Framhásing musso
				Posted: 04.maí 2014, 19:27
				frá toni guggu
				Sælir félagar hvaða hásing passar undir musso að framan ?
kv Toni
			 
			
				Re: Framhásing musso
				Posted: 04.maí 2014, 20:26
				frá jeepcj7
				Það passar engin hásing en það sem er einfaldast að nota er dana 44 undan stóra wagoneer ca.1980-1986 þar er kúlan réttu megin og breiddin er svipuð 6 gata felgudeiling og diskabremsur,næsti möguleiki er að nota dana 44 undan Bronco ca.1972-1977 þar er kúlan réttu megin líka en þessar hásingar eru með skálabremsum til 1976 og eru líka alltaf með 5 gata felgudeilingu og að mig minnir aðeins mjórri.
En svo er allt hægt að mixa ef útí það er farið.