Mig Suður


Höfundur þráðar
fannar79
Innlegg: 71
Skráður: 07.sep 2010, 18:46
Fullt nafn: Fannar S Smárason

Mig Suður

Postfrá fannar79 » 06.apr 2014, 21:14

Jæja spekingar
ég er að spá í rafsuðu/mig og ég er að spá í hver munurinn á þessu suðum sé?
Hvort er að henta betur í skúrinn
kv Fannar S
Viðhengi
download (2).jpg
download (2).jpg (8.48 KiB) Viewed 8454 times
download (1).jpg
download (1).jpg (5.07 KiB) Viewed 8454 times




Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Mig Suður

Postfrá Þorsteinn » 07.apr 2014, 00:15

Sæll,
ef þú ert að spá í vél sem á alltaf að vera í skúrnum, þá mundi ég taka stærri vélina, þar sem þú kemur stórum vírrúllum í hana.

ég á svona 180 a. telwin suðu sem ég er til í að selja þér á 70 þúsund. hún er keypt ný 2010 og er í fínu standi.
kominn kemmpi barki á hana sem er ekki algjört drasl eins og þessir sem koma orginal á þeim.

getur heyrt í mér á morgun ef þú villt skoða hana. síminn er 822-8639 Þorsteinn

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Mig Suður

Postfrá jongud » 07.apr 2014, 08:11

Þorsteinn wrote:Sæll,
ef þú ert að spá í vél sem á alltaf að vera í skúrnum, þá mundi ég taka stærri vélina, þar sem þú kemur stórum vírrúllum í hana.

ég á svona 180 a. telwin suðu sem ég er til í að selja þér á 70 þúsund. hún er keypt ný 2010 og er í fínu standi.
kominn kemmpi barki á hana sem er ekki algjört drasl eins og þessir sem koma orginal á þeim.

getur heyrt í mér á morgun ef þú villt skoða hana. síminn er 822-8639 Þorsteinn


Eru þá Telwin suðurnar með sama barkatengi og Kemppi?
(heitir tengið ekki eitthvað sérstakt?)


Höfundur þráðar
fannar79
Innlegg: 71
Skráður: 07.sep 2010, 18:46
Fullt nafn: Fannar S Smárason

Re: Mig Suður

Postfrá fannar79 » 07.apr 2014, 12:17

Ég er ekkert endilegar að hugsa um stærðina á rúlluni, ég er að spá hver grundvallamunurinn sé á milli þessa véla t.d

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Mig Suður

Postfrá hobo » 07.apr 2014, 13:53

Sú vél sem er stærri(fleiri Amper) getur soðið þykkara efni.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Mig Suður

Postfrá hobo » 07.apr 2014, 16:15

Mín er 140A og er í það minnsta finnst mér í skúrinn.


Höfundur þráðar
fannar79
Innlegg: 71
Skráður: 07.sep 2010, 18:46
Fullt nafn: Fannar S Smárason

Re: Mig Suður

Postfrá fannar79 » 07.apr 2014, 18:29

Okey er kannski ekki nógu skír, ég veit að 170 amp er minna en 180 amp:)
en ég er að spá hver munurinn er á milli þessa véla sé, þessi 180 amp er svo lítil og tekur bara 5 kg rúllur
en þessi stóra 170 amp tekur 15 kg, er ég eitthvað verr settur með þessa littlu 180 amp suðu frekar en stóru 170 amp,
gerir þessi stóra eitthvað meira fyrir mig?


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Mig Suður

Postfrá villi58 » 07.apr 2014, 19:13

fannar79 wrote:Okey er kannski ekki nógu skír, ég veit að 170 amp er minna en 180 amp:)
en ég er að spá hver munurinn er á milli þessa véla sé, þessi 180 amp er svo lítil og tekur bara 5 kg rúllur
en þessi stóra 170 amp tekur 15 kg, er ég eitthvað verr settur með þessa littlu 180 amp suðu frekar en stóru 170 amp,
gerir þessi stóra eitthvað meira fyrir mig?

Munurinn á þessum vélum 170 og 180 amp er mjög lítill, spurning með stillimöguleika á vélunum, þú getur fundið út úr því. Að vera með 5 kg. rúllu er mikklu léttara fyrir vélina og er oftast betra og léttara fyrir mötunarbúnaðinn.
Mundi taka minni vélina ef hún hefur sömu stillingar, þægilegri í meðförum við notkun og eins í flutningi.
Kanski eitt, stærri vélin er með stall fyrir flösku en litla ekki, fer eftir notkun hvað hentar þér betur en auðvelt að smíða hjólapall undir vélina og flösku.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Mig Suður

Postfrá Startarinn » 07.apr 2014, 19:36

Það er ekki nóg að horfa á amper töluna, það þarf líka að horfa á duty cycle, ég keypti 150 ampera ESAB vél því hún var 130 amp á 100% duty cycle, flestar aðrar sem ég skoðaði voru kannski gefnar upp með 170-180 amp hámark en 100% duty cycle ekki nema 100-110 amp, Ég horfði mikið í þetta þegar ég keypti mína, fékk hana á 140 þús gegnum shopusa og Ebay 2010
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Mig Suður

Postfrá villi58 » 07.apr 2014, 20:09

Svo er spurningin hvor er meiri forkur, hvað er hægt að bjóða henni langann tíma á fullum styrk og hvort hún sé með viftur til að kæla. Spurning með sjálfvirkann útslátt svo hún steiki sig ekki, trúlega eru nýtískuvélar með yfirhitavörn. Ef allar upplýsingar kæmu hér inn þá er örugglega einhver sem er góður að lesa úr þeim, þetta er svona út í bláinn þegar menn sjá bara myndir af vélunum en engar upplýsingar nema Amp,og þær eru rauðar, vantar upplýsingar sem þú ættir að finna og spyrja svo.


Höfundur þráðar
fannar79
Innlegg: 71
Skráður: 07.sep 2010, 18:46
Fullt nafn: Fannar S Smárason

Re: Mig Suður

Postfrá fannar79 » 07.apr 2014, 22:36

Takk fyrir þessi svör drengir, maður er búinn að sjóða með allskonar suðum en aldrei pælt neitt
sérstaklega í þeim, ég fann einhverjar upplýsingar um þesssar vélar og væri gaman ef einhver sjái
eitthvað gáfulegt út úr þessu;)
Mér finnst þessi litla svoldið spennandi kostur þar sem hún er mjög meðfærileg, en er jafnframt
pínu tens um að hún sé kannski ekki að henta sem bílskúrsvél
Viðhengi
telwin_technomig180_1.jpg
telwin_technomig180_1.jpg (37.59 KiB) Viewed 7898 times
821054_dati_900.jpg
821054_dati_900.jpg (87.51 KiB) Viewed 7898 times

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Mig Suður

Postfrá Stebbi » 08.apr 2014, 00:09

Í fljótu bragði er meira fasvik á litlu vélinni en þeirri stóru, sem þýðir að hún tekur meiri straum á 230 voltunum við sömu aðstæður og stillingum og sú stóra. En sú litla heldur DC straum betur þegar hún hitnar og hefur hærri suðuspennu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Mig Suður

Postfrá jongud » 08.apr 2014, 08:35

Eitt sem ég hef tekið eftir með MIG-suður er að oftast er straumurinn þrepaskiptur. Ofter um að ræða tvo rofa hlið við hlið sem gefa bara fjórar straumstillingar. Dýrari suður eru svo með 6-10 stillingar.


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Mig Suður

Postfrá emmibe » 08.apr 2014, 11:25

Þetta eru nú meðmæli með lítilli og nettri vél sem henntar í skúrinn. Alvöru vinnubrögð þarna.

Hordursa wrote:
Hilmar Örn wrote:Flott verkefni og verður gaman að sjá útkomuna.

Eitt sem mig langar að spyrja um, ertu að nota þessa Kemppi MinarcMic Adaptive 170 suðuvél í allar suður í þessu verkefni (boddy, grind. fjöðrun) og hvernig er hún að koma út. Flott græja lítil og nett.


Já Hilmar ég er búinn að nota þessa vél á alla suðuvinnuna í bílnum og er mjög sáttur við hana, einu stykkin sem hún hefur tafið mig í eru framstífurnar eru úr 8 og 6mm veggþykkt og ég þurfti að hvíla vélina öðru hvoru þegar ég var að sjóða þær, vélin fer upp fyrir "duty cycle" og maður finnur vel hvernig hún verður kraftlaus.

viewtopic.php?f=9&t=18104#p101374
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32

User avatar

dabbi
Innlegg: 192
Skráður: 01.feb 2010, 19:51
Fullt nafn: Dagbjartur Vilhjálmsson

Re: Mig Suður

Postfrá dabbi » 08.apr 2014, 12:41

Sælir.

ég á eina svona

MinarcMic Adaptive 180 og get ekkert annað en mælt með henn, hún var reyndar keypt fyrir hrun, sá verðið á henni fyrir c.a. ári, myndi líklega ekki tíma að kaupa hana í dag.

en snilldargræja :)
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson

Óbreyttur jeppakall


Sveinbjörn V
Innlegg: 9
Skráður: 20.aug 2012, 23:00
Fullt nafn: Sveinbjörn Valur Jóhannsson

Re: Mig Suður

Postfrá Sveinbjörn V » 08.apr 2014, 13:32

Fékk verðtilboð á svona Kempi fyrir 1-2 árum og þú vilt ekki vita töluna ;)
En ég mundi skoða hvort þú getir notað vandaðan barka á þessa litlu Telvin vél, td. kempi barka.
Vandamál í migsuðum eru oft bara í barkanum ..
Annars segja flestir að verð og gæði fylgjast að í þessu, eins og mörgu öðru.


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Mig Suður

Postfrá Sæfinnur » 08.apr 2014, 19:43

Ég segi eins og Ástmar "duty cycle" segir eiginlega allt um gæðin. Því nær uppgefnu afli (Amp) sem uppgefin 100% duty cycle liggur því meiri eru gæðin.


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Mig Suður

Postfrá Fordinn » 08.apr 2014, 22:25

Ég keypti mér um daginn Esab caddy 200i lítil og nett suða.... verðið er hinsvegar klikkun enn eg keypti hana herna uti i noregi i á afslætti fyrirtækis sem eg vinn hjá... með þvi spara ég mér ca 50 þus... miðað við að eg stoppi i rauða hliðinu og gleðji tollinn þegar ég kem heim med hana =) kostar heima um 250 þús.


Höfundur þráðar
fannar79
Innlegg: 71
Skráður: 07.sep 2010, 18:46
Fullt nafn: Fannar S Smárason

Re: Mig Suður

Postfrá fannar79 » 08.apr 2014, 23:01

Takk fyrir þessi svör drengir, er farinn að hallast að þessi litla 180 amp sé málið

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Mig Suður

Postfrá Startarinn » 08.apr 2014, 23:33

Fordinn wrote:Ég keypti mér um daginn Esab caddy 200i lítil og nett suða.... verðið er hinsvegar klikkun enn eg keypti hana herna uti i noregi i á afslætti fyrirtækis sem eg vinn hjá... með þvi spara ég mér ca 50 þus... miðað við að eg stoppi i rauða hliðinu og gleðji tollinn þegar ég kem heim med hana =) kostar heima um 250 þús.


Vélin sem ég keypti var C160i, mér finnst hún mjög góð, það eina sem ég þurfti að venjast var að mér finnst líða full langur tími frá því að ég tek í takkann þar til hún byrjar að mata, en það venst, ég hef ekki ennþá lent í að hún hægi eitthvað á sér útaf álagi ens og ég lenti í með suðuna sem ég var með áður. En þessi kostaði ekki nema 140 þús í nóvember 2010, keypt á Ebay og tekin heim gegnum shopusa
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Mig Suður

Postfrá Fordinn » 09.apr 2014, 00:23

Startarinn wrote:
Fordinn wrote:Ég keypti mér um daginn Esab caddy 200i lítil og nett suða.... verðið er hinsvegar klikkun enn eg keypti hana herna uti i noregi i á afslætti fyrirtækis sem eg vinn hjá... með þvi spara ég mér ca 50 þus... miðað við að eg stoppi i rauða hliðinu og gleðji tollinn þegar ég kem heim med hana =) kostar heima um 250 þús.


Vélin sem ég keypti var C160i, mér finnst hún mjög góð, það eina sem ég þurfti að venjast var að mér finnst líða full langur tími frá því að ég tek í takkann þar til hún byrjar að mata, en það venst, ég hef ekki ennþá lent í að hún hægi eitthvað á sér útaf álagi ens og ég lenti í með suðuna sem ég var með áður. En þessi kostaði ekki nema 140 þús í nóvember 2010, keypt á Ebay og tekin heim gegnum shopusa


Já við vorum búnir að ræða þetta fyrir nokkru síðan þú varst svo ánægður með þína að ég ákvað að slá til hún stendur bara klár í kassanum þarf að koma mer i frí heim til að prófa hana =)

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Mig Suður

Postfrá Óttar » 09.apr 2014, 15:56

Ég á svona suðu og ég þoli ekki mötunabúinaðinn á henni, bara drif á öðru hjólinu og barkinn þarf helst að vera alveg beinn svo vírinn hiki ekki. En annars gott að sjóða með henni þegar maður fær vír :)


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Mig Suður

Postfrá villi58 » 09.apr 2014, 16:11

Óttar wrote:Ég á svona suðu og ég þoli ekki mötunabúinaðinn á henni, bara drif á öðru hjólinu og barkinn þarf helst að vera alveg beinn svo vírinn hiki ekki. En annars gott að sjóða með henni þegar maður fær vír :)

Ert þú að sjóða með 0,6mm suðuvír, er með Esab 180 amp. og gafst upp á 0,6mm og nota 0,8mm í allt.


S.G.Sveinsson
Innlegg: 62
Skráður: 18.okt 2011, 20:57
Fullt nafn: Sveinn Guðberg Sveinsson

Re: Mig Suður

Postfrá S.G.Sveinsson » 09.apr 2014, 22:21

Þetta eru mjög sambærilegar vélar. Afköstin eru þau sömu ( sjá mynd að ofan 60% at 40 C)
Stóri munurinn er í því að stóravélin er með hefðbundnum speni (svona koppar klumpur) en mini vélinn er með stafrænum styringum.
kostir gallar.......... Stóra er einfaldari og ódýrar að laga ef eithvað klikar en littla er nátúrulega 20 kg létari og dýrari í viðgerðum.
Hvað varðar var á suðubarka þá eru þessar vélar báðar með svoköluðum Euro barka sem hægt er að fá frá mörgum framleiðendum .

Mitt val í skúrinn væri bara góða gamla (stóra) en þetta eru mjög sambærilegar vélar það er að seigja það eru ekki neinir aukastillingar. En hey ef þú átt penigin þá er littla miklu flotari(útlitslega séð)
Mercedes Benz 230CE 1983 (farinn)
Land Rover 90 1987 fyrst dísel svo bensín V8 svo dísel aftur
Toyota Corolla XLI 1996
Land Rover Discovery 1997 fornaður á altari uppgerðar
Renault Megane 2003
Sími 8216406

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Mig Suður

Postfrá Hfsd037 » 10.apr 2014, 01:28

villi58 wrote:
Óttar wrote:Ég á svona suðu og ég þoli ekki mötunabúinaðinn á henni, bara drif á öðru hjólinu og barkinn þarf helst að vera alveg beinn svo vírinn hiki ekki. En annars gott að sjóða með henni þegar maður fær vír :)

Ert þú að sjóða með 0,6mm suðuvír, er með Esab 180 amp. og gafst upp á 0,6mm og nota 0,8mm í allt.



Ertu að nota orginal barkann?
Ég á alveg eins vél og þú en mig sárlega vantar nýjan barka á hana, er málið að taka kemppi barka í staðin fyrir eitthvað annað?
Hvar fær maður euro tengi?
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


S.G.Sveinsson
Innlegg: 62
Skráður: 18.okt 2011, 20:57
Fullt nafn: Sveinn Guðberg Sveinsson

Re: Mig Suður

Postfrá S.G.Sveinsson » 10.apr 2014, 01:49

Ef þetta er ný rafsuða framleid fyrir efrópumarkað þá getur þú keypt Euro barka td í verkfærasöluni eða hjá Gasteck eða hja Landvélum eða hjá Migcatronic umboðinu eða hjá sindra jafnvel (ég þekki ekki Lincon neit voða vel en ég væri ekki hissa)
En varðandi gæði á börkum þá verða men líka að muna að þú verður að vera með réttan gorm (innribarkinn)
ég mæli tildæmis ekk með að gleima að skifta úr o.6 í 0.8 þeggar það er skift um rúllu í vélini og í sumum vélum þarf líka að svisa drifrúllum þegar þetta er gert.
Fyrir ál þá er líla allveg málið að vera með teflon innribarka og teflonið er líka málið fyrir lengri barka (meira en 2.5 m)
Mercedes Benz 230CE 1983 (farinn)
Land Rover 90 1987 fyrst dísel svo bensín V8 svo dísel aftur
Toyota Corolla XLI 1996
Land Rover Discovery 1997 fornaður á altari uppgerðar
Renault Megane 2003
Sími 8216406

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Mig Suður

Postfrá jongud » 10.apr 2014, 08:19

Ef ætlunin er að sjóða mikið af áli þá eru suðubyssur líklega það eina rétta, þá er maður með spóluna innan við 15cm frá stútnum og lítil hætta á flækjum. Hins vegar eru þær svolítið klossaðar og geta því verið leiðinlegar í þrengslum.


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Mig Suður

Postfrá Þorsteinn » 10.apr 2014, 21:31

Þessar vélar eru ekki með euro barka, né tengi.

ef þið ætlið að setja euro barka á þessar vélar, þá verðið þið að setja spenni og segulspólu á gasið til að skammta það.

í original barkanum er mekanískur rofi á gasinu en í euro börkunum er segulspóla á gasinu og rafmagn sem fer í takkann í barkanum til að stýra gasinu.

ég er búinn að setja euro barka á mína vél sem var með svona original barka, og leysti þetta svona.

spennin notaði ég til að taka spennuna niður í 24 volt svo maður væri ekki með 220 volt í takkanum í barkanum ef eitthvað gerðist.


Höfundur þráðar
fannar79
Innlegg: 71
Skráður: 07.sep 2010, 18:46
Fullt nafn: Fannar S Smárason

Re: Mig Suður

Postfrá fannar79 » 10.apr 2014, 22:39

S.G
S.G.Sveinsson wrote:Þetta eru mjög sambærilegar vélar. Afköstin eru þau sömu ( sjá mynd að ofan 60% at 40 C)
Stóri munurinn er í því að stóravélin er með hefðbundnum speni (svona koppar klumpur) en mini vélinn er með stafrænum styringum.
kostir gallar.......... Stóra er einfaldari og ódýrar að laga ef eithvað klikar en littla er nátúrulega 20 kg létari og dýrari í viðgerðum.
Hvað varðar var á suðubarka þá eru þessar vélar báðar með svoköluðum Euro barka sem hægt er að fá frá mörgum framleiðendum .

Mitt val í skúrinn væri bara góða gamla (stóra) en þetta eru mjög sambærilegar vélar það er að seigja það eru ekki neinir aukastillingar. En hey ef þú átt penigin þá er littla miklu flotari(útlitslega séð)


Þetta er einnmit svörin sem þeg var að leita að:)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Mig Suður

Postfrá Stebbi » 11.apr 2014, 17:38

Svo færðu þér bara Auto-dark hjálm með hauskúpu og eld og þá ertu algjörlega með þetta.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Mig Suður

Postfrá jongud » 12.apr 2014, 09:38

Afsakið að ég fer "off-topic" en ég hef grúskað töluvert á þessari síðu;
http://weldingtipsandtricks.com/
Þessi náungi veit hvað hann er að gera og er mikill fróðleiksbrunnur þegar kemur að suðuvinnu.
Myndböndin hjá honum eru líka afar vönduð.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir