Jeppar ráð?


Höfundur þráðar
asbjörn1959
Innlegg: 22
Skráður: 11.jún 2013, 21:18
Fullt nafn: Ásbjörn Einar Ásgeirsson

Jeppar ráð?

Postfrá asbjörn1959 » 02.apr 2014, 20:54

Er eitthvað vit fyrir mig að kaupa 10-14 ára gamlan jeppa þurfa menn ekki að geta lagað allt sjálfir dýrt að fara með allt á verkstæði?
Það er ekki gott að fá jeppadellu á gamalsaldir orðin 55ára HeHe.




Höfundur þráðar
asbjörn1959
Innlegg: 22
Skráður: 11.jún 2013, 21:18
Fullt nafn: Ásbjörn Einar Ásgeirsson

Re: Jeppar ráð?

Postfrá asbjörn1959 » 02.apr 2014, 21:02

Hef verið að skoða Pajero dísel og Musso.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppar ráð?

Postfrá sukkaturbo » 02.apr 2014, 21:04

Sæll aldrei of seint að byrja fáðu þér Patrol eða 80 Cruser gott að komast upp í þá á 38" dekkum kveðja frá einum 59 ára jeppamanni


Höfundur þráðar
asbjörn1959
Innlegg: 22
Skráður: 11.jún 2013, 21:18
Fullt nafn: Ásbjörn Einar Ásgeirsson

Re: Jeppar ráð?

Postfrá asbjörn1959 » 02.apr 2014, 21:12

Takk fyrir er að spá í 35 tommur ekki meira lítið viðhald á Patrol og Cruser,þessir bílar sem ég hef skoðað mikið um að heddið og ryð í grind mál.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Jeppar ráð?

Postfrá snöfli » 02.apr 2014, 21:29

Aldrei of seint til að hafa gaman af einhverju. Mundi kaupa 38" breyttan ef þú ferð í þyngri bíla eins og LC80 eða PatrolY61. Maður þorir meiru einbíla í vötnum og kemst þónokkuð í snjó. Vel valin 38" undir þetta stórum bíl hefur ekki mikil áhrif á aksturseiginleika. Musso og Pajero hafa reynst mér vel og er núna á Patrol. Fyrir þann sem ekki smíðar mikið í skrúnum er ódýrast að kaupa bílinn eins breyttan og maður heldur að maður vilji hafa hann að lokum.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Jeppar ráð?

Postfrá sukkaturbo » 02.apr 2014, 21:54

Sæll Patrol 97 eða eldri á 35" er duglegur bíll og mikið til af þeim og margir hverjir í fínu standi ennþá og mikið um ódýra varahluti. Hef reynslu af þessum bílum og vann í mörg ár á 35" patrol 96 árgerð og dreif hann helling og lítið sem ekkert viðhald. kveðja Guðni á sigló


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Jeppar ráð?

Postfrá Valdi B » 02.apr 2014, 22:50

held að patrolinn gæti samt verið með meira vesen, viðhaldslega, allt orðið gamlir bílar og ryðgað... ef þú ætlar ekki að fara í meira en 35" þá væri 90 krúser fínt ef þú finnur rétta bílinn , þeir eru nokkuð skárri ryðlega séð en margir aðrir , þó enginn bíll sé laus við að ryðga eitthvað á endanum :)
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeppar ráð?

Postfrá jongud » 03.apr 2014, 08:12

Ef þú ert ekki með aðstöðu til að laga sjálfur þá er um að gera að kaupa eins nýjan og þú mögulega getur.
Á breyttum jeppa þarf alltaf að reikna með meiri viðgerð á slithlutum.

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Jeppar ráð?

Postfrá muggur » 03.apr 2014, 18:35

Stutta svarið er að þetta er bara bull, þ.e. að kaupa sér yfir 10 ára gamlann jeppa. Það er ástæða fyrir því að þetta eru kallaðir 'bifvélavirkja-bílar' þ.e. þú þarft að vera með slíka menntun og aðstöðu til að reka þetta. Þegar svona póstar koma inn þá plögga ég þráðinn minn (http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=18753), held að það sé nokkuð týpísk reynslusaga.

Ef ég væri þú þá myndi ég reyna að kaupa einhvern svona jeppa sem búið væri að gera helling fyrir. T.d. að skipta um dempara, fara í bremsur, headpakningu osfv. Það er engin trygging fyrir að þeir bili ekki en þá a.m.k. fara þessir hlutir ekki í bráð :-).

Eins og ég segi tómt bull og vitleysa..... en alveg djöfulli gaman þegar kvikindið virkar og þegar manni tekst að gera við eitthvað sjálfur eftir að hafa fengið góð ráð frá öllum snillunum hér á jeppaspjallinu.

Pajero, Patrol, Ranger, Musso, Terrano, Toyota skiptir ekki máli. Komið á þennan aldur er þetta allt meira og minna hálf ónýtt.

Kveðja úr skotgröfunum.
Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Jeppar ráð?

Postfrá hobo » 03.apr 2014, 18:43

muggur wrote:Pajero, Patrol, Ranger, Musso, Terrano, Toyota skiptir ekki máli. Komið á þennan aldur er þetta allt meira og minna hálf ónýtt.


Þá er bara að fá sér Isuzu, verður betri með árunum :)


Höfundur þráðar
asbjörn1959
Innlegg: 22
Skráður: 11.jún 2013, 21:18
Fullt nafn: Ásbjörn Einar Ásgeirsson

Re: Jeppar ráð?

Postfrá asbjörn1959 » 03.apr 2014, 20:28

Takk fyrir skemmtilegan lestur og ráð hef tekið vinkill beyju eftir að hafa skoða jeppa mikið til í því sem Muggur talar um hedd og grind og annnað hef lítinn skúr og ekki verkfæri þetta er fljótt að telja átti síðast Suzuki Vitara árg 98 ryðga mikið frá Spáni kraftlausir er með tjaldvagn og farangur,enda í Subaru Forester sennilega????

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Jeppar ráð?

Postfrá muggur » 03.apr 2014, 20:46

asbjörn1959 wrote:Takk fyrir skemmtilegan lestur og ráð hef tekið vinkill beyju eftir að hafa skoða jeppa mikið til í því sem Muggur talar um hedd og grind og annnað hef lítinn skúr og ekki verkfæri þetta er fljótt að telja átti síðast Suzuki Vitara árg 98 ryðga mikið frá Spáni kraftlausir er með tjaldvagn og farangur,enda í Subaru Forester sennilega????



Þetta var skynsemin mín. En það er engin skynsemi í þessu sporti. Þetta er ógeðslega skemmtilegt að mörgu leiti. Að keyra inn í Þórsmörk, fara fjallabaksleið nyrðri og allt það. Pæla endalaust í næstu breytingum (hef reynar ekki náð að framkvæma neitt þar sem allur peningur fer í viðhald en eins og dópistanir segja þá er alltaf séns á morgun). Lesa þræði frá snillunum og láta sig dreyma um að gera véla-swap, four-link og hvað þetta heitir.

Þannig að svona að lokum. Ef þig langar í jeppa þá bara hoppaðu á það en ekki reyna að selja sjálfum þér að þetta 'sé skynsamlegt'. Þetta er bara áhugamál og því miður dýrt....

kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Jeppar ráð?

Postfrá thor_man » 04.apr 2014, 22:25

muggur wrote:
asbjörn1959 wrote:Takk fyrir skemmtilegan lestur og ráð hef tekið vinkill beyju eftir að hafa skoða jeppa mikið til í því sem Muggur talar um hedd og grind og annnað hef lítinn skúr og ekki verkfæri þetta er fljótt að telja átti síðast Suzuki Vitara árg 98 ryðga mikið frá Spáni kraftlausir er með tjaldvagn og farangur,enda í Subaru Forester sennilega????



Þetta var skynsemin mín. En það er engin skynsemi í þessu sporti. Þetta er ógeðslega skemmtilegt að mörgu leiti. Að keyra inn í Þórsmörk, fara fjallabaksleið nyrðri og allt það. Pæla endalaust í næstu breytingum (hef reynar ekki náð að framkvæma neitt þar sem allur peningur fer í viðhald en eins og dópistanir segja þá er alltaf séns á morgun). Lesa þræði frá snillunum og láta sig dreyma um að gera véla-swap, four-link og hvað þetta heitir.

Þannig að svona að lokum. Ef þig langar í jeppa þá bara hoppaðu á það en ekki reyna að selja sjálfum þér að þetta 'sé skynsamlegt'. Þetta er bara áhugamál og því miður dýrt....

kv. Muggur


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Jeppar ráð?

Postfrá villi58 » 04.apr 2014, 22:34

Ráð til þín, ekki kaupa bíl sem hefur verið keyrður í saltpæklinum eins og víða á s-vesturlandinu.
Ryð kostar hellings pening og eyðileggur nánast allt.
Það er til nóg af bílum á landinu sem hafa ekki öslað saltpækil hluta úr árinu.

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Jeppar ráð?

Postfrá firebird400 » 05.apr 2014, 18:22

Væri helst að fá að vita hve dýran jeppa það er verið að spá í.

Aldur er afstæður hvað jeppa varðar. Líka akstur að mínu mati.

Ungur, tiltörulega lítið ekinn jeppi getur verið ónýtur á meðan eldgamall jeppi sem er ekinn hálfa leið til tunglsins getur verið í topp lagi.

Svo er alltaf spurning til hvers jeppinn á að vera notaður.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík


Höfundur þráðar
asbjörn1959
Innlegg: 22
Skráður: 11.jún 2013, 21:18
Fullt nafn: Ásbjörn Einar Ásgeirsson

Re: Jeppar ráð?

Postfrá asbjörn1959 » 05.apr 2014, 19:46

5-600 þúsund en veit samt ekki hvort það borgi sig að kaupa annan konan á Yaris hef í gegnum árin haft annan bíl með krók og góðu skotti ferðumst á sumrin með tjaldvagn fjögurramanna fjölsk,hef oft verið illa svikin í bílamálum hvort sem er Toyota eða Subaru ég hef einn stóran galla trúi því sem menn segja með bílanna enda einsog Muggur í tómu tjóni hlaðast upp reikningar annsi margir sem eru ekki heiðalegir dæmi.Kaupi Avensis árg 2001 á 600 þús þegar ég sel hann á 400þús þá var vélarljós og skynjara út af hvarfakút sem var nýr og kostaði 180 þús búinn að eyða 800þús.


Höfundur þráðar
asbjörn1959
Innlegg: 22
Skráður: 11.jún 2013, 21:18
Fullt nafn: Ásbjörn Einar Ásgeirsson

Re: Jeppar ráð?

Postfrá asbjörn1959 » 22.apr 2014, 20:30

Er að spá í Nissa TerranoII Luxary árg 2000 dísel ekinn 160þús á 33tommu sjálfskiftur eitthvað sérstakt sem þarf að skoða ráð vel þeginn?
Síðast breytt af asbjörn1959 þann 23.apr 2014, 21:10, breytt 3 sinnum samtals.


thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Jeppar ráð?

Postfrá thor_man » 22.apr 2014, 20:53

asbjörn1959 wrote:Er að spá í Nissa TerranoII Luxary árg 2000 dísel ekinn 160þús á 33tommu eitthvað sérstakt sem þarf að skoða ráð vel þeginn?

Það eru nokkrir þræðir varðandi Terrano á þessu spjalli, sniðugast væri að leita þá uppi og lesa í gegn, þar kemur ýmislegt gagnlegt fram. Slá bara Terrano í leitina efst. Átti sjálfur '97 2,7 Tdi beinskiptan, líkaði ágætlega við hann um flest. Viftukúplingin var þó eitthvað sem þurfti að skoða. Annars allt eðlilegt viðhald.


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Jeppar ráð?

Postfrá Fordinn » 22.apr 2014, 21:09

Gamlir bílar eru alltaf lottó.... jafnvel þótt það sé buið að hugsa vel um þá eða eyða helling í þá... það getur allt gerst... ...... að ætla að eiga gamlan jeppa... kalla á að madur sé tilbúinn að takast á við áskoranir... madur verður að geta bjargað sér allavega með eitthvað af því sem bilar....

Ég er ekki lærður bifvélavirki... enn hef lært af öðrum og sjalfum mér að gera við flest það sem hefur bilað í mínum bílum. ef eg hefði ekki gert það... hefði eg ekki átt alla þessa jeppa sem eg hef átt i gegnum tíðina.

Ad terrano.... þetta eru ekki alslæmir bílar.... enn aðeins stærri dekk hafa kallað á vesen med hjolastillingar að framan.... sumir þeirra eru orðnir soldið ryðgaðir.... og það er endalaust vesen á afturljosunum á þeim þvi þau eru illa varin á bakvið stuðarann.


solider
Innlegg: 158
Skráður: 03.apr 2010, 20:49
Fullt nafn: Steinar Valur Steinarsson

Re: Jeppar ráð?

Postfrá solider » 23.apr 2014, 08:09

hef verið með svona bíl og svo veit ég að frændi var með svona bíl báðir voru þeir að farast úr ryði a grind við afturhjól. ég þurfti að búa til nýtt gólf í bílnum hjá frænda í skottinu svo að hundurinn mundi ekki fara í gegnum það. í mínum lenti ég svo líka í vessen með ljósin bæði að framan og aftan og þurfti ég að leggja fyrir ljósunum að aftan uppá nýtt.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir