Síða 1 af 1

L200 38" ?

Posted: 07.apr 2014, 21:32
frá MattiH
Sælir.
Þekkir eitthver hér til eða hefur reynslu af 2.5td MMC L200 á 38" ?
Kostir, Gallar. Er þetta ekki bara Pajero Sport með palli ?
Kv. Matti.

Re: L200 38" ?

Posted: 09.apr 2014, 12:29
frá MattiH
Enginn ?

Re: L200 38" ?

Posted: 09.apr 2014, 12:35
frá Járni
Jú, í fljótu bragði myndi ég segja það.

2.5 vélin er nokkuð einföld, traust og dugleg. Ef mér skjátlast ekki hafa stífufóðringar og drifskaftupphengjur verið svolítið veikir punktar.
38" er kannski svolítið mikið fyrir þá en ég skal ekki segja, sjálfsagt ekkert verra en sambærilegir klafabílar.

Re: L200 38" ?

Posted: 11.apr 2014, 19:47
frá jeepcj7
Þetta er nánast allt það sama og pajero en bara léttara híði þannig að 38" L200 er oftast ca.1900-2000 kg td. meðan pajero er 2200-2300 kg.

Re: L200 38" ?

Posted: 11.apr 2014, 23:11
frá grimur
Ætli L200 fari ekki bara betur með sig en Pajero á 38"....gæti trúað því.
Mér fannst L200 2.5 turbo bara vel sprækir bílar, en Galloperinn minn sem var með sömu vél fannst mér alveg hrikalega latur þangað til búið var að flikka svolítið upp á öndunarvélina.....þar munaði örugglega mikið um þessi 300 kíló eða svo.

kv
G