Síða 1 af 1

íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 14.apr 2014, 20:40
frá makker
Það verður gamann að sjá útkomuna hjá þessum. Kominn tími til að íslendingar fari í bílaframmleiðslu

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... a_islandi/

https://www.facebook.com/pages/%C3%8Dsa ... 4869850761

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 14.apr 2014, 22:17
frá Járni
Já, verður spennandi að sjá. Vonandi verður þetta algjör rjómi.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 14.apr 2014, 23:53
frá andrib85
þetta lýst mér vel á. virkilega flott framtak

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 15.apr 2014, 04:42
frá TDK
Bíll hannaður frá grunni fyrir 46-48. Þetta verður eitthvað. Væri gaman ef að það mundi koma einhver eftirspurn að utan. Er viss um að jaxlarnir í Abu Dabi væru alveg til í að versla sér svona. Tala nú ekki um það sem það verður almenilegur mótor í þessu.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 15.apr 2014, 08:14
frá sukkaturbo
Sælir mér lýst bara vel á þetta nóg er þekkingin hér á landi. Það vottar fyrir Hummer í þessu.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 15.apr 2014, 08:23
frá jongud
TDK wrote:Bíll hannaður frá grunni fyrir 46-48. Þetta verður eitthvað. Væri gaman ef að það mundi koma einhver eftirspurn að utan. Er viss um að jaxlarnir í Abu Dabi væru alveg til í að versla sér svona. Tala nú ekki um það sem það verður almenilegur mótor í þessu.


Veistu hvaða mótor verður í þessu?

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 15.apr 2014, 08:32
frá gislisveri
Þetta er algjörlega brjálæðisleg hugmynd, en verður þeim mun betri þegar hún heppnast.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 15.apr 2014, 10:03
frá thor_man
Var forsvarsmaðurinn að tala um 20 mills fyrir stykkið í Mbl-viðtalinu?

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 15.apr 2014, 12:56
frá sukkaturbo
Sæl já 20 millis það er ekki mikið fyrir nýjan ofurbíl

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 15.apr 2014, 13:07
frá gislisveri
Það er bara á pari við breyttan Sprinter held ég, það væri vel af sér vikið að geta boðið það.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 15.apr 2014, 20:01
frá Stebbi
jongud wrote:
TDK wrote:Bíll hannaður frá grunni fyrir 46-48. Þetta verður eitthvað. Væri gaman ef að það mundi koma einhver eftirspurn að utan. Er viss um að jaxlarnir í Abu Dabi væru alveg til í að versla sér svona. Tala nú ekki um það sem það verður almenilegur mótor í þessu.


Veistu hvaða mótor verður í þessu?


Pottþétt RD28-T ef að það er eitthvað vit í þessum mönnum.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 15.apr 2014, 20:05
frá jeepcj7
CUMMMINNNSSSS er það ekki létt,sprækt og eyðir engu. ;O)

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 15.apr 2014, 20:07
frá Stebbi
Nei það hlýtur að vera 2.8 Patrol vél. Ég veit um fullt af 44 og 46" bílum með svoleiðis og þeir keyra bara fínt.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 15.apr 2014, 20:44
frá kjartanbj
Heyrði í dag talað um einhverja Bensínvél, 6lítra, og hinsvegar Ford Transit Dísil vél, sel það samt ekki dýrara en ég stal því..

hinsvegar hlýtur að vera hægt að fá bara þá vél í þetta sem maður vill fá

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 15.apr 2014, 21:10
frá ellisnorra
Ég spurði á facebook síðunni hvaða vélbúnað ætti að nota og fékk þetta svar:
"Stutta svarið? Þeim bestu. Cummins, Eaton, ZF... Set nánari tækniupplýsingar hér líka, og einföld upplýsingavefsíða er að klárast."


https://www.facebook.com/pages/%C3%8Dsa ... 4869850761

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 15.apr 2014, 21:15
frá kjartanbj
sjálfsagt verða bara þær vélar og skiptingar sem viðkomandi kaupandi vill fá :) Cummins og ZF væri ekkert vitlaust tildæmis

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 15.apr 2014, 23:31
frá sukkaturbo
Ætli sé hægt að fá vinnu hjá þeim?

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 16.apr 2014, 00:00
frá makker
Guðni fer ekki bara hulk í fjödaframmleiðslu.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 16.apr 2014, 00:50
frá Freyr
Stórefast um að vélaval verði frjálst, ekki nema menn væru þá tilbúnir til að greiða mikklu meira fyrir bílinn. Verðlagning á verkefni sem þessu miðar við hagræðinguna sem felst í fjöldaframleiðslu. Allar séróskir, sama hvers kyns hleypa verðinu óhjákvæmilega upp.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 16.apr 2014, 04:11
frá TDK
jongud wrote:
TDK wrote:Bíll hannaður frá grunni fyrir 46-48. Þetta verður eitthvað. Væri gaman ef að það mundi koma einhver eftirspurn að utan. Er viss um að jaxlarnir í Abu Dabi væru alveg til í að versla sér svona. Tala nú ekki um það sem það verður almenilegur mótor í þessu.


Veistu hvaða mótor verður í þessu?


Sá í einhverri frétt að það væri verið að tala um LS3 og Cummings.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 16.apr 2014, 06:42
frá ivar
VÉLAR OG DRIFBÚNAÐUR

Vél:
Strokkar:
Rúmtak:
Hestöfl:
Tog:
Elsneyti:

GML53
V8
6,2l
430
570
Metan/bensín

Vél:
Strokkar:
Rúmtak:
Hestöfl:
Tog:
Eldsneyti:

VM630 EcoDiesel
V6
3l
240
570
Diesel


Sjálfskipting:
Þrep:

Millikassi:

Þrep:


Drif aftan:
Drif framan: TCI 4L80/ZF 8HP
6/8

Advance Adapter
Atlas
4 (2.72 og allt að
11.7)

Dana S110
Ford 9"

Heimild: http://isar.is/torveg.html

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 16.apr 2014, 08:12
frá jongud
Jibbíííí!
engin Cummins!

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 16.apr 2014, 22:10
frá kjartanbj
"Íhlutir eru allirvaldir til að þola þau átök sem torfærutæki í atvinnurekstri þurfa að standast. Lengi. Til að tryggja hagkvæman rekstur sem best eru notaðir algengir hlutir úr gangverki millistærðar vörubíla, t.d. stendur val um vélar frá Cummins, Deutz og VM. Ekki þarf sérfræðing til að lesa út bilanagreiningar eða aðrar upplýsingar út úr stýritölvum Ísar TorVeg. Allar tölvur eru opnar með aflestri á mannamáli í bílnum sjálfum, allt viðhald er sömuleiðis opið svo eigendur geta ráðið algjörlega sjálfir hvar og hver heldur bílnum við."

Cummins er nú valmöguleiki :) ásamt fleiri vélum

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 16.apr 2014, 22:42
frá Kiddi
Ég skil þetta sem þeir séu að velja úr þessum vélum.

Þetta er flott verkefni og ég vona að þetta gangi upp en verð að leyfa mér að efast um að þetta sé hreinlega hægt fyrir 20 milljónir? Vona bara að það reynist rétt.

Ef þetta gengur upp þá væri þetta mikil framför frá þessum skýjahækkuðu strumpastrætóum sem er verið að nota í dag. Hvað varð annars um það að klippa úr? Það er eins og menn hafi hætt því?

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 16.apr 2014, 22:49
frá kjartanbj
það er bara ekki hægt með frambyggða bíla eins og Sprinter og Econoline vegna framhurða og byggingalags þeirra að framan, hinsvegar eru Excursion bílarnir vel klipptir og ekki jafn háir

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 16.apr 2014, 23:55
frá Kiddi
Þessir Sprinterar eru nú alveg sérstaklega kjánalegir með þetta og einhvern veginn engan veginn að fitta inn sem jeppar. Þetta eru bara taxar á stórum hjólum.

En þetta verkefni verður mikil framför ef þetta verður að veruleika það er ekki nokkur spurning.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 17.apr 2014, 01:05
frá Subbi
Sprinter eru vélarvana tíkur

Þessi bíll ætti að hafa valmöguleika á þennan mótor :)

Image

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 17.apr 2014, 07:31
frá Rodeo
Er þetta ekki allvegna í þriðja sinn sem farið er í svona pælingar?

Þessi varð held ég aldrei meira en módel, átti að vera sjálfberandi 'flugvéla´boddý með nettri díselvél.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?is ... 1ni%20meik

Hummerinn með rútuboddýi var nokkuð flottur en veit ekki hvort það var smíðað meira en eitt eintak af honum.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?is ... s&q=Hummer
http://hummer.is/h_berserk-2.html

Og svo var eitthvað dæmi hjá Bílabúð Benna með kit body sem átti að vera hægt að setja kram úr Jeep í. Meira leiktæki en þessir stóru bílar að ofan en held að það hafi gengið jafn lítið. Fann ekki meiri upplýsingar um þann í fljótheitum.

Þessi hugmynd virðist hins vegar vera góð og ferðaþjónustumarkaðurinn er sannarlega til staðar ef það tekst að byggja bílinn á því verði sem um er rætt.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 17.apr 2014, 09:58
frá jongud
Rodeo wrote:Er þetta ekki allvegna í þriðja sinn sem farið er í svona pælingar?

Þessi varð held ég aldrei meira en módel, átti að vera sjálfberandi 'flugvéla´boddý með nettri díselvél.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?is ... 1ni%20meik

Hummerinn með rútuboddýi var nokkuð flottur en veit ekki hvort það var smíðað meira en eitt eintak af honum.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?is ... s&q=Hummer
http://hummer.is/h_berserk-2.html

Og svo var eitthvað dæmi hjá Bílabúð Benna með kit body sem átti að vera hægt að setja kram úr Jeep í. Meira leiktæki en þessir stóru bílar að ofan en held að það hafi gengið jafn lítið. Fann ekki meiri upplýsingar um þann í fljótheitum.

Þessi hugmynd virðist hins vegar vera góð og ferðaþjónustumarkaðurinn er sannarlega til staðar ef það tekst að byggja bílinn á því verði sem um er rætt.


Bíllinn sem var hannaður hjá Benna stendur uppi á þakinu á anddyri verslunarinnar.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 17.apr 2014, 11:14
frá Brjotur
þessi bill er hannaður af ferðaþjonustuaðila /aðilum og verða fyrstu 3 bilarnir smiðaðir fyrir ferðaþjonustufyrirtæki , og varðandi velarnar þa er ju val um velar , Metan / bensin velar eða diesel , það vilja ju ekki allir það sama :)

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 21.apr 2014, 17:05
frá Valdi B
Subbi wrote:Sprinter eru vélarvana tíkur

Þessi bíll ætti að hafa valmöguleika á þennan mótor :)

Image


nei ekkert vit í að setja cömmings....

og þú greinilega veist ekkert um þetta sprinter dót, vinnur sennilega mun betur en 6.5

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 21.apr 2014, 20:33
frá Subbi
Valdi B wrote:
Subbi wrote:Sprinter eru vélarvana tíkur

Þessi bíll ætti að hafa valmöguleika á þennan mótor :)

Image


nei ekkert vit í að setja cömmings....

og þú greinilega veist ekkert um þetta sprinter dót, vinnur sennilega mun betur en 6.5


Right :)

Procar Sprinter er flottur og ágætur á jafnsléttu og ég hef ferðast með honum upp á Jökul og ef það er kallaður kraftur eða vinnsla þá er það eitthvað sem ég þekki ekki en get lofað þér að 6.5 minn er mun sprækari upp brekkur en sprinter sem er að kæfa á sér í þriðja gír í smá halla

en by the way þá var þessi umræða ekki um 6.5 eða Sprinter en nýja v8 Cummins myndi örugglega jarða allan samanburð á japönsku rusli eða Bens dóti

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 21.apr 2014, 21:53
frá Finnur
Gaman að sjá hvað allir póstar eru málefnalegir hérna.

Ég hef ekki kynnt mér útfærslur á bílunum að neinu ráði en af því sem ég hef séð er þetta frábær hugmynd og vona ég innilega að þetta gangi upp hjá þeim. Menn eru tilbúnir að leggja tíma og peninga í þetta verkefni og uppskera vonandi vel. Landslagið í jeppabreytingum er breytt á Íslandi með tilkomu Túristabíla, nú eru fyrirtæki með þokkalega veltu að fjarfesta í breyttum bílum og þá skapast markaður fyrir 20-30 milljón kr bíla. Mér líst mjög vel á að alvöru bílahönnuður hafi tekið að sér hönnun á útliti bílanna því það selur að vera með vígalega og sérsmíðaða jeppa sem finnast ekki annarstaðar.

kv
Kristján Finnur

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 21.apr 2014, 22:07
frá Svopni
Það er líka vel að þeir ætla að gera þetta á "réttan" hátt. Íslenska leiðin hefði maður haldið að væri sú að fjárfesta í tækjum og húsnæði og starta svaka fyrirtæki. En að gera þetta eins og þeir ætla sér er á allan hátt gáfulegra. Þar er nýtt sú þekking og tækni sem þegar er til staðar hjá fyrirtækjum og einstaklingum hér heima og sá sem er bestur á sínu sviði sér um þann þátt smíðinnar. Við eigum snillinga í flestu. Þeir vinna bara hver hjá sínu fyrirtækinu. Miðað við hvað þetta virðist vera gert í mikilli samvinnu við reynda menn úr þessum bransa þá efast maður um að t.d vélaval verði vanhugsað. Sem dæmi þá er búið að breyta einhverjum sprinterum á 44 og 46". Það er gríðarlega dýrt dæmi og hefði sjálfsagt verið blásið af eftir fyrsta bíl ef þeir væru ekki að gera sig. Ferðamenn eru ekki að sækjast eftir því að fá hálsríg eftir alla nm í vélinni.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 02.nóv 2014, 04:08
frá Ísar
Var að rekast á þennan fína þráð. Varðandi Cummins mótora er það virta fyrirtæki að verða nánast einrátt á sínum markaði af ríkum ástæðum. En því miður reyndist ekki hægt að fá nýju litlu áttuna, og fjarkinn á að kosta slíkar upphæðir þegar hann er kominn í að útséð er með þá góðu mótora í bili. Að auki vigtar VM 3,0 rétt rúman helming ISB fjarka en skilar samt meira afli.

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 02.nóv 2014, 08:49
frá jongud
ALLS EKKI setja Cummins traktors- eða ljósavél í ISAR...

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 02.nóv 2014, 09:40
frá Izan
Sælir

Nafni, bensín er eldsneyti sem hentar á sláttuorf og keðjusagir, ekki ökutæki.

En ég spyr, ætla menn að hafa klafa undir þessu? Ég hélt að íslenskir jeppamenn væru sammála (svona flestir allavega) að klafar séu ekki að gera sig. Ég vildi sjá þennan með unimog eða valp hásingar, eitthvað stórt og sterkt.

Kv Jón Garðar

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Posted: 02.nóv 2014, 10:11
frá Magni
Izan wrote:Sælir

Nafni, bensín er eldsneyti sem hentar á sláttuorf og keðjusagir, ekki ökutæki.

En ég spyr, ætla menn að hafa klafa undir þessu? Ég hélt að íslenskir jeppamenn væru sammála (svona flestir allavega) að klafar séu ekki að gera sig. Ég vildi sjá þennan með unimog eða valp hásingar, eitthvað stórt og sterkt.

Kv Jón Garðar


Á meðan hásing er bara hásing þá er klafi ekki bara klafi. Það eru til margar útgáfur af klafa sem þrælvirkar, menn þurfa bara að fara opna augun gagnvart þeim. Ekki horfa bara á gamla klafabúnaðinn með vindustangir og stutta fjöðrun.