Kerrutenglar á USA bílum ?


Höfundur þráðar
Atli E
Innlegg: 62
Skráður: 16.aug 2011, 11:35
Fullt nafn: Atli Eggertsson

Kerrutenglar á USA bílum ?

Postfrá Atli E » 18.apr 2014, 01:58

Góðan daginn.

Ég er með Chrysler sem ég þarf að koma kerrutengli á og fann þetta tengi undir mottu:

Image

Er þetta eitthvað USA-dót fyrir kerrur og ef svo er, er hægt að nýta þetta eitthvað fyrir þessar 7-póla tengingar sem við notum hér heima ?

Sætta skoðunarmenn sig við að hafa stefnuljósin í bremsuljósunum eins og í USA ?

Kv. Atli E.




Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Kerrutenglar á USA bílum ?

Postfrá Rodeo » 18.apr 2014, 06:05

Leiðinleg þessi fjögura pinna tengi fyrir það það eru ómerkilegir vírar í þeim. Þar að skipta um þau í tíma og ótíma.
En úr því að þau eru til staðar, er þetta þá ekki græjan sem vantar.

Image

http://www.ebay.com/itm/Tow-Ready-20321 ... de&vxp=mtr
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Kerrutenglar á USA bílum ?

Postfrá haffij » 18.apr 2014, 07:48

Í þessu 4 víra tengi ættir þú að finna jörð á hvíta vírnum, parkljós á brúna vírnum og svo sambyggð stefnu og bremsuljós á hinum tveimur. Ef ég man rétt eru litirnir öfugir við okkar kerfi þannig að gulur er líklega hægri og grænn vinstri.

Til að breyta þessu í evrópskan tengil getur þú fengið breytikubb. Hann fékkst allavegna hjá Stáli og stönsum síðast þegar ég vissi.

Til viðbótar við það segir reglugerðin á í nýskráðum kerrutengli skuli vera þokuljós þó það sé ekki gerð krafa um það á bílnum. Til að leysa það er mjög einfalt fyrir þig að leggja tvíleiðara frá parkinu í þessu tengi og fram í mælaborð. Bæta svo einföldum rofa með gaumljósi einhversstaðar í mælaborðið.

Þá er ég að tala um að nota annan leiðarann fyrir parkljósið og hinn til baka sem þokuljós. Svo verðuru að græja jörð fyrir gaumljósið frammi í mælaborði (getur auðvitað notað þríleiðara líka og þá einn af þeim sem jörð).

Ef þú ferð þessa leið ráðlegg ég þér að staðsetja breytikubbinn inni í bíl, þó að framleiðandinn segi að í lagi sé að hafa hann undir bílnum.

Tengilinn sem Rodeo linkar í er önnur gerð af amerískum kerrutengli, hann hjálpar þér ekkert í því sem þú ert að gera.


fannar79
Innlegg: 71
Skráður: 07.sep 2010, 18:46
Fullt nafn: Fannar S Smárason

Re: Kerrutenglar á USA bílum ?

Postfrá fannar79 » 18.apr 2014, 08:24

Þessir kubbar voru líka til í bílanaust, magnað stikki alveg hreint


siggisigþórs
Innlegg: 58
Skráður: 22.sep 2011, 18:40
Fullt nafn: sigurður már sigþórsson

Re: Kerrutenglar á USA bílum ?

Postfrá siggisigþórs » 18.apr 2014, 08:29

svona breytibúnaður fæst sennilega seint samþykktur þar sem skoðunarstöðvar eru ekki með búnað til að pófa hvort þetta virkar


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Kerrutenglar á USA bílum ?

Postfrá baldur » 18.apr 2014, 09:17

Ég myndi mæla með því að gleyma þessu 4 pinna plöggi þarna og leggja 7 leiðara bara alla leið fram undir mælaborð. Þú finnur hvergi þarna að aftan víra fyrir stefnuljós sem ekki eru líka bremsuljós. Þetta er hinsvegar allt til frammi í og engin þörf á einhverjum breytistykkjum og þessháttar rusli.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Kerrutenglar á USA bílum ?

Postfrá jeepcj7 » 18.apr 2014, 10:02

Breytistykkið er líka til hjá Bílabúðbenna fyrir slikk einfalt og fljótlegt að tengja og allt virkar eins og það á að gera bara snilld og miklu minna mál en að leggja alla leið bara gera þetta eins og maður einu sinni.
Þetta er miklu betri frágangur heldur en í flestum tilvikum þegar menn "leggja alla leið" og stelast inn á rafmagnið hingað og þangað með þjófum og vibba sem aldrei er til friðs.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: Kerrutenglar á USA bílum ?

Postfrá Þráinn » 19.apr 2014, 15:14

jeepcj7 wrote:Breytistykkið er líka til hjá Bílabúðbenna fyrir slikk einfalt og fljótlegt að tengja og allt virkar eins og það á að gera bara snilld og miklu minna mál en að leggja alla leið bara gera þetta eins og maður einu sinni.
Þetta er miklu betri frágangur heldur en í flestum tilvikum þegar menn "leggja alla leið" og stelast inn á rafmagnið hingað og þangað með þjófum og vibba sem aldrei er til friðs.


mikið sammála þessu.

siggisigþórs wrote:svona breytibúnaður fæst sennilega seint samþykktur þar sem skoðunarstöðvar eru ekki með búnað til að pófa hvort þetta virkar


hvað meinar þú með því?


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Kerrutenglar á USA bílum ?

Postfrá baldur » 20.apr 2014, 10:01

jeepcj7 wrote:Breytistykkið er líka til hjá Bílabúðbenna fyrir slikk einfalt og fljótlegt að tengja og allt virkar eins og það á að gera bara snilld og miklu minna mál en að leggja alla leið bara gera þetta eins og maður einu sinni.
Þetta er miklu betri frágangur heldur en í flestum tilvikum þegar menn "leggja alla leið" og stelast inn á rafmagnið hingað og þangað með þjófum og vibba sem aldrei er til friðs.


Já mín ráðgjöf miðast við menn sem kunna að ganga frá rafmagni og hafa vit á því að nota ekki þjófatengi. En vissulega er þægilegt að kaupa bara eitthvað sem plöggast í samband, ef það uppfyllir öll skilyrði og er áreiðanlegt.


Höfundur þráðar
Atli E
Innlegg: 62
Skráður: 16.aug 2011, 11:35
Fullt nafn: Atli Eggertsson

Re: Kerrutenglar á USA bílum ?

Postfrá Atli E » 24.apr 2014, 04:30

Takk fyrir þessu góðu svör.

Ég er búinn að hafa samband við bæði Stál og stansa og líka Bíla búð Benna.
Hvorugur þeirra kannast við að eiga svona dót eða hafa átt svona dót.

Ég fann eitt svona stikki á ebay fyrir evrópu tengla enn finn það ekki aftur.
Það er hinsvegar hellingur í boði fyrir 7-pinna USA, sem er með flötum tengjum..


Getur einhver upplýst mig meira um þetta?
Ætli það sé kannski hægt að nota 7-pinna USA dótið og tengja það bara beint í 7-pinna evrópu.


Ég nenni alls ekki að fara að rífa alla innréttinguna úr bílnum til að koma vírum fram í mælaborð sem ég hef svo ekki hugmynd hvar eru.
Langar því mjög mikið til að nota þetta 4-pinna USA tengi í eitthvað :)


Kv. Atli E.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Kerrutenglar á USA bílum ?

Postfrá jeepcj7 » 24.apr 2014, 05:08

Hérna er svona breytikubbur eins og ég verslaði í haust í Bílabúðbenna og síða sem sýnir hvernig á að tengja þetta.
http://www.etrailer.com/question-53685.html
Viðhengi
trailer tengi.jpg
trailer tengi.jpg (101.79 KiB) Viewed 4676 times
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: Kerrutenglar á USA bílum ?

Postfrá Þráinn » 24.apr 2014, 22:01

sá þetta annað hvort í Bílanaust eða H jónsson smiðjuvegi

Fara bara að leita :)


Höfundur þráðar
Atli E
Innlegg: 62
Skráður: 16.aug 2011, 11:35
Fullt nafn: Atli Eggertsson

Re: Kerrutenglar á USA bílum ?

Postfrá Atli E » 25.apr 2014, 11:15

Takk aftur fyrir skýr og góð svör og frábæra mynd af þessu tengi Hrólfur :)

Ég fer á stúfan og finn þetta.

Þetta lítur út fyrir að vera snildar lausn :)

Kv.
Atli E.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Kerrutenglar á USA bílum ?

Postfrá jeepcj7 » 25.apr 2014, 14:32

Ekkert mál mundu bara eftir að setja svo hel..... auka takka með ljósi fyrir blessað lífsnauðsynlega þokuljósið á kerrunni annars missa þeir sig alveg skoðunarmennirnir.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 86 gestir