Síða 1 af 1

Super swamper M16, einhver með reynslu af þessum dekkjum ?

Posted: 05.maí 2014, 22:18
frá Rabbihar
Er að pæla í að kaupa mér 37" dekk af þessari tegund fyrir 15"felgur.
Er einhver sem getur gefið mér álit á þeim ?

http://www.4wheelparts.com/Tires/37x13- ... =SSTM16-50

Re: Super swamper M16, einhver með reynslu af þessum dekkjum ?

Posted: 05.maí 2014, 22:22
frá Freyr
Verulega laus á felgum. Eru gjörsamlega ónothæf til úrhleypinga nema með völsun eða kantlás.

Re: Super swamper M16, einhver með reynslu af þessum dekkjum ?

Posted: 05.maí 2014, 22:40
frá Rabbihar
Ja ok.
En ef ekki er verið að hleypa úr.
Þau eru seld hjá N1 og þeir mæltu alveg rosalega með þeim....fyrir utan að þau eru 30% ódýrari en Arctic trucks dekkin.
Það er vandamál í dag að fá 37 eða 38" fyrir 15"felgur

Re: Super swamper M16, einhver með reynslu af þessum dekkjum ?

Posted: 06.maí 2014, 23:00
frá Fordinn
N1 eru soldið í því að hæla hlutum sem kanski eiga þad ekki alveg inni.... Kaupi allavega ekki fleiri dekkjaganga frá þeim.

Re: Super swamper M16, einhver með reynslu af þessum dekkjum ?

Posted: 07.maí 2014, 20:30
frá Dúddi
Var undir ford f350 þar sem eg var að vinna og voru allt i lagi þegar þau voru ny en misslitnuðu svo hroðalega og voru alveg onothæf þegar leið á þau, slitnuðu lika frekar hratt.