Ráð við val á jeppa


Höfundur þráðar
danielfr
Innlegg: 3
Skráður: 06.apr 2014, 23:13
Fullt nafn: Daníel Freyr Grétarsson

Ráð við val á jeppa

Postfrá danielfr » 06.apr 2014, 23:31

Sælir spjallverjar.
Ég hef verið að íhuga kaup á jeppa og mig vantar smá upplýsingar og ráð um hvað ég ætti að kaupa.
Hef mest verið að spá í smájeppum eins og:
• Daihatsu Feroza
• Suzuki Vitara/Sidekick
• Mitsubishi Pajero stuttan
Mig langar helst í jeppa sem auðvelt er fyrir óreyndan bifvélavirkjanema að gera við og stússast í og kannski breyta eitthvað síðarmeir. Svo mig langar að heyra ykkar reynslu á þessum jeppum (eða öðrum sem þið mælið með), hvaða vélar eru bestar, hvernig eyðslan er á þeim og verð á varahlutum.
Endilega segið frá ykkar reynslu og skoðun :)

Kveðja Danni



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá Stebbi » 07.apr 2014, 16:16

Stutann Pajero, getur gert jeppa úr honum án þess að skipta um allt þegar þú ert búin með 33 og 35" takmarkið.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá Járni » 07.apr 2014, 16:59

Jimny, ekki of gamalt, ekki of dýrt, alls ekki of flókið.
Eyðir litlu, hagstæðir varahlutir og getur gert hitt og þetta.
Land Rover Defender 130 38"


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá sukkaturbo » 07.apr 2014, 18:09

Sæll orginal drífur sukkan mest af þessum bílum mundi ég halda hef að vísu ekki prufað Ferosu. Pajeroinn margir er með læsingu að aftan en er þyngstur. Ég mæli með sukku disel og setja hana á 33 til 35 hún bara virkar og eyðir litlu. kveðja guðni á sigló


ariel
Innlegg: 4
Skráður: 02.mar 2014, 22:03
Fullt nafn: Aríel Pétursson
Bíltegund: Suzuki SJ410

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá ariel » 07.apr 2014, 20:42

Sæll

Fáðu þér súkku. Máli mínu til stuðnings: ég var ræstur út í gærkvöldi til að draga bróður minn sem er á 33" ferozu upp úr drullupolli við Kleifarvatn. Ég trillaði yfir pollinn á 31" foxinum (1300cc) og kippti honum upp úr. Þess má geta að 5 manns höfðu staðið í drullunni að reyna að ýta honum upp úr svaðinu án árangurs. Land Rover Defender á 38" braut vatnskassa hjá sér við að skella sér yfir svaðið, ég dró hann í bæinn (ekki hratt, en dró hann þó).

Súkkuna gerirðu við með svissneskum vasahníf og kökukefli. Þarft ekki fleiri verkfæri.

kveðja Aríel á Reykjó


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá Fordinn » 07.apr 2014, 21:18

Miðað við að þu talir um susuki vitara eða pajero...... þá geturu allt eins skellt þér á hilux ef þu vilt virkilega vera á SMÁ jeppa... þa´væri susuki jimny ovitlaust fyrir aurinn.

Hiluxinn býður uppá auðveldar breytingar seinna meir... og nóg til að drasli í þetta.

Just my 5c


Höfundur þráðar
danielfr
Innlegg: 3
Skráður: 06.apr 2014, 23:13
Fullt nafn: Daníel Freyr Grétarsson

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá danielfr » 08.apr 2014, 03:31

Mig langar auðvitað alltaf mest í Hiluxinn en þeir eru oftast dýrari en það sem ég hafði hugsað mér að kaupa bílinn á, þess vegna hallast ég svo gjarnan að Súkkunum. Þær geta verið ódýrar án þess að vera eintóm hræ. En svo er ég auðvitað ekki núna að velja mér bíl til frambúðar - bara eitthvað skemmtilegt og auðvelt að gramsa í.


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá juddi » 08.apr 2014, 08:50

Ef þú tekur Jimny 2005 og nýrri er nóg að skipta út millikassanum þá eru hlutföll og hraðamælir réttur fyrir 35" verður ekki mikið einfaldara kíktu inná sukka.is svo má svissa yfir í 1600cc sem er helgarvinna í bílskúr
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá Járni » 08.apr 2014, 12:16

Smá offtopic

Juddi: 1600 uppfærslan, ertu með nánari útlistun á henni?
Land Rover Defender 130 38"


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá biturk » 09.apr 2014, 00:50

33" feroza fer flest ef menn sokkva henni ekki....en það á nú við flesta bíla

Mjög auðvelt að gera við allt í henni, ódýrt og þægilegt, td geturu skrúfað framendan af og það er 4 tíma verk að svappa mótor, passa bara að kælikerfið virki 100% og þá ertu góður

Ég er allaveganna ánægður með mína og það töluvert
head over to IKEA and assemble a sense of humor


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá juddi » 09.apr 2014, 08:49

Ef þú ert með nýrri útgáfuna VVT 16-valve M-engine þá notarðu M16A 1.6L VVT mótor úr td swift eða Liana verst að 1,8 er ekki til hér þetta er sára einfalt hér er linkur á þessa aðgerð reyndar 1.8 en er það sama í grunnin http://www.auszookers.com/forum/viewtopic.php?f=17&t=30308 en ef þú ert með eldri G13BB þá er hægt að notast við mótor úr Baleno
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá Járni » 09.apr 2014, 10:39

Schnilld
Land Rover Defender 130 38"


solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá solemio » 09.apr 2014, 18:15

smá innskot.
Strákar,hann er að spyrja um jeppa ekki vélarskipti

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá Járni » 09.apr 2014, 19:12

Það er rétt, enda tiltók ég offtopic. En nú er það búið, carry on!

Ég held áfram fram ágæti suzuki í þetta tiltekna mission. Aðrir jeppar eru svo misstórar og misvel heppnaðar útgáfur af þeim :-)
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

heidar69
Innlegg: 142
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá heidar69 » 09.apr 2014, 19:26

Spurning um þarfir... suzuki vitara 1.6l er skemtilegur bíll og hentar vel til fjallaferða til dæmis flitur vel í snjó.... á 33" og er tiltölega til friðs...
stuttur mmc fer betur með þig á sumrin í axtri og í ám ef þú ert veiði maður eða hefur áhuga á sumarferðum..... mæli með 33-35" en væri gaman að sja einn á 38" drifur öruglega helling svoleiðis í snjó.... einnig mjög viðhaldslítill bíll og hægt að fá þá á góðu verði.....
Ferosa veit ekki.
svo veltur þetta allt á peningunum sem þú hefur og í hvernin ferðir þú higst nota bílinn....
Ekki mæli ég með því að birja jepamenskuna á að standa í myklum breitingum það er seinni tíma.... ef áhuginn er mykill...


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá juddi » 10.apr 2014, 08:52

Þetta með vélarskiptin var bara til að benda á einfaldleikan ef menn vildu stækka við sig seinna meyr án þess að fara í stóraðgerð eða kostnað
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá grimur » 10.apr 2014, 20:33

Ég myndi nú hallast að súkkunni þannig séð. Vitara er alls ekki slæm byrjun held ég, þó að ég hafi aldrei átt þannig bíl.
Stuttur Pajero er hálfgerður hlunkur miðað við stærð(smæð) og alls ekki skemmtilegt efni í stærri dekk að mínu mati þar sem hann er með radíus arma að aftan.
Hefur svosem allt til að verða 38" bíll svona mekanískt séð, en er í raun of stuttur til að vera skemmtilegur þannig.

Súkkan fær mitt atkvæði (allt annað getur verið fínt ef eintakið er gott, engir fordómar hér þannig séð)
kv
Grímur

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá Lindemann » 10.apr 2014, 22:28

Ég á vitöru á 32" dekkjum og er bara nokkuð ánægður með hana.
Þessir bílar eru náttúrulega alls ekki gallalausir en eru fínir fyrir 32-33" dekk og drífa mikið á þeim miðað við aðra þyngri bíla.

Skoðaðu bara vel ef þú kaupir svoleiðis hvort að sílsarnir séu nokkuð horfnir, það er mjög algengt á þeim og hrjáir einmitt minn bíl.
Einnig er vélin ekkert gríðarlega öflug en dugar vel þó þú sért kannski ekkert að fara að vinna 8 cyl willys í brekkukeppni :)

Einnig er kostur að það er mjög einfalt að gera við þessa bíla og varahlutir eru auðfengnir og ódýrir, meira að segja er umboðið lang oftast með sanngjörn verð og eiga flest til á lager sem mann vantar!
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"


Höfundur þráðar
danielfr
Innlegg: 3
Skráður: 06.apr 2014, 23:13
Fullt nafn: Daníel Freyr Grétarsson

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá danielfr » 11.apr 2014, 23:38

Þakka kærlega svörin. Ég er sjálfur að hallast mikið að Súkkunni líka, þeir virka bara svo einfaldir og töff á sinn hátt. En hvernig er samt að eiga þannig sem daily, í skólann og vinnuna og svona, er ride-ið tiltölulega þægilegt og heyrist mikið inn í cabinið, þ.e. veghávaði og skrölt?
Eruð þið með einhverjar aðrar hugmyndir um hvað ég gæti fengið mér og verið ánægður með? Er ekkert fastur á þessum þremur bílum:)

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Ráð við val á jeppa

Postfrá Kiddi » 12.apr 2014, 01:04

VItara er fín til að byrja á.
Ég þjösnaðist heilan helling á svoleiðis fyrsta bílprófsárið, eina vandamálið var smá röfl í pabba við og við um að við bræðurnir værum að reyna að eyðileggja bílinn hans. Aldrei tókst það samt þrátt fyrir svaðilfarir í Krossá og fleira mis-gáfulegt!

Svo má seinna skipta yfir í eitthvað annað og þá veistu meira hvað þú vilt út frá reynslunni.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 23 gestir