Hilux 2.4 tdi hleðslu vesen!

User avatar

Höfundur þráðar
Halldorfs
Innlegg: 59
Skráður: 23.sep 2012, 12:50
Fullt nafn: Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Bíltegund: Toyota hilux

Hilux 2.4 tdi hleðslu vesen!

Postfrá Halldorfs » 06.maí 2014, 23:31

Sælir vantar smá hjálp. Ég var að skipta um vél í Hiluxnum 87 arg hjá mér var með 2.4 diesel orginal og setti í hann 2.4 tdi úr 93
bíl. En aðal vandinn er að hann er að hlaða of mikið ca 15 v í hægagangi en þegar ég gef honum inn fer hann í 18v sem er allt of mikið. Er búinn að setja betri jörð í vélina, passa jörðina í spennujafnaranum og prufa þrjá sem virka. Búinn að mæla tengið að spennujafnaranum og allt virðist vera í lagi. En getið þið komið með eitthvað sem ég er að gleyma?.

Kv Halldór, von um góð svör.:)


Suzuki vitara 98.árg
Suzuki vitara 99.árg 33"
Chevrolet S-10 44" með 350cc
Suzuki Sidekick 33" 96.árg.
Toyota Hilux double cab með xtra cab palli (lengdur) 87.árg. 2,4L td 36" breittur. (Núverandi bíll)


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hilux 2.4 tdi hleðslu vesen!

Postfrá biturk » 07.maí 2014, 01:15

Alternatorinn er bilaður
head over to IKEA and assemble a sense of humor


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux 2.4 tdi hleðslu vesen!

Postfrá sukkaturbo » 07.maí 2014, 08:19

Sæll ef ég væri að koma að þessu þá mundi ég skoða eða skipta um spennustillinn ég tel að hann eigi að stýra hleðslunni algjörlega frá altentor. Er spennustillirinn sem er í bílnum núna fyrir þessa árgerð af 2,4 diselvélinni og kveikir bíllinn hitaljósið fyrir glóðarkertin áður en þú setur í gang??. Fékk einu sinni spennustillir úr bensínbíl og þá hætti að koma hitaljósið. Þetta er bara smápæling veit ekki hvort þetta skiptir máli. kveðja guðni

User avatar

Höfundur þráðar
Halldorfs
Innlegg: 59
Skráður: 23.sep 2012, 12:50
Fullt nafn: Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Bíltegund: Toyota hilux

Re: Hilux 2.4 tdi hleðslu vesen!

Postfrá Halldorfs » 07.maí 2014, 11:20

Sælir
Ég er búinn að láta spennustillirinn sem var með mótornum í hinum bílnum, og stillirinn sem var í mínum bíl, svo fékk ég lánaðan úr öðrum bíl sem virkar hjá honum. en hitaljósið "gormurinn" kemur og fer og það virkar allt samann. Var búinn að fá myndir hvernig á að opna spennustillirinn og beigja stillirinn á viðnáminu og reyna að stilla hann þannig. En svo var mér sagt að alternatorinn á að vera í lagi ef hann hleður of mikið væri þá bara eitthvað annað að sem er í kringum stillirinn, en bara hvað það er veit ég ekki.
Suzuki vitara 98.árg
Suzuki vitara 99.árg 33"
Chevrolet S-10 44" með 350cc
Suzuki Sidekick 33" 96.árg.
Toyota Hilux double cab með xtra cab palli (lengdur) 87.árg. 2,4L td 36" breittur. (Núverandi bíll)

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: Hilux 2.4 tdi hleðslu vesen!

Postfrá Þráinn » 07.maí 2014, 11:42

Þetta er mjög líklega spennustillirinn á brettinu, það er spurning um að redda sér rafmagns teikningum og öðrum stillir og fikta sig áfram


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux 2.4 tdi hleðslu vesen!

Postfrá sukkaturbo » 07.maí 2014, 12:04

Sæll smá pæling ef spennustillirinn er í lagi hleypir hann ekki nema mest 14 voltum í gegnum sig. Gæti verið að mælirinn sem þú mælir með sé ekki réttur??

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hilux 2.4 tdi hleðslu vesen!

Postfrá Startarinn » 07.maí 2014, 12:25

Spennan verður líka hækkuð ef geymirinn er lélegur, ætti þó ekki að ná 18 voltum, kannski 15 mest.

En alternator lét svona hjá mér þegar díóðubrúin í honum gaf sig, en hann var með innbyggðan spennustilli
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hilux 2.4 tdi hleðslu vesen!

Postfrá aggibeip » 07.maí 2014, 13:06

Alternatorinn í þessu er með utanáliggjandi spennustilli og mjög lítið mál að skipta um hann. Hann er í innra brettinu farþegamegin. Kostar um 6þús í bílanaust.

Ég efast samt um að þetta sé spennustillirinn.. Ég lenti í þessu um daginn og það var alternatorinn, ég fór með hann í PG þjónustuna og þeir gerðu hann upp fyrir mig fyrir sanngjarnann pening og eftir það hlóð hann alveg rétt..

Ég var reyndar í vandræðum með að fá díóðubrú í þetta, það átti þetta enginn til.. Endaði á að panta þetta hjá Bílanaust og borgaði um 6.500kr díóðubrúnna og þeir í PG gerðu síðan alternatorinn upp og settu brúnna í hann...
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

Höfundur þráðar
Halldorfs
Innlegg: 59
Skráður: 23.sep 2012, 12:50
Fullt nafn: Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Bíltegund: Toyota hilux

Re: Hilux 2.4 tdi hleðslu vesen!

Postfrá Halldorfs » 07.maí 2014, 23:43

Jæja ég setti gamla alternatorinn í og allt komið í lag.
Suzuki vitara 98.árg
Suzuki vitara 99.árg 33"
Chevrolet S-10 44" með 350cc
Suzuki Sidekick 33" 96.árg.
Toyota Hilux double cab með xtra cab palli (lengdur) 87.árg. 2,4L td 36" breittur. (Núverandi bíll)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir