Hæ allir.
Er að skoða það að kaupa mér jeppa. Ég hef nú ekki verið mikill jeppakall í gegnum tíðina en hef þó átt 2 en báða í stuttan tíma. Fyrst var ég á 4Runner og svo átti ég Terrano sem var alltaf bilaður.
Núna hef ég verið að skoða 3 eftirfaradni bíla:
Izusu Trooper. Hef haft aðgang að svona bíl fyrir nokkrum árum sem var á 35" og það var hreinn unaður að keyra hann. Hef hinsvega lítið vit á hvernig þessir bílar eru að reynast, sé helling af þeim á sölum sem er búið að aka vel yfir 200 þús en þeir virðast ekki vera neitt svakalega dýrir miðað við aðra jeppa í sama stærðarflokki.
Pajero. eina sem ég veitt um þessa bíla er að bensín bílarnir eyða miklu. er hvort eð er að spá í diesel.
Galloper. eru eins og Trooperinn ekkert svakalega dýrir en hef ekki neina reynslu eða neitt af þessum bílum.
hvað segið þið jeppakallar, hvað af þessum 3 væru bestu kaupinn?
ég er a skoða bíla undir 1 milljón.
Trooper, Pajero eða Galloper
-
- Innlegg: 98
- Skráður: 01.feb 2010, 01:48
- Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson
Re: Trooper, Pajero eða Galloper
Fyrsta sæti . Pajero 2.5 TDI
Öðru Galloperinn
Þriðja Trooperinn.
Bara mín Cent :)
Öðru Galloperinn
Þriðja Trooperinn.
Bara mín Cent :)
Re: Trooper, Pajero eða Galloper
Ég er búinn að eiga sjsk 2.8tdi Pajero 1997 módel á 33" og Trooper 1999 módel á 38". Mér fannst þeir báðir ágætir bílar hvor á sinn hátt þótt Trooperinn hafi ekki drifið rass í snjónum :-)
Pajero er náttúrulega frábær ferðabíll og vélarnar hafa reynst ágætlega í þeim ef vel er um þær hugsað en doldið kraftlaus sjálfskiptur fannst mér. Það er kannski helst heddpakkning sem hefur verið að fara í þessum vélum. Hann er til 2,5 lítra og 2.8 lítra.
Trooper var innkallaður á sínum tíma af umboði vegna vegna gallaðra spíssa og einnig hafa túrbínur verið að hrynja en ég veit ekki hvort það gerðist mikið á óbreyttum bílum. Mér finnst líka Trooperinn óttalegur traktor í akstri og hreyfingum.
Um Galloper veit ég ekkert, er þetta ekki bara austantjaldsútgáfa af Pajero ... sem þarf kannski ekkert að vera svo slæmt !
Persónulega myndi ég fá mér Pajero ef ég ætti að velja úr þessum þremur.
Pajero er náttúrulega frábær ferðabíll og vélarnar hafa reynst ágætlega í þeim ef vel er um þær hugsað en doldið kraftlaus sjálfskiptur fannst mér. Það er kannski helst heddpakkning sem hefur verið að fara í þessum vélum. Hann er til 2,5 lítra og 2.8 lítra.
Trooper var innkallaður á sínum tíma af umboði vegna vegna gallaðra spíssa og einnig hafa túrbínur verið að hrynja en ég veit ekki hvort það gerðist mikið á óbreyttum bílum. Mér finnst líka Trooperinn óttalegur traktor í akstri og hreyfingum.
Um Galloper veit ég ekkert, er þetta ekki bara austantjaldsútgáfa af Pajero ... sem þarf kannski ekkert að vera svo slæmt !
Persónulega myndi ég fá mér Pajero ef ég ætti að velja úr þessum þremur.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Trooper, Pajero eða Galloper
Trooperinn er langsprækastur af þeim og eyðir líklega líka minnstu af þeim ca.11-13 á hundraðið.
En aftur á móti ef þú ætlar að breyta jeppanum á stór dekk 38" + þá er víst ekki lengur hægt að fá hlutföll í trooper þannig að þá þyrftir þú að slá 2 flugur í einu höggi og smella honum á patrol hásingar sem er frekar einfalt þar sem millikassinn er réttur fyrir patrol dótið sem er talsverður kostur fram yfir aðra jeppa.
Pajero er ágætur jeppi sem lítið mál er að fá lág hlutföll í kemur orginal með fínan afturlás en er alveg vélarvana.
Galloper er bara gamall pajero smíðaður í kóreu eða eitthvað svoleiðis og er ekki með alvöru lás að aftan en nánast allt passar í hann úr pajero hásingar og hlutföll meðtalið en maður hefur heyrt af meira svona pillerís bilunum í galloper heldur en pajero og svo er hann ennþá máttlausari en pajero (eldri útgáfa af vél)
En aftur á móti ef þú ætlar að breyta jeppanum á stór dekk 38" + þá er víst ekki lengur hægt að fá hlutföll í trooper þannig að þá þyrftir þú að slá 2 flugur í einu höggi og smella honum á patrol hásingar sem er frekar einfalt þar sem millikassinn er réttur fyrir patrol dótið sem er talsverður kostur fram yfir aðra jeppa.
Pajero er ágætur jeppi sem lítið mál er að fá lág hlutföll í kemur orginal með fínan afturlás en er alveg vélarvana.
Galloper er bara gamall pajero smíðaður í kóreu eða eitthvað svoleiðis og er ekki með alvöru lás að aftan en nánast allt passar í hann úr pajero hásingar og hlutföll meðtalið en maður hefur heyrt af meira svona pillerís bilunum í galloper heldur en pajero og svo er hann ennþá máttlausari en pajero (eldri útgáfa af vél)
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Trooper, Pajero eða Galloper
Ég seigi Trooper, hann er breiðari,stærri,þægilegri,aflmeiri og bara miklu skemtilegri bíll heldur enn þessir bílar sem þú ert að forvitnast um.Við eigum Trooper 35", og það er eingin vafi að Trooperinn er nr1 af þessum bílum í þægindum, þetta eru mjög góðir akstursbílar enn vélarnar í þeim eru handónýtar,Túrbínan hefur verið að fara,spíssarnir,heddin og fl og því varasamt að kaupa einn slíkann
veit mjög lítið um Pajero og Galloper annað en að hann Pajeroinn mjög óþægilegur og Galloper er bara Pajero
annars þá finnst mér að þú ættir að bara að prufukeyra þessa bíla og skoða sjálfur hva þér finnst
veit mjög lítið um Pajero og Galloper annað en að hann Pajeroinn mjög óþægilegur og Galloper er bara Pajero
annars þá finnst mér að þú ættir að bara að prufukeyra þessa bíla og skoða sjálfur hva þér finnst
Isuzu
Re: Trooper, Pajero eða Galloper
Þakka skjót viðbrögð :)
já eitt að því sem ég nenni ekki að standa í eru dýrar viðgerðir þar sem ég hef enga aðstöðu í að laga bíla sjálfur og satt best að segja þá er ég alveg hættur að nenna því :)
svo að bílar sem eru að fara á pakkningunum í gríð og erg er eitthvað sem ég vil forðast, þó svo að maður smyrji reglulega og fylgist með og svona.
2 aðrir bílar sem ég var að skoða á netinu áðan var terrano 2.4 bensín, eins og áður sagði hef ég átt einn svoleiðis en hann var ekki með orginal vél og var alltaf að bila, einhvert skítmix eintak. spurning hvað bensín bíllinn er að eyða.
svo sá ég Musso, hef nú heyrt allskoanar sögur af þeim bæði góðar og slæmar, oftast slæmar frá fólki sem hefur ekki átt Musso :) hef prófað einn svoleiðis sem var beinskiptur og kassin í honum var eins og að hræara í súpu þegar maður skipti um gír, veit ekki hvort að það sé algengt eða bara hvort að það var þetta eintak.
svo er ég ekki að skoða mikið breytta bíla, 30-35" bara.
já eitt að því sem ég nenni ekki að standa í eru dýrar viðgerðir þar sem ég hef enga aðstöðu í að laga bíla sjálfur og satt best að segja þá er ég alveg hættur að nenna því :)
svo að bílar sem eru að fara á pakkningunum í gríð og erg er eitthvað sem ég vil forðast, þó svo að maður smyrji reglulega og fylgist með og svona.
2 aðrir bílar sem ég var að skoða á netinu áðan var terrano 2.4 bensín, eins og áður sagði hef ég átt einn svoleiðis en hann var ekki með orginal vél og var alltaf að bila, einhvert skítmix eintak. spurning hvað bensín bíllinn er að eyða.
svo sá ég Musso, hef nú heyrt allskoanar sögur af þeim bæði góðar og slæmar, oftast slæmar frá fólki sem hefur ekki átt Musso :) hef prófað einn svoleiðis sem var beinskiptur og kassin í honum var eins og að hræara í súpu þegar maður skipti um gír, veit ekki hvort að það sé algengt eða bara hvort að það var þetta eintak.
svo er ég ekki að skoða mikið breytta bíla, 30-35" bara.
-
- Innlegg: 121
- Skráður: 24.apr 2010, 15:13
- Fullt nafn: Magnús Þór Árnason
Re: Trooper, Pajero eða Galloper
Pajeroinn finnst mér vera þægilegur í akstri,maður situr hátt og sér vel en ef þú ert að hugsa um fólkið í aftursætinu er hörmung að sitja aftan í þeim. Musso...hérna er umræða um þá : viewtopic.php?f=2&t=1811
Ég hef heyrt að það sé eins og að sitja á kirkjubekk að sitja í terrano,menn handónýtir í bakinu eftir þá.
Persónulega tæki ég mussoinn eða pajeroinn.
Ég hef heyrt að það sé eins og að sitja á kirkjubekk að sitja í terrano,menn handónýtir í bakinu eftir þá.
Persónulega tæki ég mussoinn eða pajeroinn.
Re: Trooper, Pajero eða Galloper
Ég prófaði einn Musso í gær, 3.2 bensín á 33". Hann var alveg nægilega sprækur fyrir minn smekk. Kom mér á óvart beygju radíusinn á honum hvað hann var góður miðað við svona stóran upphækkaðan bíl. Þetta eintak þarfnast nú samt of mikila lagfæringa svo að ég vilji kaupa hann. þarf að hjólastilla, rafgeymir ónýtur og svo kom eitthvað undarlegt hljóð úr kassanum ef ég gaf stutt inn.
vitið hvað 3.2 bensín bíllinn eyðir?
vitið hvað 3.2 bensín bíllinn eyðir?
-
- Innlegg: 88
- Skráður: 07.feb 2010, 18:02
- Fullt nafn: Svavar Örn
- Bíltegund: MMC Pajero '08 35"
Re: Trooper, Pajero eða Galloper
Trooper = Landbúnaðartæki með onýta vél og olíuverki.
Terrano = Það næsta sem bifreið kemst því að vera hestvagn
Galloper = Asískur Pajero fyrir lítið fólk.
Ég veit að það eru margir sammála, og einhverjir ósammála enn þú finnur hvergi betri ferðabíl
enn Pajero af þessum 4 bílum og þó víða væri leitað. PUNKTUR !
Mitt álit komið.
:)
Terrano = Það næsta sem bifreið kemst því að vera hestvagn
Galloper = Asískur Pajero fyrir lítið fólk.
Ég veit að það eru margir sammála, og einhverjir ósammála enn þú finnur hvergi betri ferðabíl
enn Pajero af þessum 4 bílum og þó víða væri leitað. PUNKTUR !
Mitt álit komið.
:)
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------
Re: Trooper, Pajero eða Galloper
Sammála síðasta ræðumanni
-
- Innlegg: 56
- Skráður: 05.apr 2010, 10:27
- Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Trooper, Pajero eða Galloper
Er ekki Pajero og Galloper sami bíllinn? Hvernig getur hann verið svona miklu verri en Pajero?
-
- Innlegg: 88
- Skráður: 07.feb 2010, 18:02
- Fullt nafn: Svavar Örn
- Bíltegund: MMC Pajero '08 35"
Re: Trooper, Pajero eða Galloper
Tja, sagði nú aldrei að hann væri einhvað miki verri. Enn Galloper er ekkert annað enn re-brandaður pajero (Fyrsta kynslóð) af Hyundai.
Í grófum dráttum er þetta svipaður bíll, nema að hann fékk aldrei :
2.8 vélina
skiptinguna
túrbínuna.
fjöðrunarbúnaðinn
og alls ekki Super Select millikassann.
Semsagt, strípaður Pajero .
Í grófum dráttum er þetta svipaður bíll, nema að hann fékk aldrei :
2.8 vélina
skiptinguna
túrbínuna.
fjöðrunarbúnaðinn
og alls ekki Super Select millikassann.
Semsagt, strípaður Pajero .
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Trooper, Pajero eða Galloper
Galloper er reyndar turbo en með eldri 2.5 vélina,yngri gírkassann er til sjálfskiptur,er með sömu fjöðrun og pajero 89-00.
Er bæði búinn að eiga fínan pajero og trooper og fannst reyndar pajeroinn hafa millikassann fram yfir tropper en ekkert annað alls ekki vélina ef vél skal kalla 2.5 diesel það er svipað afl í henni og miðstöðinni í trooper. :o)
Er bæði búinn að eiga fínan pajero og trooper og fannst reyndar pajeroinn hafa millikassann fram yfir tropper en ekkert annað alls ekki vélina ef vél skal kalla 2.5 diesel það er svipað afl í henni og miðstöðinni í trooper. :o)
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Trooper, Pajero eða Galloper
Þakka fyrir öll svörinn, er að skoða mest Pajero þessa dagana, virðist vera mikið af þeim til sölu og sýnist á öllu að það sé hægt að keyra vélarnar í þeim alveg heilan helling :)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur