Stýrikerfi fyrir loftpúða?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Stýrikerfi fyrir loftpúða?
Hvernig stýrikerfi er einfaldast að búa sér til loftpúðafjöðrun? Mig langar að geta fylgst með þrýsing í púðunum og bætt í og hleypt úr þeim innan úr bíl, eftir því hvernig ég er að lesta bílinn. Kv, Kári.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Stýrikerfi fyrir loftpúða?
Einfaldast og öruggast er klárlega að hafa krana og mæla inni í bíl.
Ef það á að hækka dótastuðulinn, þá man ég að einhver á Akureyri, hugsanlega Kliptrom, var í startholunum með einhvern slíkann búnað. Heyrði aldrei meira af því.
Svo eru til rofar sem sjálfkrafa lagfæra hæðina á bílnum eftir því hvernig hann er lestaður, slíkt er í vörubílum með loftpúðafjöðrun. Mögulega svoldið dýrt.
Prófaðu ET ef þú ert í slíkum pælingum.
Ef það á að hækka dótastuðulinn, þá man ég að einhver á Akureyri, hugsanlega Kliptrom, var í startholunum með einhvern slíkann búnað. Heyrði aldrei meira af því.
Svo eru til rofar sem sjálfkrafa lagfæra hæðina á bílnum eftir því hvernig hann er lestaður, slíkt er í vörubílum með loftpúðafjöðrun. Mögulega svoldið dýrt.
Prófaðu ET ef þú ert í slíkum pælingum.
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Stýrikerfi fyrir loftpúða?
Eru ekki til einhverjir rafstýrðir segulrofar sem þú getur bætt í og hleypt úr púðanum? Prófaðu að hringja í Barka og ath með það.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Stýrikerfi fyrir loftpúða?
ég verð með súpu af kúlulokum og einn nákvæman loftmæli sem getur mælt 0.1 - 150 psi í 0.1 psi skrefum.... svo bara fer það eftir því hvaða kúlulokar eru opnir hvaða þrýsting maður er að mæla. svo ætla ég að setja dekkin inná þetta kerfi líka.
þá getur maður mælt allan þrýsting hvar sem er í kerfinu.. þó bara einn í einu. en það ætti að duga mér allavega.
reiknast samt til að þetta kosti slatta þegar upp er staðið.. kúlulokar eru ekkert ókeypis í dag.
þá getur maður mælt allan þrýsting hvar sem er í kerfinu.. þó bara einn í einu. en það ætti að duga mér allavega.
reiknast samt til að þetta kosti slatta þegar upp er staðið.. kúlulokar eru ekkert ókeypis í dag.
Re: Stýrikerfi fyrir loftpúða?
JonHrafn wrote:Eru ekki til einhverjir rafstýrðir segulrofar sem þú getur bætt í og hleypt úr púðanum? Prófaðu að hringja í Barka og ath með það.
Það eru til mekanískir lokar, þ.e. lokar með handfangi eða snúningstakka, þeirs kosta svipað (5þstk) og rafsegullokar og eru þægilegri en kúlulokar ;)
Síðast breytt af nobrks þann 16.nóv 2010, 22:08, breytt 1 sinni samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: Stýrikerfi fyrir loftpúða?
Þarf loftkút við loftdæluna og hvernig lítur svona kerfi úr í einföldustu útgáfu, er ekki skemmtilegra að hafa einn mæli fyrir hvorn púða? Kv, Kári.
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Stýrikerfi fyrir loftpúða?
Ef ég væri að græja svona þá myndi ég setja upp kerfi , dæla - kútur - hraðtengi í grilli t.d. til að dæla í dekkin. Tengja inn á kerfið segulloka sem hleypa lofti í púðana, síðan annan segulloka sem hleypir lofti úr púðunum? Mæli á hvorn púða. Inni í bíl væri þá 2 rofar og 1 mælir per púða, eða einn veltirofi ? Var að kaupa svona segulloka til að skjóta inn á loftlæsingu, kostaði 3-4þús í barka.
Ég hef ekki græjað fyrir loftpúða en ég myndi allavega leggja af stað í það með þessa hugmynd.
Ég hef ekki græjað fyrir loftpúða en ég myndi allavega leggja af stað í það með þessa hugmynd.
Re: Stýrikerfi fyrir loftpúða?
sælir.
flottasta lausnin sem fer minnst fyrir er að fara í barka og fá 6 segulloka (einn fyrir hvern púða og sitthvorn til að hleypa úr og í) og lcd mælir sem að k2m var að selja.
þá ertu bara með lcd skjá og á honum sérðu þrýsting á hverjum púða og á kútnum.
með því að nota lcd-inn þá losnaru við að þurfta að þræða loflagnirnar inní bíl og útum allt í bæði mæla og kúluloka og staðsetur bara skynjarana fyrir skjáinn hjá segullokunum, leggur svo 2 víra í skjáinn frá hverjum púða.
flottasta lausnin sem fer minnst fyrir er að fara í barka og fá 6 segulloka (einn fyrir hvern púða og sitthvorn til að hleypa úr og í) og lcd mælir sem að k2m var að selja.
þá ertu bara með lcd skjá og á honum sérðu þrýsting á hverjum púða og á kútnum.
með því að nota lcd-inn þá losnaru við að þurfta að þræða loflagnirnar inní bíl og útum allt í bæði mæla og kúluloka og staðsetur bara skynjarana fyrir skjáinn hjá segullokunum, leggur svo 2 víra í skjáinn frá hverjum púða.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: Stýrikerfi fyrir loftpúða?
Takk fyrir þetta, ætli sé ekki hægt að kaupa þetta í kit frá Firestone? Kv, Kári.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur