loftdælur

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

loftdælur

Postfrá hobo » 11.nóv 2010, 19:44

Ég hef ákveðið að splæsa í loftdælu.
Hún þarf að geta dælt í 33" dekk á ásættanlegum tíma.
Allar ábendingar um nýtt eða lítið notað á verðbilinu 0 - 30 þús. vel þegnar.

kv Hörður



User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: loftdælur

Postfrá hobo » 11.nóv 2010, 19:47

Ég setti þetta í Almennt spjall svo menn séu ekki feimnir við að tjá sig um þetta, eins og hvar eru bestu kaupin o.s.frv.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: loftdælur

Postfrá jeepson » 11.nóv 2010, 20:35

Þeir í N1 versluninni á Ísafirði eru með dælu sem pumpar í 31" á innan við mínútu ef ég man rétt. það er 150 lítra dæla Mig minnir að hún sé í kringum 25 kallinn. Þú ættir kanski að athuga hvort að þeir séu ekki með þessar dælur í N1 upp á höfða.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

.

Postfrá Kalli » 11.nóv 2010, 20:52

-
Síðast breytt af Kalli þann 08.nóv 2014, 13:48, breytt 3 sinnum samtals.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: loftdælur

Postfrá Hagalín » 11.nóv 2010, 20:56

Finidælurnar kosta líka jafn mikið og eitt stk 38" dekk. Hátt í 70þ í dag......
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

.

Postfrá Kalli » 11.nóv 2010, 21:01

.
Síðast breytt af Kalli þann 08.nóv 2014, 13:49, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: loftdælur

Postfrá jeepson » 11.nóv 2010, 21:05

ég var einmitt að pæla í að kaupa svona dælu. Þá er víst lítil hætta á að maður geri það.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: loftdælur

Postfrá hobo » 11.nóv 2010, 21:20

Ég var búinn að heyra þetta með N1 dælurnar.
Einnig hef ég heyrt að Fini dælurnar séu Rollsinn í þessum geira en þær eru einfaldlega of dýrar fyrir mig.
Hverjir eru annars að selja dælur?

Arctic trucks
Fossberg
N1

???

User avatar

dabbi
Innlegg: 192
Skráður: 01.feb 2010, 19:51
Fullt nafn: Dagbjartur Vilhjálmsson

Re: loftdælur

Postfrá dabbi » 11.nóv 2010, 21:55

ég er með frá Artic trucks Viair heitir hún, minnir að hún heiti 400 eða 450 er búinn að endast mjög vel hjá mér, er staðsett í grillinu á bílnum, búinn að vera þar í uþb 5 ár og ekki slegið feilpúst, er með hana tengda við loftkút og "pressóstat".

hefur alveig fengið að finna fyrir því, en eins og ég segi þá er hún búinn að reynast mér mjög vel.

mbk
Dabbi
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson

Óbreyttur jeppakall


spazmo
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 23:13
Fullt nafn: Grétar Mar Axelsson
Bíltegund: Patrol 44"

Re: loftdælur

Postfrá spazmo » 11.nóv 2010, 22:12

það var sölumaður hjá n1 sem sagði við mig að þessar dælur hjá þeim væru svo mikið djöfulsins rusl að hann neitaði að selja mér hana, því hann nennti ekki að fá mig aftur eftir mánuð til að gríta henni til baka í þá.


þannig að ég gerðist bara góður og fékk mér fini dælu á 70 kall og tel mig vera nokkuð safe með hana.
Patrol 44"

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: loftdælur

Postfrá Gulli J » 11.nóv 2010, 22:20

Tryggvi í Stýrivélaþjónustunni í Hafnarfirði er að flytja inn og selja loftdælur, held að þær séu 150bör og að verðið sé um 20Þ
Hann er líka að flytja inn spil á 80-100Þ
Trúi ekki öðru en að hann sé með góða vöru þar sem hann er á kafi í jeppadellunni.

Heimasíðan er styri.is ef ég man rétt.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: loftdælur

Postfrá hobo » 12.nóv 2010, 06:54

Flott að fá ábendingar um litlar búllur sem eru að selja þetta, þær smyrja oftast minnst ofan á verðið.

Ég myndi fá mér Fini ef ég tímdi því í augnablikinu. Auðvitað er einungis það besta nógu gott fyrir bílinn minn en svona er þetta bara.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: loftdælur

Postfrá Polarbear » 12.nóv 2010, 08:32

ég keypti mér 100% duty-cycle dælu frá KT á akureyri fyrir nokkrum árum og hún bara virkar. Menn gleyma stundum að skoða hversu lengi dælurnar mega vera í gangi í einu en 25% duty-cycle þýðir að þú getur notað dæluna í korter og svo þarf hún að kólna í þrjú korter.

svona smáatriði gleymast oft og þessvegna t.d. deyja N1 dælurnar mjög fljótt, fólk fer ekki eftir leiðbeiningunum.


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: loftdælur

Postfrá dabbigj » 12.nóv 2010, 11:10

Polarbear wrote:ég keypti mér 100% duty-cycle dælu frá KT á akureyri fyrir nokkrum árum og hún bara virkar. Menn gleyma stundum að skoða hversu lengi dælurnar mega vera í gangi í einu en 25% duty-cycle þýðir að þú getur notað dæluna í korter og svo þarf hún að kólna í þrjú korter.

svona smáatriði gleymast oft og þessvegna t.d. deyja N1 dælurnar mjög fljótt, fólk fer ekki eftir leiðbeiningunum.


Það er reyndar eitt með N1 dælurnar að þær eru auglýstar með hitavörn og að þær slái út ef að þær ofhitna, eitthvað sem að hugsanlega veitir mönnum falskt örryggi, ég sá einn peyja t.d. moka snjó á sína dælu til að kæla hana.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: loftdælur

Postfrá ellisnorra » 12.nóv 2010, 11:38

Polarbear wrote:25% duty-cycle þýðir að þú getur notað dæluna í korter og svo þarf hún að kólna í þrjú korter.


Eru menn þá ekki að nota þetta í klukkutíma og kæla í þrjá? :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: loftdælur

Postfrá Polarbear » 12.nóv 2010, 16:41

hehe elmar... duty cycle er alltaf miðað við 1 klst held ég örugglega nema annað sé tekið fram.

hér má sjá töflu um duty cycle hjá viair t.d. http://www.suspensionconnection.com/cgi ... 27520.html og miða þeir við hálftíma greinilega.

ég myndi aldrei kaupa annað en 100% duty cycle dælu bara til að vera viss. þær eru fyrirferðameiri og dýrari... en borga sig þegar upp er staðið. Albest er að nota aircon ef það er möguleiki.


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: loftdælur

Postfrá s.f » 13.nóv 2010, 10:27

hverjir eru að selja fini dælurnar veit enhver hér um notaða dælu til sölu


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

.

Postfrá Kalli » 13.nóv 2010, 10:36

.
Síðast breytt af Kalli þann 08.nóv 2014, 13:49, breytt 1 sinni samtals.


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: loftdælur

Postfrá stebbi1 » 13.nóv 2010, 20:36

Í 5 ár hef ég notað dælu sem ég keypti í Bílanaust. hún er svona 15-20 min að dæla akstursþrýstingi í 4 35" dekk.
það sem mér var sagt þegar ég keypti hana var að hedið ætti það til að losna en menn hefðu bara reddað því með þvi að líma bolltana, þetta hef ég ekki ennþá gert.
dælann var laus í kassa fyrst um sinn, en nú er hún bolltuð í húddið.
það getur svo sem verið að dælurnar sem þeir selja núna séu eithvað drasl, man ekkert hvaða tegund þetta er, en hún á að dæla í 120 psi og 90L/min ef ég man rétt einnig átti að vera þessi hitaálagsvörn í henni, en ég hef ekki orðið var við að hún drepi á sér.
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: loftdælur

Postfrá AgnarBen » 13.nóv 2010, 21:40

s.f wrote:hverjir eru að selja fini dælurnar veit enhver hér um notaða dælu til sölu


Landvélar eru líka með þetta og verkfærasalan Síðumúla en þeir voru ódýrastir þegar ég keypti þetta á sínum tíma.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: loftdælur

Postfrá hobo » 04.jan 2011, 17:18

Gulli J wrote:Tryggvi í Stýrivélaþjónustunni í Hafnarfirði er að flytja inn og selja loftdælur, held að þær séu 150bör og að verðið sé um 20Þ
Hann er líka að flytja inn spil á 80-100Þ
Trúi ekki öðru en að hann sé með góða vöru þar sem hann er á kafi í jeppadellunni.

Heimasíðan er styri.is ef ég man rétt.


Ég skellti mér á þessa dælu, Tryggvi talaði vel um hana, hefur selt 60 dælur og engin komið til baka.
Hún dælir 150 l/min, með hitaútslætti og hvaðeina.
Þetta kostaði 19800 kr en hann átti nokkrar á því verði, svo tekur við ný sending en þá selst stykkið á eitthvað meira.


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: loftdælur

Postfrá Offari » 04.jan 2011, 20:37

Ég keypti mér dælu frá verkfærasöluni Síðumúla hún var örlítð minni en Fini dælan en með kút og pressustati. Ég hef notað þessa dælu tölvert en að vísu ekki dælt í heilan gang en hún var snögg að dæla í tómt 35" dekk. Þessi dæla hentar mér vel þar sem ég er oft að sækja vindlausa bíla, og held að hún verði fín í Jeppan líka. Verðið þá var eitthvað svipað og Fini en valdi frekar þessa útaf kútnum.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: loftdælur

Postfrá HaffiTopp » 04.jan 2011, 23:14

Já er hún ekki áföst kútnum og með svörtu hlífðarplasti utan um sig? Var með svona dælu einu sinni frá þeim í Verkfærasölunni, dælir 100 ltr. á mín og fer uppí 8 bara þrýsting max. Ég fasttengdi dæluna aftan í gamla jeppanum mínum og setti kútinn á góðann stað undir bílnum. Svo var ég með úrtakið aftan á bílnum við dráttarkúluna. Var um tíma með 10 lítra vatnsslökkvitæki líka sem loftkút (þessi sem fylgir er 5 lítra) en náði að beygla á hann gat í einni ferð og tók hann því undan. En þetta combó var ekki svo lengi að dæla í 4 35" dekk úr sirka 10 psi uppí 30 psi. Eini gallinn var sá að það var frekar mikill hávaði í henni inní bílnum þegar hún fór í gang, og maður kannski að tala eða hlusta á í talstöð. En gott að vita af þessum ódýra kosti í Stýrivélaþjónustunni. Ég var búinn að tala við Fossberg uppá f4x4 afsláttinn en þá var mér tjáð að þetta verð sem er á henni núna sé fast tilboðsverð þannig að þetta er fjarlægur draumur þótt verðir hjá þeim sé langtum skárra en hjá Byko.
Kv. Haffi


Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: loftdælur

Postfrá Guðjón S » 05.jan 2011, 12:13

Hef þessa til sölu ef þú hefur áhuga, komdu með tilboð, hefur einungis verið notur sem vardæla og því lítið notuð.
Ef myndir hafa ekki komið með þá get ég sent þær á þig.
Kv.
Guðjón

s:6901008 eða gudjon81@gmail.com

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: loftdælur

Postfrá HaffiTopp » 05.jan 2011, 21:30

Já takk fyrir það, er búinn að senda þér póst.
Kv. Haffi

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: loftdælur

Postfrá hobo » 08.jan 2011, 11:08

Vitiði um aðra staði sem selja álíka litla kúta á álíka verði, jafnvel ódýrari?

http://www.arctictrucks.is/?pageId=1559&itemId=VIA91010

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: loftdælur

Postfrá HaffiTopp » 08.jan 2011, 16:54

Held að ég eigi einhverstaðar freonkút sem mér áskotnaðist einhvern tímann í fyrndinni. Hann ætti vel að þola þann þrýsting sem svona meðal loftdæla gefur frá sér. Tekur að mig minnir 10kg. Svo þetta vatnsslökkvitæki sem ég nefndi ofar var mér gefið af góðhjörtuðum kunningja og var lítið mál að breyta því. Bara sníða úr ryðfrírri plötu fyrir opið og bora og snitta fyrir tveim stútum, einum fyrir loftið inn og öðrum fyrir loftið út. Og svo náttúrulega einhverjar festingar líka. Man ekki hvað ég gerði við hann en gæti vel selt þér hann fyrir sanngjarnan pening, eða þá þenna freonkút, ef hann þá finnst. En hann er einhverstaðar fyrir norðan og ég hérna á Akranesi ;)
Kv. Haffi

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: loftdælur

Postfrá hobo » 09.jan 2011, 12:53

Ég þakka boðið, ég er svosem bara að spá í að búa mér til lítið loftkerfi með litlum kút, svona til að nýta loftið sem dælan framleiðir á meðan ég er ekki að pumpa í dekk t.d á milli dekkja. Svo getur það líka komi sér vel að eiga 7 bar loftþrýsting þó það sé ekki nema í örskots stund.
Ég held ég skelli mér bara á þennan kút frá arctic trucks. Þetta má nefnilega ekki taka mikið pláss, ég er á súkku..

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: loftdælur

Postfrá Járni » 09.jan 2011, 18:12

Ef ég man rétt var nú alltaf svona kútur til sýnis á afgreiðsluborðinu í Barka á Nýbýlavegi, veit samt ekkert um verðlagningu.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: loftdælur

Postfrá hobo » 09.jan 2011, 20:54

Já ég ætla að hringja eitthvað í kring um mig.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: loftdælur

Postfrá hobo » 11.jan 2011, 20:48

Smá neytendavakt:

5 ltr kútur í Barka kostar ca. 21 þús án vsk
5 ltr kútur í Landvélum kostar ca. 17 þús með vsk
1 gallon(3,8ltr) í Arctic Trucks kostar 5.930 með vsk
2,5 gallon(9,5ltr) í Arctic Trucks kostar 13.590 kr með vsk

Magnaður verðmunur!

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: loftdælur

Postfrá hobo » 11.jan 2011, 20:57

5 gallon(19ltr) kútur frá arctic trucks kostar 16.450, semsagt ódýrari en 5 ltr kúturinn úr Landvélum!

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: loftdælur

Postfrá ssjo » 08.mar 2013, 00:46

Allt í lagi að nefna það en ég fékk vörubilaloftkút hja bilapartasalanum a planinu á moti álverinu. Finn 12 eða 15 litra kútur sem kostaði einhverja fáeina þúsundkalla.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: loftdælur

Postfrá Freyr » 08.mar 2013, 00:54

sterkastur wrote:Þetta er gamall þráður en þó í lagi að lífga hann við;

Hvað má gera ráð fyrir að sé heppilegt að vera með stóran loftkút við fasttengda Fini dælu fyrir bíl á 38“? En fyrir bíl á 44“?
Þá er ég að hugsa um að hægt sé að setja dæluna strax í gang og láta loftið á kútnum duga kannski í ca. tvö dekk? Þá ættu dælan og kúturinn að geta skotið í fjögur dekk á örskotsstundu.

með fyrirfram þökk. :-)


Til þess þarftu rosalega stórann kút, 100 psi í 10 l. kút gefur tæp 5 psi í eitt 38" dekk.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: loftdælur

Postfrá villi58 » 08.mar 2013, 02:29

dabbigj wrote:
Polarbear wrote:ég keypti mér 100% duty-cycle dælu frá KT á akureyri fyrir nokkrum árum og hún bara virkar. Menn gleyma stundum að skoða hversu lengi dælurnar mega vera í gangi í einu en 25% duty-cycle þýðir að þú getur notað dæluna í korter og svo þarf hún að kólna í þrjú korter.

svona smáatriði gleymast oft og þessvegna t.d. deyja N1 dælurnar mjög fljótt, fólk fer ekki eftir leiðbeiningunum.


Það er reyndar eitt með N1 dælurnar að þær eru auglýstar með hitavörn og að þær slái út ef að þær ofhitna, eitthvað sem að hugsanlega veitir mönnum falskt örryggi, ég sá einn peyja t.d. moka snjó á sína dælu til að kæla hana.


Dælurnar frá N 1 eru ekki með neinni hitavörn þó sagt sé, búinn að skoða tvær dælur og á ég eina og það er ekkert nema onn og off takkinn undir plasthlífinni,straumurinn fer beint frá þessum rofa og inn á spólurnar engir aðrir vírar neitt annað. Stimplarnir eru með eitthvað sem líkist teflonhringjum til að þétta og er ósmurt. Ég mæli ekki með því að vera með kút og dæla upp í 8 bör, bara dæla beint í dekkin.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: loftdælur

Postfrá villi58 » 08.mar 2013, 02:33

HaffiTopp wrote:Held að ég eigi einhverstaðar freonkút sem mér áskotnaðist einhvern tímann í fyrndinni. Hann ætti vel að þola þann þrýsting sem svona meðal loftdæla gefur frá sér. Tekur að mig minnir 10kg. Svo þetta vatnsslökkvitæki sem ég nefndi ofar var mér gefið af góðhjörtuðum kunningja og var lítið mál að breyta því. Bara sníða úr ryðfrírri plötu fyrir opið og bora og snitta fyrir tveim stútum, einum fyrir loftið inn og öðrum fyrir loftið út. Og svo náttúrulega einhverjar festingar líka. Man ekki hvað ég gerði við hann en gæti vel selt þér hann fyrir sanngjarnan pening, eða þá þenna freonkút, ef hann þá finnst. En hann er einhverstaðar fyrir norðan og ég hérna á Akranesi ;)
Kv. Haffi

Ekki gleyma krana til að tappa vatni af kútnum.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: loftdælur

Postfrá hobo » 08.mar 2013, 06:56

Settu inn rétt fullt nafn, gerir það hér ucp.php?i=172

sterkastur wrote:Þetta er gamall þráður en þó í lagi að lífga hann við;

Hvað má gera ráð fyrir að sé heppilegt að vera með stóran loftkút við fasttengda Fini dælu fyrir bíl á 38“? En fyrir bíl á 44“?
Þá er ég að hugsa um að hægt sé að setja dæluna strax í gang og láta loftið á kútnum duga kannski í ca. tvö dekk? Þá ættu dælan og kúturinn að geta skotið í fjögur dekk á örskotsstundu.

með fyrirfram þökk. :-)

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: loftdælur

Postfrá Magni » 08.mar 2013, 07:58

Hugsa að bestu rafmagnsdælurnar í dag séu Nardi dælurnar. Þær eru tveggja stimpla, hljóðlátar og dæla minnir min 240l á min. Fini er held ég 160l/min. Þær fást í verkfærasölunni í Síðumúlanum
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: loftdælur

Postfrá jongud » 08.mar 2013, 08:43

Talandi um loftkúta.
Ég sá auglýsingu hérna þar sem einhver var að selja kút úr plasti. Ég veit að SET á selfossi er með efni (rör og suðulok) til að búa til svoleiðis kúta sem þola 10 kg/cm2.
En veit einhver hvar er hægt að fá þetta soðið saman og hvað það kostar?

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: loftdælur

Postfrá Hagalín » 08.mar 2013, 08:54

Magni81 wrote:Hugsa að bestu rafmagnsdælurnar í dag séu Nardi dælurnar. Þær eru tveggja stimpla, hljóðlátar og dæla minnir min 240l á min. Fini er held ég 160l/min. Þær fást í verkfærasölunni í Síðumúlanum


Fini dælan er 160l inn og eitthvað minna þá út úr sér.
Nardi dælurnar halda líka mun meira trukki þegar komið er eitthvað loft í dekkin enda sumar gerðar fyrir fyrir 10bör.
Boxer nardi dælan er 225lítra en dælan með V-mótorinn er 240l. Einnig má nardi dælan ganga í 45min í notkun.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 77 gestir