Síða 1 af 1

Snúningsmælir í Econoline

Posted: 17.apr 2014, 22:26
frá bjsam
Sælt veri fólkið, er einhver sem getur sagt til hvernig er tengdur snúningsmælir inn á alternator í Ford Econoline ?.Kv.Bjarni

Re: Snúningsmælir í Econoline

Posted: 18.apr 2014, 13:44
frá Stebbi
Ef að alternatorin er með útgangi fyrir snúningsmæli þá er hann oftast merktur með 'W' á því tengi. Þá þarftu líka snúningsmæli sem gengur fyrir AC frá alternator og þeir eru ekki beint gefins. Ég skoðaði þetta mikið fyrir stuttu og þá var fljótlegasta, auðveldasta og ódýrasta lausnin að nota mæli frá http://www.tinytach.com .

Ef þú ert harður á því að nota alternator merkið eða átt þannig mæli til þá geturðu látið breyta hvaða alternator sem er hjá rafvélaverkstæði sem hefur eitthvað vit á þessu.

Re: Snúningsmælir í Econoline

Posted: 18.apr 2014, 18:07
frá svarti sambo
Ef þú ert með VDO mælir þá átt þú að finna allt um þetta á heimasíðunni þeirra.
http://vdo.is/files/maelar/GB_MI-Viewli ... ometer.pdf