Síða 1 af 1

Ódýrar túrbínur, verð gæði.

Posted: 28.apr 2014, 11:43
frá emmibe
Sælir, fékk tilboð frá Tanboress Machinery (Dandong) Limited :-) af Alibaba um nýja túrbínu í Súkku.
Suzuki Vitara Grand 2.0 TD GM Tracker
Model No.K03
Engine Type DW10ATED
The DHL cost for one unit is: 115USD
So total amount is: 165+115= 280USD
Er einhvað vit í að huxa um að setja þetta í bíl?
Kv. Elmar

Re: Ódýrar túrbínur, verð gæði.

Posted: 28.apr 2014, 11:55
frá baldur
Eins furðulegt og það er þá virðast þessar kínatúrbínur vera að skána í gæðum og lækka í verði á sama tíma.
Ég myndi ekki reikna með að ná fleiri hundruð þúsund km á svona túrbínu en það eru til dæmi um fleiri tugi þúsund km vandræðafrítt.
Þegar kínverjarnir byrjuðu að selja túrbínur hefði mátt kalla það afrek að ná 5000km.

Re: Ódýrar túrbínur, verð gæði.

Posted: 28.apr 2014, 11:59
frá emmibe
Sæll Baldur, þú veist svosum hvað ég er að spá með þetta en Garrett er bara svo helv. dýr.

Re: Ódýrar túrbínur, verð gæði.

Posted: 28.apr 2014, 12:19
frá svarti sambo
emmibe wrote:Sæll Baldur, þú veist svosum hvað ég er að spá með þetta en Garrett er bara svo helv. dýr.


Sæll
Þú átt svo sem að vera að borga fyrir gæði með garrett, En prufaðu að hringja í aflhlutir og talaðu við Hrafn þar. Kannski geta þeir útvegað þér hana einhvað ódýrara. S:5442045 eða 8955282

Re: Ódýrar túrbínur, verð gæði.

Posted: 28.apr 2014, 12:58
frá jwolf
Ég get skaffað original Garret á mjög hagstæðum verðum.
Jörgen GSM: 660 5455

Re: Ódýrar túrbínur, verð gæði.

Posted: 28.apr 2014, 13:57
frá saevars
borg warner bínurnar eru á góðum verðum og topp gæði

Re: Ódýrar túrbínur, verð gæði.

Posted: 24.maí 2014, 10:15
frá Heiðar Brodda
sælir félagi minn keypti túbínu frá kína fyrir sirka 2 árum í 4,2 krúser og hann gat valið um það hvort það stæði Garret á þeim eða ekki en allavega hann keypti túrbínu með öllu og innvols í aðra og þetta kostaði 70,000 komið heim að dyrum með tollum og öllu,hann hringdi ganni í Toyotu og spurði hvað túrbína kostaði fyrir 4,2 land krúser en þeir áttu hana ekki en fyrir 3,0ltr runner sem þeir áttu á lager var verðið 500,000

kv Heiðar

Re: Ódýrar túrbínur, verð gæði.

Posted: 24.maí 2014, 11:25
frá Finnur
Sælir

Ef menn vita að þeir eru að kaupa minni gæði þá finnst mér þessi leið allt í lagi, en þær geta verið tifandi tímasprengjur og þá er nauðsynlegt að gera ráðstafanir. Besta tryggingin er að vera með intercooler því ef bínan tætist í sundur á fullum snúning þá grípur intercoolerinn ruslið sem annars gæti endað inn í vél, stansað í stimpilkoll.

kv
KFS

Re: Ódýrar túrbínur, verð gæði.

Posted: 24.maí 2014, 12:35
frá birgiring
Hvaða túrbína getur ekki verið tifandi skaðræðisgripur? Voru orginal túrbínurnar í 3.0 l. Isuzu Trooper kínatúrbínur??

Re: Ódýrar túrbínur, verð gæði.

Posted: 24.maí 2014, 14:20
frá hobo
Trooper bínurnar eru japanskar, af gerðinni IHI, en það er smurkerfinu um að kenna að þær eru/voru að fara.

Re: Ódýrar túrbínur, verð gæði.

Posted: 25.maí 2014, 03:21
frá Atttto
Veit um eitt dæmi þar sem var keypt turbina af alibaba fyrir 2 arum fyrir 4,2 cruiser hun þrælvirkar og virtist ekki verri en orginal. En var um 1/10 af verđinu. Allavegana er hun enn i gangi og ekkert ad enn.
Kv . Atli

Re: Ódýrar túrbínur, verð gæði.

Posted: 25.maí 2014, 09:52
frá snöfli
Stundum eru þessir kínsverslu framleiðendur að smíða fyrir vestrænum merkin og það er als ekki samansem merki milli Kínverkst og drasl. Hinvegar veistu oft ekkert hvað þú færi á skalnum algjört drasl uppí sambærilega vöru.