Reynsla af metan breyttum bílum?


Höfundur þráðar
Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá Svopni » 12.apr 2014, 19:52

Jæja snillingar. Nú er nýjasta dillan í mér metan bíll. S.s V8 Ford sem búið er að setja metan búnað í. Ég veit að það var talsverður munur á vinnubrögðum hjá þeim verkstæðum sem gerðu þetta. Þessum tiltekna bíl var breytt 2012 og hefur búnaðurinn verið í góðu lagi síðan. Ég er aðallega að velta því fyrir mér hvort þetta hefur einhver langvarandi áhrif á vél? Reynslusögur og rök vel þegin.



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá Polarbear » 12.apr 2014, 20:27

sæll. ég setti svona búnað í corollu 2005 módel um leið og þetta kom fyrst, 2009-10 (man ekki hvort) svo ég er með 4-5 ára reynslu af þessu :) þetta er búið að borga sig upp í bílnum mínum og vel það, en þetta hefur ekki verið alveg 100% gallalaust hjá mér, hef m.a. þurft að láta skipta 2x um spíss vegna galla. Ég lét setja smur-dropateljara inná soggreinina hjá mér þar sem ég drippa 1x dropa af tvígengisolíu inná á um 15 sekúntna fresti, þetta hjálpar til við að halda ventlasætunum í lagi

Gasið veldur lean-bruna og er hærri brunahiti af þessu en bensíni go þetta á það til að eyðileggja hedd ef menn fara ekki varlega með þetta. ég t.d. slekk á þessu þegar ég keyri upp brattar brekkur, kambana og svoleiðis, bæði til að minnka líkur á skemmdum og af því að þetta er c.a. 20-25% aflminna en bensínið. Vélin er líka svifaseinni á þessu og þar sem ég er á beinskiptum bíl þarf maður að vera aðeins fyrr og ákveðnari á gjöfinni á gasinu en bensíninu.

ég myndi ekki breyta bíl í dag í metan, aðallega vegna þess að það er yfirlýst stefna ríkisvaldsins að innan örfárra ára verði metan einungis 10-15% ódýrara en venjulegt eldsneyti og umstangið utanum þetta ásamt þyngd á kútum og plássið sem þeir taka gerir þetta leiðinlegt. Aflleysið fer líka dáldið í taugarnar á mér. Mér skillst að maður finni minna fyrir því í sjálfsskiptum bíl samt.

Einnig er hundleiðinlegt að þetta skuli einungis fást á 2 bensínstöðvum og ekkert útlit fyrir annað í bráð.

bara mín 2 cent....

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá Polarbear » 12.apr 2014, 20:28

gleymdi einu.... passaðu að vera með góð kerti og þræði, gasið er -leiðinlega- viðkvæmt fyrir lélegum kertum.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá kjartanbj » 12.apr 2014, 20:36

Hef bara prufað þetta í bílum sem koma metan orginal, í þeim finnur maður engan mun á því hvort maður er að keyra á metan eða bensíni, en já stór galli er hversu leiðinlegt er að nálgast þetta, bara 2 stöðvar og oft sem er eitthvað vesen á þeim, þarf tildæmis ekki nema einn trukk til að koma upp á n1 stöðina upp á höfða til þess að gera það hálf ómögulegt næsta klukkutímann að taka metan sérstaklega ef maður er með bíl sem tekur eitthvað magn, tók stundum þarna á sprinter sem tók 45kg eða hvaða mælieining sem er á þessu og ef það var trukkur búin að taka þarna stuttu á undan þá fékk maður kannski bara 20, vegna þess að það var ekki nægur þrýstingur til þess að koma á tankana í bílnum meiru
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Höfundur þráðar
Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá Svopni » 12.apr 2014, 21:06

Nei ég færi aldrei í að láta setja svona í bíl hjá mér, en það virðist vera hægt að fá bíla með þessum búnaði og þá að borga kannski 2-300.000 fyrir búnaðinn. Það finnst mér ásættanlegt. Er þá yfirleitt rofi inni í bíl til að slökkva á þessu? Kútarnir eru vissulega plássfrekir og maður hefur einmitt heyrt af því að það sé oft lágur þrýstingur á kerfinu. Góður punktur varðandi dropateljarann. Er einhver álíka búnaður í þeim bílum sem koma orginal með þennan búnað?

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá gislisveri » 14.apr 2014, 08:22

Hvaðan er búnaðurinn?
Ford F150 er mjög erfiður í metanbreytingu þannig að þú þarft að prófa hann vel áður en þú kaupir. Flestir Ford eigendur þurfa að sætta sig við einhverjar kenjar á metani, en þetta gerir bílinn auðvitað rekstrarhæfan.
Ef búnaðurinn er ekki eitthvað skran þá er engin þörf á smurkerfi í þessa vél. Það er ekki í orginal metanbílum, þetta er aðallega nauðsynlegt ef ventlar/ventlasæti eru úr lélegum málmi eða ef ekki er hægt að stilla blönduna nægjanlega vel.
Það er rofi til að skipta á milli eldsneytiskerfa.


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá JHG » 14.apr 2014, 11:47

Skv. því sem mér er sagt (er enginn sérfræðingur) þá verður bruninn um 200 gráðum heitari á metani en bensíni.

Bílaframleiðendur reyna eflaust að nota ódýrustu málmblöndu sem er innan öryggismarka miðað við að eldsneyti sem bíllinn er gerður fyrir. Því myndi ég ekki hafa stórar áhyggjur af Metan bíl frá verksmiðju. Ég hef hinsvegar áhyggjur af bíl sem er breytt í metan bíl eftir að úr verksmiðjunni er komið. Ég myndi allavegana ekki þora að breyta bíl eftirá.
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá gislisveri » 14.apr 2014, 13:17

Brunahitinn er ekki vandinn, heldur það að gasið er "þurrt" og flytur þess vegna hitann ekki jafn vel úr ventli í heddið.
En það er rétt að orginal metanbílar eru hannaðir með þetta í huga. Hins vegar er ýmislegt í þeim sem getur bilað og er að öllu jöfnu talsvert dýrara en íhlutir í aftermarket kerfi. Þetta hefur allt sína kosti og galla.
Ég held það séu góð kaup í notuðum metanbíl ef hann er með almennilegum búnaði og með vandaðri ísetningu. Breyting á V8 bíl kostar gjarnan í kringum 7-800þ. Auðvitað skiptir líka máli hvort maður býr í grennd við metanstöð.


Höfundur þráðar
Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá Svopni » 14.apr 2014, 19:36

Það gengur nefnilega brösulega að finna út hvar bílnum var breytt. Ég þekki núverandi eiganda bílsinns og veit að hann myndi ekkert skafa af því ef þetta hefði verið til vandræða. Hann er búinn að eiga bílinn í um 1 ár og er mjög ánægður með þetta.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá gislisveri » 14.apr 2014, 20:31

Taktu mynd af gastölvunni og/eða þrýstiminnkaranum.
Hvaða árgerð er þetta?

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá Polarbear » 14.apr 2014, 21:22

því nýrri sem bíllinn er og því meira tölvugimmikk sem er í honum því erfiðara er að breyta eftirá.

Korollan mín heldur því t.d. statt og stöðugt fram að hvarfakúturinn sé ónýtur vegna þess að það er enginn munur á milli einhverra skynjara fyrir og eftir kút eins og á að vera ef maður keyrir á bensíni. Ástæðan er þó sú að þegar maður er á metaninu þá gerist ekkert í hvarfakútnum (er mér sagt) og þar með heldur bíllinn að kerfið sé bilað. þetta veldur þeim leiðindum að það er sífellt kveikt á check-engine ljósinu hjá mér. ég fór alltaf reglulega til að fá þá til að slökkva þetta en ég nenni því ekki lengur.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá gislisveri » 14.apr 2014, 23:00

Líklegast er að hvarfakúturinn sé ónýtur, það vill henda með metanbíla.
Lausnin er að færa skynjaran út úr kútnum með múffu, það hefur stundum virkað.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá Polarbear » 14.apr 2014, 23:03

ég tel það hæpið þar sem ég hef prófað að endurstilla ljósið og keyra bara á bensíni í mánuð. stuttu eftir að ég fór svo að keyra aftur á gasinu kom ljósið aftur.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá gislisveri » 15.apr 2014, 08:22

Hvað er heitið á kóðanum? Færðu aldrei lean eða rich kóða?




Hann er samt ónýtur.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Reynsla af metan breyttum bílum?

Postfrá Polarbear » 15.apr 2014, 10:27

gislisveri wrote:Hvað er heitið á kóðanum? Færðu aldrei lean eða rich kóða?




Hann er samt ónýtur.


jú fæ alltaf lean kóða líka.


Mér gæti ekki verið meira sama þótt hann sé ónýtur :)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 43 gestir