Síða 1 af 1

Frostvörn í Rúðupiss

Posted: 12.nóv 2010, 10:56
frá arni87
Hvað eru menn að setja í rúðupissið til að auka frostþolið á því??
Ég er að spá í að setja skvettu af Isopropa í Rúðupissið hjá mér.

Árni F
Lækurinn

Re: Frostvörn í Rúðupiss

Posted: 12.nóv 2010, 11:55
frá Dodge
Rúðupiss er nú almennt af mestum hluta alcohol og á ekki að frjósa svo glatt.
Spurning um að bara versla vökvann annarsstaðar ef þú ert í vandræðum.

Re: Frostvörn í Rúðupiss

Posted: 12.nóv 2010, 14:24
frá hobo
Ég nota aðferð Leó M Jónssonar:

1/10 hluti frostlögur
9/10 hlutar vatn
1 msk uppþvottalögur

Þetta virkar alveg eins og annar rúðuvökvi en er bara margfalt ódýrari.

Svo er bara að styrkja blönduna eftir smekk :)

Re: Frostvörn í Rúðupiss

Posted: 12.nóv 2010, 14:29
frá arni87
Rúðupissið sem ég hef aðgang að er gefið upp fyrir -18°C en eins og við vitum þá getur orðið kaldara en það á næturna á fjöllum.

Re: Frostvörn í Rúðupiss

Posted: 14.nóv 2010, 15:45
frá Henning
Sæll
Ef þú ert ekki búinn að fá þér eitthvað í rúðupissið, þá er ég með flotta blöndu á flottu verði. Hafðu samband, einnig fleiri sem eru að pæla.
Flyt inn þýskar bílabón og hreinsiefni frábærar vörur á góðu verði.
Kemex ehf
Henning
S 848-4612

Re: Frostvörn í Rúðupiss

Posted: 14.nóv 2010, 20:05
frá Polarbear
Bónið frá Henning er ljómandi fínt!