnvel affelgunum. Eins voru báðar driflokurnar ónýtar. Ekki bara að þær virkuðu lítið og þurfti að opna þær báðar oftar en 1x til að fá þær til að grípa heldur vantaði einnig eitthvað af boltum í þær og aðrir forskrúfaðir. Innan við lokurnar var gömul og illa lyktandi koppafeiti sem gefur tilefni til að ætla að hjólalegur fá ekki viðeigandi viðhald.

Kv. Freyr

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Bílaleiga

Postfrá jeepcj7 » 17.maí 2014, 19:55

"Gömul og ílla lyktandi koppafeiti" það er nú alveg svakalegt var hún útrunnin og allt. ;O)
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
asbjörn1959
Innlegg: 22
Skráður: 11.jún 2013, 21:18
Fullt nafn: Ásbjörn Einar Ásgeirsson

Re: Bílaleiga

Postfrá asbjörn1959 » 17.maí 2014, 22:18

Smá kvart fékk leigðan Grand Cherokee V-8 í sólahr 12900 kr verð að segja viðhald er ekkert á þessum bíl og aukahljóð keyrði 240km eyðslan var töluverð vá er á nelgdum dekkjum flest aðvörunarljós loga.Hvað væru menn að borga í bensín þessa vegalengd finnst 8000 þús í það mesta.


HummerH3
Innlegg: 182
Skráður: 12.apr 2014, 10:49
Fullt nafn: Einar Evensen
Bíltegund: Hummer h3

Re: Bílaleiga

Postfrá HummerH3 » 18.maí 2014, 00:20

Ég sá 2 oltna frá cheep jeep í sömu vikunni. Annar í stikkishólmi hinn í skagafyrði


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Bílaleiga

Postfrá Brjotur » 18.maí 2014, 00:44

Eg sa nokkra oltna bilaleigubila i vetur fra öðrum bilaleigum, eru það þa skitaleigur ???'

Cheap jeep var i frettum bæði vegna otryggðra bila og oskoðaðra það var svo lagað.

En annað þið vitið hvað cheap stendur fyrir ?? ju odyrt og það er nu bara þannig að þvi meir sem þu borgar þa færðu betri vöru ekki satt ?

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Bílaleiga

Postfrá Kiddi » 18.maí 2014, 00:54

asbjörn1959 wrote:Smá kvart fékk leigðan Grand Cherokee V-8 í sólahr 12900 kr verð að segja viðhald er ekkert á þessum bíl og aukahljóð keyrði 240km eyðslan var töluverð vá er á nelgdum dekkjum flest aðvörunarljós loga.Hvað væru menn að borga í bensín þessa vegalengd finnst 8000 þús í það mesta.


(8000 kr / 245 kr/lítra) = 32,65 lítrar

(32,65 lítrar / 240 km) * 100 = 13,6 lítrar á hundraðið

Við hverju bjóstu?
Þetta er svona nokkuð eðlileg eyðsla á þessum bíl. 12-14 í þjóðvegaakstri.

Og með ljósin og hljóðin... bíll með til að mynda bilað ABS er ekki hættulegri en bíll sem kom ekki með ABS.

Þetta heitir Cheap Jeep. Ég segi aftur, við hverju bjóstu? Bíl í sama standard og Hertz myndi leigja þér fyrir 60.000 kr sólarhringinn?

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Bílaleiga

Postfrá Freyr » 18.maí 2014, 01:36

jeepcj7 wrote:"Gömul og ílla lyktandi koppafeiti" það er nú alveg svakalegt var hún útrunnin og allt. ;O)


Það er öllum ljóst að patrol framhjólalegur er eitthvað sem þarf af og til að líta á til að halda þeim í lagi. Það er augljóst að mjög langt var síðan slíkt hafði verið gert á þessum bíl, ekki nema vinnubrögðin hafi verið það ömurleg að það hafi bara verið litið á þetta og sett saman aftur með ónýtri feiti. Heiti bílaleigunnar gefur jú til kynna við hverju megi búast, enda sjálfsagt að bílarnir séu eitthvað sjúskaðir og mikið eknir. Hinsvegar er ekki boðlegt að leigja frá sér bíla sem viðbúið er að skili sér ekki heim aftur, það er stór munur á því og að eitthvað óvænt komi upp á sökum aldurs og aksturs.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Bílaleiga

Postfrá svarti sambo » 18.maí 2014, 02:59

Kiddi wrote:Þetta heitir Cheap Jeep. Ég segi aftur, við hverju bjóstu? Bíl í sama standard og Hertz myndi leigja þér fyrir 60.000 kr sólarhringinn?


Það er eitt að vera ódýrari en aðrir og vera með minni standard, varðandi val á búnaði, sökum aldurs eða útlits. En það má aldrei draga úr öryggi kúnnans. Frekar en að pípari sem myndi kalla sig Cheap plummer, megi skilja við hálf lekar lagnir eftir viðgerð sem geta valdið tjóni. Það þýðir bara leiðindi og jafn vel málaferli.
Fer það á þrjóskunni


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Bílaleiga

Postfrá Brjotur » 18.maí 2014, 14:47

Svarti Sambo þessir bilar eru skoðaðir það skiftir akkurat engu með þessi ljos sem um ræðir , þau loga ju orðið i flestum bilum a þessum aldri . Og Freyr Ju það er einmitt mergurinn malsins þetta eru druslur og kunninn veit það , og kunninn er tilbuinn i þennan mikla verðmun með þeirri ahættu að tikin skili ser ekki heim .

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Bílaleiga

Postfrá ellisnorra » 18.maí 2014, 20:24

Ég athugaði með leigu á bíl hjá Hertz fyrir ca viku síðan vegna annars máls. Rav4 beinskiptur (sjálfskiptur var líka í boði) sem leigja átti seinni tvær vikurnar í júlí með ótakmörkuðum akstri kostaði "einungis" 404 þúsund krónur. Sett fram bara til að menn fái á tilfinninguna hvað bílaleigubíll kostar.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Bílaleiga

Postfrá Hfsd037 » 18.maí 2014, 20:40

elliofur wrote:Ég athugaði með leigu á bíl hjá Hertz fyrir ca viku síðan vegna annars máls. Rav4 beinskiptur (sjálfskiptur var líka í boði) sem leigja átti seinni tvær vikurnar í júlí með ótakmörkuðum akstri kostaði "einungis" 404 þúsund krónur. Sett fram bara til að menn fái á tilfinninguna hvað bílaleigubíll kostar.



Sæll! Það er næstum því eins og þriggja daga leiga á Lamborghini Aventador í Þýskalandi :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Höfundur þráðar
asbjörn1959
Innlegg: 22
Skráður: 11.jún 2013, 21:18
Fullt nafn: Ásbjörn Einar Ásgeirsson

Re: Bílaleiga

Postfrá asbjörn1959 » 18.maí 2014, 21:42

Vissi ekki að þetta væru druslur Brjótur hef alldrei tekið bíl á þessari leigu,en takk fyrir svörin átti ekki von á því að vera skotin í kaf ætla ekki að láta ljós mitt skína.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Bílaleiga

Postfrá Brjotur » 18.maí 2014, 22:48

Asbjörn það er ekkert verið að skjota neinn i kaf , og eg ætla bara að taka það fram að eg a engra hagsmuna a' gæta heldur i þessu mali :) en menn hljota að skilja að gamlir bilar eru odyrari og þar af leiðandi ekki eins goðir, þessi cherokee hefur til dæmis verið hvað 12 14 ara eða eldri og eins og Elli bendir a her fyrir ofan þa held eg að það skyri sig alveg sjalft hvað þu fekkst bilinn odyrt

Gleðilegt sumar :)


AriS
Innlegg: 31
Skráður: 11.aug 2012, 16:31
Fullt nafn: Ari Sigurðarson

Re: Bílaleiga

Postfrá AriS » 20.maí 2014, 23:33

Málið sem kom upp varðandi þá síðastliðið sumar varðaði ekki númerslausa bíla eins og einhver hér að ofan minntist á, heldur voru þeir með í útleigu ótryggða bíla, og það nokkra. Þetta kom upp vegna kúnna sem leigði bíl hjá þeim sem hún og svo tjónaði, hún var rukkuð af cheap jeep um sjálfsábyrgð eins og eðlilegt þykir, enn fékk svo síðan bakreikning frá tryggingafélaginu uppá hundruði þúsunda vegna þess að bílinn var ekkert tryggður. Það er eflaust hægt að finna nákvæma frásögn frá þessari konu í fréttasafni stöðvar 2 að mig minnir.

Það er nú eitt að vera að leigja út ódýra bíla á lágu verði, enn þetta er náttúrulega algjörlega ótækt með tryggingahlutann.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 21 gestur