Síða 1 af 1
bensín er best
Posted: 16.apr 2014, 13:36
frá Heiðar Brodda
http://www.mbl.is/bill/frettir/2014/04/ ... disilbila/þetta segir allt sem segja þarf :)
kv Heiðar Brodda 4runner EFi
Re: bensín er best
Posted: 16.apr 2014, 15:39
frá cameldýr
Þetta sýnir allavega hvað pólitíkusar geta látið úr úr sér mikla vitleysu.
Re: bensín er best
Posted: 16.apr 2014, 15:52
frá baldur
Það er reyndar ekki úr lausu lofti gripið að díselvélarnar gefa frá sér mun meiri mengun sem skaðleg er fólki heldur en bensínvélar.
Re: bensín er best
Posted: 16.apr 2014, 16:04
frá harnarson
cameldýr wrote:Þetta sýnir allavega hvað pólitíkusar geta látið úr úr sér mikla vitleysu.
Það er mikið rétt en hér sé ég ekki betur en hún sé að mælast til þess að hlutfall rafbíla og bíla sem nota endurnýjanlega orkugjafa verði aukin (semsagt ekki bíla sem knúnir eru með jarðefnaeldsneyti eins og dísilolíu og bensíni).
Það er reyndar vel þekkt að sótmengun er mun meiri í útblæstri dísilvéla en bensínvéla og dísilvélar í bílum eru sumstaðar bannaðar. Á móti kemur að hingað til hafa þær yfirleitt verið sparneytnari. Sá munur hefur minnkað á síðustu árum vegna hraðrar þróunar við orkunýtingu bensínvéla.
Re: bensín er best
Posted: 16.apr 2014, 16:12
frá jeepson
Bensín og frakkar eru ofmetið fyrirbæri :D
Re: bensín er best
Posted: 16.apr 2014, 20:12
frá Gulli J
Ég trúi því vel að bensín sé best.
Mínum fákum þykir það ofboðslega gott.
Re: bensín er best
Posted: 16.apr 2014, 22:19
frá jeepson
Mínir vilja bara diesel.. Jú og steikingar olíu á sumrin.
Re: bensín er best
Posted: 17.apr 2014, 01:07
frá Subbi
Mengunin sem tilfellur við að framleiða twinn bíla og Rafbíla er rosaleg
einn twinnbíl í framleiðslu mengar eins og um 100 jarðeldneytisbílar
það má endalaust leika sér með þessar tölur
Re: bensín er best
Posted: 17.apr 2014, 06:24
frá TDK
Subbi wrote:Mengunin sem tilfellur við að framleiða twinn bíla og Rafbíla er rosaleg
einn twinnbíl í framleiðslu mengar eins og um 100 jarðeldneytisbílar
það má endalaust leika sér með þessar tölur
Þetta "umhverfisvendunar" lið hugsa aldrei svona langt. Það hugsar bara. "rafmagn er hrein orka!!! við verðum að nota hreina orku því annars deyr jörðin"
Og hvernig ætlum við svo að búa til allt þetta rafmagn sem þarf til að kníja alla bílana okkar? Ekki má nú virkja neitt. Og ekki vill þetta lið kjarnorku.
Re: bensín er best
Posted: 17.apr 2014, 09:56
frá jongud
Subbi wrote:Mengunin sem tilfellur við að framleiða twinn bíla og Rafbíla er rosaleg
einn twinnbíl í framleiðslu mengar eins og um 100 jarðeldneytisbílar
það má endalaust leika sér með þessar tölur
Þessi fullyrðing er orðin úrelt.
Þetta átti við þegar verið var að nota Nikkel-Cadmium rafhlöður í bílana, en vinnslan á þessum málmum er mjög mengandi.
Nýjustu lithium rafhlöðurnar eru bæði miklu léttari og framleiðslan ekki nærri því eins mengandi.
Re: bensín er best
Posted: 17.apr 2014, 11:19
frá Brjotur
Eg held nu að sumir seu enn að hugsa um mengun ur gömlu diesel velunum , en það var þa, en nu er öldin önnur og mikið vatn runnið til sjavar i þeim efnum :)
Re: bensín er best
Posted: 17.apr 2014, 11:43
frá Járni
Hún ku víst að vera aðeins öðruvísi mengunin úr nýju díselvélunum en sótsöfnunar hvarfakútarnir eiga að vinna á þeim kvillum.
Mig langar í Tesla