Síða 1 af 1

Læsing úr hilux í 70 krúser

Posted: 23.apr 2014, 21:34
frá Gunnar00
Sælir,

ég keypti mér nýverið nospin úr hilux. og ætla mér að setja í 70 krúserinn hjá mér.
hinsvegar rámar mig einhvað í að það væri einhver munur á drifum í hilux og krúser. veit að það er hi-pinion að framan og low-pinion að aftan hjá mér.
mun þetta verða að einhverri fyrirstöðu? og vitið þið um einhvern sem getur stillt drifið inn eftir að læsingin er komin í? helst ódýrt fyrir fátækan námsmann.

Re: Læsing úr hilux í 70 krúser

Posted: 23.apr 2014, 21:39
frá Startarinn
Það er ekki erfitt að stilla drifið inn aftur, þú þarft ekki að eiga við pinjón, þetta á að passa á milli, fer eftir því úr hvernig hilux þetta kemur, þú gætir þurft að skipta um legur til að þetta gangi upp

Re: Læsing úr hilux í 70 krúser

Posted: 23.apr 2014, 22:56
frá Gunnar00
þetta er úr eldri hilux. held ég allaveganna. en maður er svolítið feiminn við að fikta við stillingar á drifi þegar maður hefur hvorki framkvæmt né séð svoleiðis gert.

Re: Læsing úr hilux í 70 krúser

Posted: 23.apr 2014, 23:21
frá baldur
Það sem ég hef gert þegar ég er bara að skipta um læsinguna/mismunadrifið er að ég hef bara mælt backlashið á drifinu áður en ég skrúfa í sundur og svo stillt það eins þegar það fer aftur saman, þá er öruggt að dýptin á kambinum er sú sama. Þarft ekkert að hreyfa pinioninn.

Re: Læsing úr hilux í 70 krúser

Posted: 23.apr 2014, 23:59
frá Kiddi
Það er til aragrúi af upplýsingum á netinu um hvernig það er staðið að því. Fyrst pinioninn er látinn vera snýst þetta eins og Baldur segir bara um að mæla bakslagið, það er gert með klukku og svo þarf að stilla það aftur. Þetta gerist ekki einfaldara en í Toyota. Það er alveg bráðsniðugt að læra þetta og maður gerir það ekki öðru vísi en að prófa!

Re: Læsing úr hilux í 70 krúser

Posted: 24.apr 2014, 00:14
frá Gunnar00
Kiddi wrote:maður gerir það ekki öðru vísi en að prófa!

mikið er það rétt. en hinsvegar... hvar fær maður klukku til að stilla þetta hérna á klakanum?

Re: Læsing úr hilux í 70 krúser

Posted: 24.apr 2014, 08:59
frá hobo
Færð kastklukku í öllum betri verkfæraverslunum, fékk mína í http://logey.is

Skoðaðu þetta http://gearinstalls.com/

Re: Læsing úr hilux í 70 krúser

Posted: 24.apr 2014, 09:57
frá makker
Þetta ætti að passa er þetta ekki að aftan annars? En ef ekki á ég lsd læsingu í drifköggli með brotnum 4:88 hlutföllum handa þér