Síða 1 af 1
Hvar fást hagstæðustu slípirokksskífurnar?
Posted: 01.maí 2014, 21:51
frá Eiður
Sælir, enn og aftur leitar maður i þennan viskubrunn. Ég stefni á þónokkur magnkaup á skurðar- og pappaskífum í slípirokkinn.
Hvert er gáfulegast að snúa sér í þeim efnum?
kv. Eiður Smári
Re: Hvar fást hagstæðustu slípirokksskífurnar?
Posted: 01.maí 2014, 21:56
frá SævarM
ferro zink hafnarfirði hafa verið mjög hagstæðir
Re: Hvar fást hagstæðustu slípirokksskífurnar?
Posted: 01.maí 2014, 22:00
frá villi58
Sindri netverslun er með ým. skífur á góðu verði. Í Húsasmiðjunni kostar flipaskífa um 700 kr. en um 300 kr. í Sindra.
Re: Hvar fást hagstæðustu slípirokksskífurnar?
Posted: 01.maí 2014, 22:03
frá aggibeip
SævarM wrote:ferro zink hafnarfirði hafa verið mjög hagstæðir
http://www.ferrozink.is/is/verslun/slipivorur
Re: Hvar fást hagstæðustu slípirokksskífurnar?
Posted: 01.maí 2014, 22:19
frá Freyr
Ég versla þetta í sindra, 99 kr. stk af 125 x 1 mm skurðarskífum og flipaskífur á 2 eða 300 kr, man ekki hvort.
Re: Hvar fást hagstæðustu slípirokksskífurnar?
Posted: 01.maí 2014, 22:44
frá Guðmann Jónasson
Í skurðar og slípiskífum borgar sig sjaldan að kaupa það ódýrasta. Ending getur verið 10föld í dýrari skífu.
eftir að hafa slípað niður ófáa kílómetra af suðum síðustu 16 árin þá standa skífur frá Wurth og Pferd (Logey)uppúr :)
kv.
Guðmann
Re: Hvar fást hagstæðustu slípirokksskífurnar?
Posted: 01.maí 2014, 22:50
frá Gunnar00
Ég versla pakka í Wurth, fæ skurðarskífuna á 260 og einhvað í 25 stk pakka. endast nokkuð vel, mun betur en t.d. húsasmiðjuskífur.
Re: Hvar fást hagstæðustu slípirokksskífurnar?
Posted: 01.maí 2014, 23:39
frá oggi
ferró zink og wurht fá mitt atkvæði
Re: Hvar fást hagstæðustu slípirokksskífurnar?
Posted: 02.maí 2014, 12:45
frá sean
Ferro Zink skífurnar eru mjög góðar og endast vel, ekki kaupa þér Dewalt skífur í sindra þær endast svosem ágætlega en þær eru svo harðar að þær brotna mikið ef þú beitir rokknum e-d vitlaust
Re: Hvar fást hagstæðustu slípirokksskífurnar?
Posted: 02.maí 2014, 20:01
frá Nenni
Vélar og Verkfæri
Re: Hvar fást hagstæðustu slípirokksskífurnar?
Posted: 02.maí 2014, 23:39
frá Eiður
Takk fyrir þetta drengir...