Síða 1 af 1

Gæðamunur á kælivökva

Posted: 11.maí 2014, 21:34
frá TDK
Þarf að skipta um á bílnum og er að spá hvort að þetta sé allt sama sullið ( veit að þetta er ekki allt það sama) eða er einhver munur milli tegunda?

Re: Gæðamunur á kælivökva

Posted: 11.maí 2014, 22:14
frá Stebbi
Það fer eftir því úr hvaða efnum vélin er smíðuð hvaða vökva þú setur á hann. Ef það er eitthvað ál í vélini þá borgar sig að leita eftir upplýsingum frá framleiðanda.

Re: Gæðamunur á kælivökva

Posted: 11.maí 2014, 22:50
frá Kiddi
Ég skildi þetta alltaf þannig að maður gæti notað hvaða frostlög sem er svo lengi sem maður endurnýjar hann í samræmi við hvað hann á að endast og það skipti engu máli hvaða efni væru í vélinni? Svo má ekki blanda þeim saman þá verður bara eitthvert drullumall í vélinni.

Er þetta rangt hjá mér þá eða? Er ekki í fína lagi að nota bláan frostlög sem endist í 2 ár á vél sem er með álheddum?

Re: Gæðamunur á kælivökva

Posted: 11.maí 2014, 23:17
frá Sævar Örn
suzuki vélar eru allar úr áli og voru alltaf með bláan vökva en nýjir suzuki í dag koma með rauðan...

Re: Gæðamunur á kælivökva

Posted: 11.maí 2014, 23:21
frá Stebbi
Hef alltaf heyrt talað um að ef að það er grænn eða rauður á vélini þá sé ekki ráðlagt að setja bláan á hana. Það er kanski bara vitleysa en ég hef reynt að halda mig við að hafa sama sull og framleiðandi setur á vélarnar þegar þær eru nýjar, sama hvort það sé 25 ára gömul ameríkuvél eða nýleg japönsk.

When used in an automotive context, corrosion inhibitors are added to help protect vehicles' radiators, which often contain a range of electrochemically incompatible metals (aluminum, cast iron, copper, brass, solder, et cetera). Water pump seal lubricant is also added.

Re: Gæðamunur á kælivökva

Posted: 12.maí 2014, 00:22
frá GeiriLC
eina sem skiptir máli í þessu er að blanda ekki saman litum. þeas. blátt og grænt má fara saman, rautt sér og gult sér

Re: Gæðamunur á kælivökva

Posted: 12.maí 2014, 08:01
frá Guðmundur Ingvar
sölumaður hjá stillingu sagði mér, (við feðgar kaupum frostlög hjá stillingu, bláan og rauðan (og grænan meðan það var hægt)) að engu mætti blanda við bláan frostlög, en rauðum og grænum mætti blanda saman. ég hef farið eftir þessu og blanda rauðum við grænan alveg hiklaust.

kv
Guðmundur

Re: Gæðamunur á kælivökva

Posted: 12.maí 2014, 11:18
frá Rangur
En er einhver munur eftir því hvaða merki er á límmiðanum á brúsanum?

kv.

ÞÞ

Re: Gæðamunur á kælivökva

Posted: 12.maí 2014, 12:37
frá svarti sambo
Það má blanda saman bláum og grænum frostlögi, en ekki öðrum. blár er 2 ára og grænn er 3 ára. Það þarf að velja froslöginn eftir málmum vélarinnar, vegna tæringarvarnarinnar en ekki frostþolinu og líftími á frostlögi er miðuð við virkni tæringarvarnarinnar.

Re: Gæðamunur á kælivökva

Posted: 12.maí 2014, 12:50
frá TDK
Svo að subaruinn hjá mér getur tekið hvað sem er svo lengi sem það er grænt

Re: Gæðamunur á kælivökva

Posted: 12.maí 2014, 13:19
frá Hjörturinn
Bara minna menn á að þessir litir segja ekki allt, það er enginn staðall í gildi held ég.
Miklu frekar styðjast við nöfn og lýsingar á brúsum.