Síða 1 af 1
Breyting á Explorer
Posted: 10.nóv 2010, 21:21
frá bartekis
Sælir
Er með orginal Explorer '96 og er að spá setja hann á 36'' eða 38'' dekk. Hef bara ekki hugmynd hvaða breytingar þarf að framkvæma. Er einhver sem hefur breytt svona bíl ? Hvernig eru þeir eftir breytingu ? Er það þess virði að breyta svona bíl ? ;)
Re: Breyting á Explorer
Posted: 11.nóv 2010, 08:20
frá juddi
mundi mæla með að setja heila frammhásingu undir hann
Re: Breyting á Explorer
Posted: 11.nóv 2010, 08:57
frá Tómas Þröstur
juddi wrote:mundi mæla með að setja heila frammhásingu undir hann
Af hverju þarf að setja heila framhásingu ?
Hef ekki breytt svona Explorer en aðeins forvitnast og snuðrað um slíkan bíl á 38" Það er lítið mál að breyta þeim held ég. 4 tommur upp á boddíi og skera úr. Hækka eitthvað að aftan t.d. með fjaðrahengslafærslu. Kannski þarf að skrúfa upp vindustangir að framan en vonandi ekki. Með 4l vél er Ford 8,8 - 31 rílu öxull að aftan og Dana 35 að framan sem ætti að duga. Hlutföll fáanleg örugglega að aftan og líklega að framan líka. Sama gildir um læsingar.
Re: Breyting á Explorer
Posted: 11.nóv 2010, 16:46
frá juddi
Hjólalegur að framan eru td ekki það öflugasta svo er vesen með hjólastillingu á ttb hásingum, reyndar er til flott stýristanga kitt sem leysir það en ég held að það hafi eingöngu verið í boði fyrir dana 44 ttb
Re: Breyting á Explorer
Posted: 12.nóv 2010, 09:00
frá Tómas Þröstur
juddi wrote:Hjólalegur að framan eru td ekki það öflugasta svo er vesen með hjólastillingu á ttb hásingum, reyndar er til flott stýristanga kitt sem leysir það en ég held að það hafi eingöngu verið í boði fyrir dana 44 ttb
Twin Traction Beam er ekki lengur í 95 árgerð og uppúr. í þessum bíl er IFS og tannstangarstýri og sambyggð framhjólalega og naf.
Er með Ranger með TTB og framhjólegurnar eru ekki litlar. Báðar að sömu stærð og stærri legan í Ford Dana 44 heillli hásingu. Málið er bara - allt of stutt á milli leganna fyrir stór dekk - 8mm. Miðað við lýsingar hérna á vefnum og á F4x4 er svona svipað streð á framhjólalegum með TTB á 36/38 og á Patrol á 44.
Re: Breyting á Explorer
Posted: 12.nóv 2010, 09:13
frá arni87
Ég er á Musso á 38" og honum var breitt 98 af Benna.
Þeir síkkuðu klafana og settu önnurhlutföll og það svínvirkar.
Þarf aðeins að hugsa meira um hjólalegur að framan en vinir mínir á 38" forrunner og patrollum, en ég hef á 2 árum hent um 3 ára gömlum legum sem voru ornar slitnar og svo þurfti ég að henda fljótlega eftir það legum sem skemdust þegar bíllin var á kafi í vatni að framan í umþað bil sólahring, annas eru þeir búnir að vera til friðs.
Hann er á Dana 35 klöfum að framan og Dana 44 að aftan.
Svo klafarnir ættu að halda, ef þetta eru Dana 35 klafabúnaður.
Re: Breyting á Explorer
Posted: 12.nóv 2010, 09:19
frá HaffiTopp
..
Re: Breyting á Explorer
Posted: 12.nóv 2010, 09:51
frá arni87
Þeir á verkstæðinu hjá Bílabúð Benna ættu að geta sagt þér flest allt um þessa framkvæmd á Musso.
Síminn hjá Bílabúð Benna er 590-2000
Árni F.
Lækurinn
Re: Breyting á Explorer
Posted: 22.nóv 2010, 12:35
frá SiggiHall
Sæll, ég er að breyta explorer ´96 fyrir 38 tommu.
Það er fáránlega einfalt. 4 tommu boddy hækkun og aðeins að klippa úr, ég hækka ekkert á fjöðrun.
Kv. Siggi Hall
Re: Breyting á Explorer
Posted: 24.nóv 2010, 00:01
frá ToyCar
Steinar á Renniverkstæði Ægis er að breyta svona Explorer á 38", hann setti hann á hásingu að framan. Getur örugglega rent þangað og fengið að skoða og forvitnast um aðgerðina.
Re: Breyting á Explorer
Posted: 24.nóv 2010, 16:45
frá SiggiHall
Ég villdi frekar hækka boddyið og klippa en að setja hásingu og lyfta honum þannig, til að halda sem mestu af orginal aksturseiginleikunum