Síða 1 af 1
Lág hleðsla
Posted: 17.apr 2014, 14:44
frá emmibe
Sælir, núna hleður súkkan hjá mér bara 11.7 í hægagangi en fer í 12.4 í keyrslu og niður í 11 með ljósin á. Hann heldur 12 voltum óhreyfður yfir nótt.
Þreif í gær tengin á altanetornum en ekkert breyttist, hleðsluljósið kemur ekki á ef svissað er á en smá stund þegar ég starta. Það er 12 volta straumur á vírnum frá hleðsluljósi að tornum.

- 2100424.jpg (29.21 KiB) Viewed 3178 times
Er innbyggður regulator í þessu?
Hvað gæti verið að hérna?
Kv. Elmar
Re: Lág hleðsla
Posted: 17.apr 2014, 15:56
frá sukkaturbo
kominn tími á upptekt eða skipta umm kveðja guðni
Re: Lág hleðsla
Posted: 17.apr 2014, 16:02
frá Sævar Örn
Það er innbyggður spennustillir, það sem gæti verið að er spennustillirinn, lélegt samband, ónýtt spennuvaf(yfirleitt framkallar það flökt á spennu á lágum snúning)
Það má allavega telja líklegt að það sé kominn tími á yfirferð á alternatornum hjá þér svo framarlega að eitthvað annað sé ekki að valda spennufallinu t.d. útleiðsla í akstri...
Re: Lág hleðsla
Posted: 17.apr 2014, 16:12
frá Freyr
Uppgerð eða fá annan.
Re: Lág hleðsla
Posted: 17.apr 2014, 16:49
frá svarti sambo
Sennilega eru kolin farin að fljóta á kolatornum annaðhvort vegna slits á kolum eða skíts. sennilega er nóg að skifta um spennustillirinn og fara með fínan pappír (400) á kolatorinn.
Re: Lág hleðsla
Posted: 17.apr 2014, 18:00
frá emmibe
Takk fyrir svörin, mér líst nú ekki á að skipta honum út fyrr en ég hef reynt að gera hann upp. Fæ ég varahluti hérna heima eða er það Ebay?
Re: Lág hleðsla
Posted: 17.apr 2014, 18:22
frá villi58
Þú ættir að fá varahluti hér á landi.
Re: Lág hleðsla
Posted: 17.apr 2014, 20:06
frá sukkaturbo
Hafðu samband við Ásco á Akureyrir sími 4611092 . Folttir strákar þar hugsanlega hægt að skipta á þínum og öðrum uppgerðum. kveðja guðni
Re: Lág hleðsla
Posted: 17.apr 2014, 20:21
frá olihelga
Gæti líka verið farinn hluti af díóðubrúnni, það getur vel komið fram sem lækkuð hleðluspenna. Hefurðu nokkuð ver að gefa start nýlega?
Re: Lág hleðsla
Posted: 18.apr 2014, 10:50
frá emmibe
Nei ekkert verið að því, en er einhver séns að menn hafi fengið varahluti frá viðgerðaraðilunum eins og Ásco? Yfirleitt vilja verkstæðin ekki selja mér neitt til að gera sjálfur, skiljanlega kannski :-)
Kv Elmar
Re: Lág hleðsla
Posted: 18.apr 2014, 11:42
frá svarti sambo
Þú færð örugglega allt í hann hjá rafstillingu og getur lagað hann sjálfur ef að þú færð þetta ekki nálægt þér.
Re: Lág hleðsla
Posted: 18.apr 2014, 12:17
frá villi58
emmibe wrote:Nei ekkert verið að því, en er einhver séns að menn hafi fengið varahluti frá viðgerðaraðilunum eins og Ásco? Yfirleitt vilja verkstæðin ekki selja mér neitt til að gera sjálfur, skiljanlega kannski :-)
Kv Elmar
Ég hef fengið alla varahluti í Ásco án vandræða.
Re: Lág hleðsla
Posted: 18.apr 2014, 13:40
frá Stebbi
Skynsamlegast er að taka hann úr og fara í Rafstillingu eða Ásco og láta mæla hann upp. Eftir það þá veistu hvað er að honum og getur fengið að vita hvað kostar að fá annan upptekinn eða varahlutina í hann ef þú vilt gera þetta sjálfur.
Re: Lág hleðsla
Posted: 18.apr 2014, 14:30
frá olihelga
Eins hafa þeir í Ljósboganum oft átt ýmislegt á góðu verði
Re: Lág hleðsla
Posted: 18.apr 2014, 22:46
frá emmibe
Jæja fann hvað er að í dag, brúin er brunnin í báðum endum og leiðir á milli í öðrum endanum. EN það á að vera 70A tor í þessum bíl en ER bara 50A djö... og hann er búinn að vera puða með tvo 60A geyma síðasta hálfa árið :-) Ljósboginn eða Rafstilling eftir páska og svo stærri altanetor.....
http://alternatorparts.com/

- 20140418_125631.jpg (123.12 KiB) Viewed 2707 times
Kv. Elmar